Hvessir hressilega annað kvöld Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. ágúst 2018 07:17 Veðurstofan gerir ráð fyrir því að það geti orðið hvasst á landinu aðfaranótt föstudags. Veðurstofan Veðurstofan varar við afleitu veðri á miðhálendinu, sem og á vesturhluta landsins, annað kvöld og á föstudagsmorgunn. Því hefur verið gefin út gul viðvörun. Búast megi við töluverðu hvassviðri og að hviður geti náð 35 m/s í vindstrengjum við fjöll. Þá verði einnig mikilli rigning sunnantil en þó verði úrkomulítið norðan jökla. Slagviðrið geti því verið varasamt fyrir ferðalanga eins og göngufólk, hjólareiðarfólk og tjaldbúa. Þá megi búast við vægu næturfrosti á næstunni, ekki síst inn til landsins. Að þessu frátöldu gerir veðurfræðingur ráð fyrir að það lægi og létti til víða á landinu næsta sólarhringinn. Veðurfræðingurinn segir:„1012 mb hæðarhryggur er nú vestur af landinu og verður hann yfir landinu í nótt. Það lægir því um land allt og léttir til. Þegar að sólin sest hefst útgeislun frá jörðinni og kælir loftið, og þegar að vindur er hægur að þá nær kalda loftið við yfirborðið ekki að blandast hlýrra lofti sem er ofar. Því má búast við vægu næturfrosti inn til landsins, allt um 5 stigum í innsveitum norðanlands og enn kaldara á hálendinu. En sjórinn er ennþá hlýr og spyrnir á móti og frystir því sjaldnast við sjávarsíðuna, en árrisulir höfuðborgarbúar gætu kannski þurft að skafa í fyrramálið. Á morgun hlýnar svo með vaxandi suðaustanátt, 13-20 um kvöldið og fer að rigna.“Veðurspáin fyrir næstu daga:Norðan 5-10 en norðvestan 8-15 austantil fram á kvöld. Dálítil væta um norðanvert landið en bjartviðri syðra og rofar til norðanlands með deignum, fyrst vestantil. Hiti 6 til 14 stig að deginum, hlýjast á Suðurlandi. Hægviðri í nótt og hiti nálægt frostmarki, en vægt frost inn til landsins. Hægt vaxandi suðaustanátt á morgun og þykknar upp, 13-20 m/s annað kvöld og rigning en hægari vindur og léttskýjað norðaustantil. Hiti 8 til 16 stig á morgun, hlýjast á Austurlandi.Á fimmtudag:Hægt vaxandi suðaustan og þykknar upp, 13-20 m/s um kvöldið og rigning eða súld. Hiti 8 til 12 stig. Hægari vindur og bjartviðri norðaustan- og austanlands með hita að 17 stigum. Á föstudag:Sunnan 10-18 framan af degi og rigning, talsverð rigning sunnanlands. Suðvestan 8-13 síðdegis og skúrir, en léttir til um landið norðan- og austanvert. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinu. Á laugardag:Suðvestan 8-15 og rigning eða súld, en heldur hægari og bjart norðaustan- og austantil. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast á Austurlandi. Á sunnudag:Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt og dálítil væta í flestum landshlutum. Hiti 4 til 12 stig, svalast norðvestantil. Á mánudag:Suðvestanátt, víða 8-13, og rigning eða súld en léttskjað norðaustantil. Hiti 7 til 12 stig. Á þriðjudag:Útlit fyrir suðvestanátt með dálítlli vætu vestantil á landinu, en þurrt og bjart austanlands. Hiti breytist lítið. Veður Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Sjá meira
Veðurstofan varar við afleitu veðri á miðhálendinu, sem og á vesturhluta landsins, annað kvöld og á föstudagsmorgunn. Því hefur verið gefin út gul viðvörun. Búast megi við töluverðu hvassviðri og að hviður geti náð 35 m/s í vindstrengjum við fjöll. Þá verði einnig mikilli rigning sunnantil en þó verði úrkomulítið norðan jökla. Slagviðrið geti því verið varasamt fyrir ferðalanga eins og göngufólk, hjólareiðarfólk og tjaldbúa. Þá megi búast við vægu næturfrosti á næstunni, ekki síst inn til landsins. Að þessu frátöldu gerir veðurfræðingur ráð fyrir að það lægi og létti til víða á landinu næsta sólarhringinn. Veðurfræðingurinn segir:„1012 mb hæðarhryggur er nú vestur af landinu og verður hann yfir landinu í nótt. Það lægir því um land allt og léttir til. Þegar að sólin sest hefst útgeislun frá jörðinni og kælir loftið, og þegar að vindur er hægur að þá nær kalda loftið við yfirborðið ekki að blandast hlýrra lofti sem er ofar. Því má búast við vægu næturfrosti inn til landsins, allt um 5 stigum í innsveitum norðanlands og enn kaldara á hálendinu. En sjórinn er ennþá hlýr og spyrnir á móti og frystir því sjaldnast við sjávarsíðuna, en árrisulir höfuðborgarbúar gætu kannski þurft að skafa í fyrramálið. Á morgun hlýnar svo með vaxandi suðaustanátt, 13-20 um kvöldið og fer að rigna.“Veðurspáin fyrir næstu daga:Norðan 5-10 en norðvestan 8-15 austantil fram á kvöld. Dálítil væta um norðanvert landið en bjartviðri syðra og rofar til norðanlands með deignum, fyrst vestantil. Hiti 6 til 14 stig að deginum, hlýjast á Suðurlandi. Hægviðri í nótt og hiti nálægt frostmarki, en vægt frost inn til landsins. Hægt vaxandi suðaustanátt á morgun og þykknar upp, 13-20 m/s annað kvöld og rigning en hægari vindur og léttskýjað norðaustantil. Hiti 8 til 16 stig á morgun, hlýjast á Austurlandi.Á fimmtudag:Hægt vaxandi suðaustan og þykknar upp, 13-20 m/s um kvöldið og rigning eða súld. Hiti 8 til 12 stig. Hægari vindur og bjartviðri norðaustan- og austanlands með hita að 17 stigum. Á föstudag:Sunnan 10-18 framan af degi og rigning, talsverð rigning sunnanlands. Suðvestan 8-13 síðdegis og skúrir, en léttir til um landið norðan- og austanvert. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinu. Á laugardag:Suðvestan 8-15 og rigning eða súld, en heldur hægari og bjart norðaustan- og austantil. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast á Austurlandi. Á sunnudag:Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt og dálítil væta í flestum landshlutum. Hiti 4 til 12 stig, svalast norðvestantil. Á mánudag:Suðvestanátt, víða 8-13, og rigning eða súld en léttskjað norðaustantil. Hiti 7 til 12 stig. Á þriðjudag:Útlit fyrir suðvestanátt með dálítlli vætu vestantil á landinu, en þurrt og bjart austanlands. Hiti breytist lítið.
Veður Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Sjá meira