Íslenski boltinn

Björgólfur Guðmunds í Ástríðunni: „Það er erfitt að vera KR-ingur“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alltaf fjör á vellinum í Vesturbænum.
Alltaf fjör á vellinum í Vesturbænum.
Í Pepsimörkunum í gærkvöldi fór Ástríðan á KR-völlinn í Frostaskjólinu og ræddi Stefán Árni Pálsson við stuðningsmenn KR og ÍBV fyrir og eftir leik.

Leikurinn fór 4-1 fyrir KR og voru stuðningsmenn Eyjamanna ekki parsáttir við dómara leiksins sem dæmdi tvær vítaspyrnur á ÍBV í leiknum.

Stuðningsmenn ÍBV voru aftur á móti bjartsýnir fyrir leik og töluðu um að Eyjamenn væru að fara blanda sér í baráttuna um laust sæti í Evrópukeppni.

Björgólfur Guðmundsson er einhver þekktasti KR-ingur landsins og hefur hann staðið þétt við bakið á KR í heilu áratugina.

„Það er erfitt að vera KR-ingur,“ sagði Björgólfur fyrir leikinn í gær og hefur hann ekki verið sáttur við spilamennskuna í sumar. Hann spáði 3-1 sigri KR og var mjög nálægt réttum úrslitum.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.


Tengdar fréttir

„Ert þú eitthvað bilaður?“

Fylkir og FH gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla á sunnudagskvöldið og fór leikurinn fram í Lautinni í Árbænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×