Benedikt fer í stjórn Arion banka Hörður Ægisson skrifar 29. ágúst 2018 06:00 Benedikt Gíslason Benedikt Gíslason, fyrrverandi varaformaður framkvæmdahóps stjórnvalda við losun hafta, verður kjörinn í stjórn Arion banka á hluthafafundi bankans sem fer fram næstkomandi miðvikudag. Mun hann taka sæti í stjórninni í stað Jakobs Ásmundssonar, sem lét af störfum í maí síðastliðnum, og nýtur meðal annars stuðnings vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem á 9,99 prósenta hlut í bankanum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Benedikt hefur undanfarin tvö ár verið stjórnarmaður í Kaupþingi, sem á 32,67 prósenta eignarhlut í Arion banka í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil, en hann mun hætta í stjórn eignarhaldsfélagsins á aðalfundi Kaupþings á morgun, fimmtudag. Í störfum sínum fyrir Kaupþing hafði Benedikt umsjón með söluferli félagsins á hlut þess í Arion banka en Kaupþing seldi fjórðungshlut í hlutafjárútboði í júní síðastliðnum og var bankinn í kjölfar skráður á markaði á Íslandi og í Svíþjóð. Benedikt, sem var einn helsti ráðgjafi íslenskra stjórnvalda við framkvæmd áætlunar um losun fjármagnshafta á árunum 2013 til 2016, hefur auk þess meðal annars setið í stjórn tryggingafélagsins VÍS og þá var hann framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs MP banka á árunum 2011 til 2013. Á hluthafafundi Arion banka, sem fer fram þann 5. september, leggur stjórn bankans fram tillögu um 10 milljarða króna arðgreiðslu til hluthafa. Þá munu hluthafar einnig kjósa tvo af þremur nefndarmönnum sem taka sæti í tilnefningarnefnd en þriðji nefndarmaður skal vera formaður stjórnar Arion banka eða annar stjórnarmaður skipaður af stjórn bankans. Auk Kaupþings og Taconic Capital, sem fara í sameiningu með heildaratkvæðarétt sem er takmarkaður við 33 prósenta hlut, eru stærstu hluthafar Arion banka vogunarsjóðirnir Attestor Capital og Och-Ziff Capital og bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Vistaskipti Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Bankarnir áður svikið neytendur Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Sjá meira
Benedikt Gíslason, fyrrverandi varaformaður framkvæmdahóps stjórnvalda við losun hafta, verður kjörinn í stjórn Arion banka á hluthafafundi bankans sem fer fram næstkomandi miðvikudag. Mun hann taka sæti í stjórninni í stað Jakobs Ásmundssonar, sem lét af störfum í maí síðastliðnum, og nýtur meðal annars stuðnings vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem á 9,99 prósenta hlut í bankanum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Benedikt hefur undanfarin tvö ár verið stjórnarmaður í Kaupþingi, sem á 32,67 prósenta eignarhlut í Arion banka í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil, en hann mun hætta í stjórn eignarhaldsfélagsins á aðalfundi Kaupþings á morgun, fimmtudag. Í störfum sínum fyrir Kaupþing hafði Benedikt umsjón með söluferli félagsins á hlut þess í Arion banka en Kaupþing seldi fjórðungshlut í hlutafjárútboði í júní síðastliðnum og var bankinn í kjölfar skráður á markaði á Íslandi og í Svíþjóð. Benedikt, sem var einn helsti ráðgjafi íslenskra stjórnvalda við framkvæmd áætlunar um losun fjármagnshafta á árunum 2013 til 2016, hefur auk þess meðal annars setið í stjórn tryggingafélagsins VÍS og þá var hann framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs MP banka á árunum 2011 til 2013. Á hluthafafundi Arion banka, sem fer fram þann 5. september, leggur stjórn bankans fram tillögu um 10 milljarða króna arðgreiðslu til hluthafa. Þá munu hluthafar einnig kjósa tvo af þremur nefndarmönnum sem taka sæti í tilnefningarnefnd en þriðji nefndarmaður skal vera formaður stjórnar Arion banka eða annar stjórnarmaður skipaður af stjórn bankans. Auk Kaupþings og Taconic Capital, sem fara í sameiningu með heildaratkvæðarétt sem er takmarkaður við 33 prósenta hlut, eru stærstu hluthafar Arion banka vogunarsjóðirnir Attestor Capital og Och-Ziff Capital og bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Vistaskipti Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Bankarnir áður svikið neytendur Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Sjá meira