Chemnitz jafnar sig eftir óeirðir öfgamanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. ágúst 2018 06:00 Öfgamenn hópuðust saman í þúsundatali í Chemnitz. Vísir/Getty Um 6.000 þjóðernishyggjumenn söfnuðust saman í þýsku borginni Chemnitz til að mótmæla á sunnudag. Átök brutust út við gagnmótmælendur og stóðu þau allt þar til í fyrrinótt. Samkvæmt þýska miðlinum Deutsche Welle voru gagnmótmælendurnir, sumir hverjir úr röðum andfasísku hreyfingarinnar Antifa, mun færri eða um þúsund talsins. Mótmælin spruttu upp eftir að heimamaður var myrtur á laugardagskvöld. Íraki og Sýrlendingur voru handteknir í tengslum við glæpinn á mánudag og kröfðust mótmælendur þess að innflytjendur yfirgæfu Þýskaland, landamærunum yrði lokað. Lögregla greindi frá því að mótmælendur hefðu sést heilsa að nasistasið. Enginn slasaðist þó alvarlega, að sögn lögreglu. Fulltrúar stærstu stjórnmálaflokka Þýskalands létu ekki sjá sig. Meðlimir Þjóðernishyggjuflokksins AfD héldu sig til að mynda í burtu og þótt Tim Detzner, leiðtogi Die Linke í Chemnitz, hafi skipulagt gagnmótmælin sáust merki flokksins hvergi. Samkvæmt Deutsche Welle var gærdagurinn rólegur í Chemnitz. Miðillinn tók íbúa tali og sagði einn þeirra, karlmaður á eftirlaunum, að hann óttaðist um orðspor borgarinnar nú sem og „ris nasismans í Þýskalandi“. Angela Merkel kanslari fordæmdi átökin og sagði að það væri ekki líðandi að taka lögin í eigin hendur. „Við munum ekki þola slíkar ólöglegar fjöldasamkomur og áreiti gagnvart fólki sem lítur öðruvísi út eða hefur annan bakgrunn,“ sagði upplýsingafulltrúi kanslara í yfirlýsingu í gær. Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Um 6.000 þjóðernishyggjumenn söfnuðust saman í þýsku borginni Chemnitz til að mótmæla á sunnudag. Átök brutust út við gagnmótmælendur og stóðu þau allt þar til í fyrrinótt. Samkvæmt þýska miðlinum Deutsche Welle voru gagnmótmælendurnir, sumir hverjir úr röðum andfasísku hreyfingarinnar Antifa, mun færri eða um þúsund talsins. Mótmælin spruttu upp eftir að heimamaður var myrtur á laugardagskvöld. Íraki og Sýrlendingur voru handteknir í tengslum við glæpinn á mánudag og kröfðust mótmælendur þess að innflytjendur yfirgæfu Þýskaland, landamærunum yrði lokað. Lögregla greindi frá því að mótmælendur hefðu sést heilsa að nasistasið. Enginn slasaðist þó alvarlega, að sögn lögreglu. Fulltrúar stærstu stjórnmálaflokka Þýskalands létu ekki sjá sig. Meðlimir Þjóðernishyggjuflokksins AfD héldu sig til að mynda í burtu og þótt Tim Detzner, leiðtogi Die Linke í Chemnitz, hafi skipulagt gagnmótmælin sáust merki flokksins hvergi. Samkvæmt Deutsche Welle var gærdagurinn rólegur í Chemnitz. Miðillinn tók íbúa tali og sagði einn þeirra, karlmaður á eftirlaunum, að hann óttaðist um orðspor borgarinnar nú sem og „ris nasismans í Þýskalandi“. Angela Merkel kanslari fordæmdi átökin og sagði að það væri ekki líðandi að taka lögin í eigin hendur. „Við munum ekki þola slíkar ólöglegar fjöldasamkomur og áreiti gagnvart fólki sem lítur öðruvísi út eða hefur annan bakgrunn,“ sagði upplýsingafulltrúi kanslara í yfirlýsingu í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira