Franskir ferðamenn ollu varanlegum skemmdum með utanvegaakstri Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. ágúst 2018 18:43 Ferðamennirnir eru væntanlegir í skýrslutöku til lögreglunnar á Egilsstöðum á morgun. vísir/gva Sex franskir ferðamenn á þremur bílum hafa valdið varanlegum skemmdum vegna utanvegaaksturs við Þríhyrningsá á Austurlandi. Eiga ferðamennirnir yfir höfði sér allt að 500 þúsund króna sekt fyrir athæfið. RÚV greindi fyrst frá málinu í kvöld. Að sögn Hjalta Bergmars Axelsson, varðstjóra hjá lögreglunni á Austurlandi, tilkynnti þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði um málið um miðjan dag í gær. Ferðamennirnir sex höfðu verið á ferð um veg F910, einnig þekktur sem Austurleið, sem liggur frá Möðrudal og inn á hálendið. Þegar ferðamennirnir komu að Þríhyrningsá sat annar bíll fastur í ánni. „Eftir að hafa beðið í talsverða stund við vaðið, þar sem þeir komust ekki yfir, tóku þeir þá óskynsamlegu ákvörðun að keyra út fyrir veginn og lengra frá þar sem þeir komust yfir ána,“ segir Hjalti í samtali við Vísi. „Þeir óku einhverja 200 metra eða svo, yfir mela og gróið land, og að hluta til eru þetta för og skemmdir sem eru óafturkræfar.“Koma til skýrslutöku á morgun Lögreglumenn við hálendiseftirlit úr umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra vitjuðu ferðamannanna og öfluðu gagna, sem síðan voru send til lögreglunnar á Austurlandi. Hjalti segir ferðamennina væntanlega til skýrslutöku hjá lögreglu á morgun. Þar mun málum að öllum líkindum lykta með sektargreiðslum, frá 50 til 500 þúsund krónum á mann. Hann áætlar þó ferðamennirnir hljóti lægri sekt en franskir ferðamenn á Suðurlandi greiddu fyrir sambærilegt brot í júlí. Hlutu þeir 200 þúsund króna sekt hvor fyrir utanvegaakstur við Kerlingafjöll.Aðspurður segir Hjalti að ekki hafi sérstaklega mörg utanvegaakstursbrot komið inn á borð lögreglu á Austurlandi í sumar. Hann bendir þó á að utanvegaakstur sé mun algengari en tilkynningar til lögreglu gefi til kynna. Þá er í flestum tilvikum um að ræða erlenda ferðamenn. „Þó að það fríi Íslendinga ekki allri ábyrgð samt,“ segir Hjalti. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Greiða alls 400 þúsund krónur í sekt vegna utanvegaaksturs við Kerlingarfjöll Franskir ferðamenn sem fóru utanvegar á tveimur jeppabifreiðum austan við Kerlingarfjöll í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Selfossi í morgun. 16. júlí 2018 13:58 Lét erlenda ferðamenn raka í tvo tíma eftir grófan utanvegaakstur Kristinn Jón Arnarson, skálavörður Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum, hafði lítinn húmor fyrir utanvegaakstri kínverskra ferðamanna nærri Landamannalaugum í gær. 28. september 2015 10:44 Töluvert ekið á friðuðu svæði að Fjallabaki Ökumenn hafa verið að keyra á friðlandi að Fjallabaki þar sem í gildi er akstursbann. 2. júlí 2018 18:30 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Sex franskir ferðamenn á þremur bílum hafa valdið varanlegum skemmdum vegna utanvegaaksturs við Þríhyrningsá á Austurlandi. Eiga ferðamennirnir yfir höfði sér allt að 500 þúsund króna sekt fyrir athæfið. RÚV greindi fyrst frá málinu í kvöld. Að sögn Hjalta Bergmars Axelsson, varðstjóra hjá lögreglunni á Austurlandi, tilkynnti þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði um málið um miðjan dag í gær. Ferðamennirnir sex höfðu verið á ferð um veg F910, einnig þekktur sem Austurleið, sem liggur frá Möðrudal og inn á hálendið. Þegar ferðamennirnir komu að Þríhyrningsá sat annar bíll fastur í ánni. „Eftir að hafa beðið í talsverða stund við vaðið, þar sem þeir komust ekki yfir, tóku þeir þá óskynsamlegu ákvörðun að keyra út fyrir veginn og lengra frá þar sem þeir komust yfir ána,“ segir Hjalti í samtali við Vísi. „Þeir óku einhverja 200 metra eða svo, yfir mela og gróið land, og að hluta til eru þetta för og skemmdir sem eru óafturkræfar.“Koma til skýrslutöku á morgun Lögreglumenn við hálendiseftirlit úr umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra vitjuðu ferðamannanna og öfluðu gagna, sem síðan voru send til lögreglunnar á Austurlandi. Hjalti segir ferðamennina væntanlega til skýrslutöku hjá lögreglu á morgun. Þar mun málum að öllum líkindum lykta með sektargreiðslum, frá 50 til 500 þúsund krónum á mann. Hann áætlar þó ferðamennirnir hljóti lægri sekt en franskir ferðamenn á Suðurlandi greiddu fyrir sambærilegt brot í júlí. Hlutu þeir 200 þúsund króna sekt hvor fyrir utanvegaakstur við Kerlingafjöll.Aðspurður segir Hjalti að ekki hafi sérstaklega mörg utanvegaakstursbrot komið inn á borð lögreglu á Austurlandi í sumar. Hann bendir þó á að utanvegaakstur sé mun algengari en tilkynningar til lögreglu gefi til kynna. Þá er í flestum tilvikum um að ræða erlenda ferðamenn. „Þó að það fríi Íslendinga ekki allri ábyrgð samt,“ segir Hjalti.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Greiða alls 400 þúsund krónur í sekt vegna utanvegaaksturs við Kerlingarfjöll Franskir ferðamenn sem fóru utanvegar á tveimur jeppabifreiðum austan við Kerlingarfjöll í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Selfossi í morgun. 16. júlí 2018 13:58 Lét erlenda ferðamenn raka í tvo tíma eftir grófan utanvegaakstur Kristinn Jón Arnarson, skálavörður Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum, hafði lítinn húmor fyrir utanvegaakstri kínverskra ferðamanna nærri Landamannalaugum í gær. 28. september 2015 10:44 Töluvert ekið á friðuðu svæði að Fjallabaki Ökumenn hafa verið að keyra á friðlandi að Fjallabaki þar sem í gildi er akstursbann. 2. júlí 2018 18:30 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Greiða alls 400 þúsund krónur í sekt vegna utanvegaaksturs við Kerlingarfjöll Franskir ferðamenn sem fóru utanvegar á tveimur jeppabifreiðum austan við Kerlingarfjöll í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Selfossi í morgun. 16. júlí 2018 13:58
Lét erlenda ferðamenn raka í tvo tíma eftir grófan utanvegaakstur Kristinn Jón Arnarson, skálavörður Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum, hafði lítinn húmor fyrir utanvegaakstri kínverskra ferðamanna nærri Landamannalaugum í gær. 28. september 2015 10:44
Töluvert ekið á friðuðu svæði að Fjallabaki Ökumenn hafa verið að keyra á friðlandi að Fjallabaki þar sem í gildi er akstursbann. 2. júlí 2018 18:30