Fótbolti

Arnór Smárason spilaði allan leikinn í tapi

Dagur Lárusson skrifar
Arnór Smárason.
Arnór Smárason. vísir/Heimasíða Lilleström
Arnór Sigurðsson spilaði allan leikinn í jafntefli Start á meðan Arnór Smárason spilaði einnig allan leikinn í tapi Lilleström.

 

Arnór Smárason gekk til liðs við Lilleström á láni fyrir um tveimur vikum en hann og hans liðsfélagar voru ekki upp á sitt besta í dag þegar þeir fóru í heimsókn til Sarpsborg.

 

Frode Kippe, liðsfélagi Arnórs, fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleiknum og því var á brattann að sækja í seinni hálfleiknum og það var þá sem liðsmen Sarpsborg kláruðu leikinn. Fyrst skoraði Patrick Mortensen á 60. mínútu og síðan Kristoffer Zachariassen á 73. mínútu.

 

Eftir leikinn er Lilleström í 13. sæti deildarinnar með 15 stig á meðan Sarpsborg er í 4. sæti með 32 stig.

 

Arnór Sigurðsson og félagar í Start tóku á móti Ranheim en það var fátt um fína drætti í þessum leik og var hann því markalaus. Arnór spilaði allan leikinn en eftir leikinn er Start í næstneðsta sæti með 15 stig.

 

Matthías Vilhjálmsson kom inná af varamannabekk Rosenborg á 73. mínútu í jafntefli gegn Stabæk.

 


Tengdar fréttir

Arnór Smárason til Lilleström á láni

Íslendingurinn Arnór Smárason mun ganga til liðs við Lilleström frá Hammarby á láni út tímabilið en heimasíða Lilleström staðfestir þetta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×