Innlent

Óbirt breyting deiliskipulags sjálfkrafa ógild

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá Egilsstöðum, en Unavellir eru í Fljótsdalshéraði.
Frá Egilsstöðum, en Unavellir eru í Fljótsdalshéraði. vísir/gva
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) hefur vísað frá kæru sem varðar breytingu á deiliskipulagi fyrir Unalæk á Völlum. Ástæðan er sú að auglýsing um deiliskipulagið hefur ekki verið birt.

Kæra barst nefndinni fyrir rúmu ári. Breytingin varðar tvær lóðir sem áður voru eyrnamerktar frístundabyggð. Breytingin fól í sér að þess í stað væri heimilt að starfrækja þar ferðaþjónustu og sölu á gistingu.

Tillagan fór í grenndarkynningu og var afgreidd að henni lokinni eða í apríl 2017. Tveir aðilar kærðu breytinguna þar sem verulegt ónæði yrði af gistiþjónustunni og að breytingin færi á svig við réttmætar væntingar þeirra að um frístundabyggð yrði að ræða.

Í niðurstöðu ÚUA segir að auglýsing um breytinguna hafi ekki verið birt. Þar sem birtingin hefur ekki farið fram innan árs telst breytingin sjálfkrafa ógild. Málinu var því vísað frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×