Heimta frímiða á leikinn gegn Þýskalandi því um kvennaleik er að ræða Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. ágúst 2018 11:15 Stelpurnar komast á HM með sigri á Þýskalandi. Vísir/Andri Marinó Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið fyrirspurnir um frímiða á stórleik stelpnanna okkar gegn Þýskalandi á laugardaginn en sumir telja sig ekki eiga að borga inn á leikinn því um kvennaleik er að ræða, að sögn Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ. Allt stefnir í að uppselt verði á leikinn en selt er í númeruð sæti í fyrsta sinn. Klara sagði í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að hún reiknaði með að ekki væru nema um 1.600 miðar eftir. „Miðað við hreyfingu á miðum, góða veðurspá og vaxandi fjölmiðlaumfjöllun teljum við líklegt að það verði uppselt. Þetta hefur lengi verið markmiðið okkar,“ segir Klara. Hún bætir við að ekki eru margir boðsmiðar í boði á þennan leik né aðra A-landsleiki. Bakhjörlum sambandsins eru seldir miðar fyrir fram en boðsmiðar fara til dæmis stjórnarmanna, starfsmanna og leikmanna. Hart er þó sóst eftir því að fá ókeypis á leikinn en ekki eru allir á því að það eigi að þurfa að borga sig inn á kvennalandsleiki. „Það verður að segjast eins og er að fólk sækist frekar í frímiða af því að þetta er kvennaleikur og ætlast til þess að fá frímiða,“ segir Klara. „Við fáum mikið um beiðnum af afslætti eða miða á barnaverði. Fólk telur sig ekki eiga að borga sig inn á þennan leik vegna þess að um kvennaleik er að ræða. Við erum algjörlega ósammála því.“ „Það er þannig hjá sumum en ekki öllum, sem betur fer. Það eru enn þá til nokkrir geirfuglar sem að hugsa þannig,“ segir Klara Bjartmarz. HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Stelpurnar slá áhorfendametið á móti Þýskalandi á laugardaginn Búið er að selja 7.500 miða á stórleik Íslands og Þýskalands. 27. ágúst 2018 13:21 „Ekki bara þeirra draumur, heldur okkar allra“ Ein stærsta goðsögnin í íslenskum kvennafótbolta frá upphafi bendir formanni KSÍ í góðu á eina staðreynd varðandi markmiðið að fylla Laugardalsvöllinn í hinum gríðarlega mikilvæga leik á móti Þýskalandi á laugardaginn kemur. 27. ágúst 2018 11:30 Við getum unnið Þýskaland Sigríður Lára Garðarsdóttir lék fyrsta leik sinn fyrir norsku meistarana í Lilleström í gær. Henni stóð til boða að semja við þrjú lið í Skandinavíu og bíður hún óþreyjufull eftir leiknum gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli á laugardag. 27. ágúst 2018 08:30 Þjóðverjarnir sakna þriggja úr íslenska kvennalandsliðinu Þýska knattspyrnusambandið er ekki alveg með allt á hreinu þegar kemur að landsliðshóp íslenska kvennalandsliðsins. 27. ágúst 2018 16:00 Harpa auglýsir leikinn sem hún fær síðan ekki að spila Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir áfalli á dögunum skömmu fyrir gríðarlega mikilvægan leik í undankeppni Hm 2019. 27. ágúst 2018 15:30 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið fyrirspurnir um frímiða á stórleik stelpnanna okkar gegn Þýskalandi á laugardaginn en sumir telja sig ekki eiga að borga inn á leikinn því um kvennaleik er að ræða, að sögn Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ. Allt stefnir í að uppselt verði á leikinn en selt er í númeruð sæti í fyrsta sinn. Klara sagði í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að hún reiknaði með að ekki væru nema um 1.600 miðar eftir. „Miðað við hreyfingu á miðum, góða