Íslenski boltinn

Sjáðu stórbrotið mark Eyjólfs í toppslagnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stjarnan og Valur skildu jöfn 1-1 í toppbaráttuslag í Pepsi-deild karla en mark Stjörnunnar var af dýrari gerðinni.

Kristinn Freyr Sigurðsson kom Val yfir á þrettándu mínútu en eftir darraðadans í teignum barst boltinn til Kristins sem hamraði boltann í netið.

Staðan var ekki lengi 1-0 því á 35. mínútu jafnaði Eyjólfur Héðinsson með stórbrotnu marki. Hann þrumaði boltanum laglega í fjærhornið og staðan 1-1 í hálfleik.

Þrátt fyrir nokkur ágætis færi í síðari hálfleiknum þá náði hvorugt liðið að að koma inn marki. Lokatölur því stórmeistarajafntefli, 1-1.

Valur er því enn á toppnum með 39 stig og Stjarnan er sæti neðar með 36 stig. Fjórir leikir eru eftir af Íslandsmótinu.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×