Innlent

Júlíus Kristjánsson heiðraður á Fiskidaginn mikla

Andri Eysteinsson skrifar
Ragnheiður Sigvaldadóttir eiginkona Júlíusar tók við heiðursverðlaunagripnum fyrir hans hönd. Jóhannes Hafsteinsson smíðaði gripinn
Ragnheiður Sigvaldadóttir eiginkona Júlíusar tók við heiðursverðlaunagripnum fyrir hans hönd. Jóhannes Hafsteinsson smíðaði gripinn Aðsend/Bjarni Eiríksson
Fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur á Dalvík í gær.

Frá upphafi hefur Fiskidagurinn mikli heiðrað þá sem hafa með einhverjum hætti haft áhrif á íslenska atvinnusögu og íslenskan sjávarútveg.

Í ár veitti Fiskidagurinn mikli viðurkenningu fyrir framlag til menntunar sjómanna og heiðraði Júlíus Kristjánsson fyrir þátt hans í uppbyggingu og umsjón með skipstjórnunarfræðslu á Dalvík, þetta kemur fram í tilkynningu.

Júlíus hafði umsjón með skipstjórnarbraut við Dalvíkurskóla frá byrjun 1981 og á þeim 20 árum sem stýrimannaskólinn starfaði á Dalvík útskrifuðust 190 nemendur af 1. stigi skipstjórnar og 134 með 2.stig frá skólanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×