veðurspá og vaxandi fjölmiðlaumfjöllun teljum við líklegt að það verði uppselt. Þetta hefur lengi verið markmiðið okkar,“ segir Klara. Hún bætir við að ekki eru margir boðsmiðar í boði á þennan leik né aðra A-landsleiki. Bakhjörlum sambandsins eru seldir miðar fyrir fram en boðsmiðar fara til dæmis stjórnarmanna, starfsmanna og leikmanna. Hart er þó sóst eftir því að fá ókeypis á leikinn en ekki eru allir á því að það eigi að þurfa að borga sig inn á kvennalandsleiki. „Það verður að segjast eins og er að fólk sækist frekar í frímiða af því að þetta er kvennaleikur og ætlast til þess að fá frímiða,“ segir Klara. „Við fáum mikið um beiðnum af afslætti eða miða á barnaverði. Fólk telur sig ekki eiga að borga sig inn á þennan leik vegna þess að um kvennaleik er að ræða. Við erum algjörlega ósammála því.“ „Það er þannig hjá sumum en ekki öllum, sem betur fer. Það eru enn þá til nokkrir geirfuglar sem að hugsa þannig,“ segir Klara Bjartmarz.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Stelpurnar slá áhorfendametið á móti Þýskalandi á laugardaginn Búið er að selja 7.500 miða á stórleik Íslands og Þýskalands. 27. ágúst 2018 13:21 „Ekki bara þeirra draumur, heldur okkar allra“ Ein stærsta goðsögnin í íslenskum kvennafótbolta frá upphafi bendir formanni KSÍ í góðu á eina staðreynd varðandi markmiðið að fylla Laugardalsvöllinn í hinum gríðarlega mikilvæga leik á móti Þýskalandi á laugardaginn kemur. 27. ágúst 2018 11:30 Við getum unnið Þýskaland Sigríður Lára Garðarsdóttir lék fyrsta leik sinn fyrir norsku meistarana í Lilleström í gær. Henni stóð til boða að semja við þrjú lið í Skandinavíu og bíður hún óþreyjufull eftir leiknum gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli á laugardag. 27. ágúst 2018 08:30 Þjóðverjarnir sakna þriggja úr íslenska kvennalandsliðinu Þýska knattspyrnusambandið er ekki alveg með allt á hreinu þegar kemur að landsliðshóp íslenska kvennalandsliðsins. 27. ágúst 2018 16:00 Harpa auglýsir leikinn sem hún fær síðan ekki að spila Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir áfalli á dögunum skömmu fyrir gríðarlega mikilvægan leik í undankeppni Hm 2019. 27. ágúst 2018 15:30 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Stelpurnar slá áhorfendametið á móti Þýskalandi á laugardaginn Búið er að selja 7.500 miða á stórleik Íslands og Þýskalands. 27. ágúst 2018 13:21
„Ekki bara þeirra draumur, heldur okkar allra“ Ein stærsta goðsögnin í íslenskum kvennafótbolta frá upphafi bendir formanni KSÍ í góðu á eina staðreynd varðandi markmiðið að fylla Laugardalsvöllinn í hinum gríðarlega mikilvæga leik á móti Þýskalandi á laugardaginn kemur. 27. ágúst 2018 11:30
Við getum unnið Þýskaland Sigríður Lára Garðarsdóttir lék fyrsta leik sinn fyrir norsku meistarana í Lilleström í gær. Henni stóð til boða að semja við þrjú lið í Skandinavíu og bíður hún óþreyjufull eftir leiknum gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli á laugardag. 27. ágúst 2018 08:30
Þjóðverjarnir sakna þriggja úr íslenska kvennalandsliðinu Þýska knattspyrnusambandið er ekki alveg með allt á hreinu þegar kemur að landsliðshóp íslenska kvennalandsliðsins. 27. ágúst 2018 16:00
Harpa auglýsir leikinn sem hún fær síðan ekki að spila Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir áfalli á dögunum skömmu fyrir gríðarlega mikilvægan leik í undankeppni Hm 2019. 27. ágúst 2018 15:30
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn