Landsbókasafnið 200 ára Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 06:00 Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn var opnað í Þjóðarbókhlöðunni á Melunum 1. desember 1994. „Við höfum haldið upp á 200 ára afmælið með ýmsum hætti allt árið,“ segir Örn Hrafnkelsson, sagnfræðingur á Landsbókasafni Íslands, en 28. ágúst 1818 telst stofndagur þess. Hann segir fyrirlestraröð vera í gangi og nefnir líka sögusýninguna Tímanna safn sem var sett þar upp í vor. „Ég mun labba um sýninguna í dag klukkan 13 og segja einhverjar skemmtisögur,“ bætir hann við glaðlega. Örn er sviðsstjóri varðveislu og stafrænnar endurgerðar á safninu. Hann sér um að unnið sé skipulega að því að setja efni þess á alnetið. Nefnir sem dæmi síðuna timarit.is. „Við náum að halda utan um alla íslenska útgáfu og setja á netið. Aðgangurinn er frír og það er sérstakt á heimsvísu. Erlendis ná þjóðbókasöfn milljónasamfélaga ekki sama árangri og þar þarf almenningur að borga fyrir aðgang.“Örn Hrafnkelsson veit sitt af hverju um sögu safnsins og ætlar að miðla því til gesta í dag. Fréttablaðið/sigtryggur ariHann segir 2-3.000 manns fara inn á timarit.is á hverjum sólarhring og fletta um 30.000 blaðsíðum samanlagt, að meðaltali. „Ef þessi fjöldi kæmi hér í húsið daglega, þá gætum við ekki annað þjónustunni,“ segir hann og nefnir, til fróðleiks, að 80% af notkuninni séu innanlands og 20% erlendis. Allar íslenskar bækur, útgefnar frá 1540 til 1844, sem eru í eigu safnsins, er búið að mynda, að sögn Arnar og nú er verið að mynda erlendar ferðabækur. „Við eigum hér þrjú stór söfn erlendra ferðabóka, mjög spennandi. Öll Íslandskort sem hafa verið gefin út eru aðgengileg á netinu og smám saman erum við að skrá öll handrit rafrænt og mynda þau,“ upplýsir hann. Ekki er allt upp talið því Örn bendir á að á vefnum hljodsafn.landsbokasafn.is sé mikið efni komið inn. „Fyrsti íslenski geisladiskurinn var gefinn út 1986 – Bubbi Morthens – og geisladiskar hafa ekki endalausan líftíma. Hér er verið að færa þá alla inn á stafrænt form og sama er að segja um kasetturnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
„Við höfum haldið upp á 200 ára afmælið með ýmsum hætti allt árið,“ segir Örn Hrafnkelsson, sagnfræðingur á Landsbókasafni Íslands, en 28. ágúst 1818 telst stofndagur þess. Hann segir fyrirlestraröð vera í gangi og nefnir líka sögusýninguna Tímanna safn sem var sett þar upp í vor. „Ég mun labba um sýninguna í dag klukkan 13 og segja einhverjar skemmtisögur,“ bætir hann við glaðlega. Örn er sviðsstjóri varðveislu og stafrænnar endurgerðar á safninu. Hann sér um að unnið sé skipulega að því að setja efni þess á alnetið. Nefnir sem dæmi síðuna timarit.is. „Við náum að halda utan um alla íslenska útgáfu og setja á netið. Aðgangurinn er frír og það er sérstakt á heimsvísu. Erlendis ná þjóðbókasöfn milljónasamfélaga ekki sama árangri og þar þarf almenningur að borga fyrir aðgang.“Örn Hrafnkelsson veit sitt af hverju um sögu safnsins og ætlar að miðla því til gesta í dag. Fréttablaðið/sigtryggur ariHann segir 2-3.000 manns fara inn á timarit.is á hverjum sólarhring og fletta um 30.000 blaðsíðum samanlagt, að meðaltali. „Ef þessi fjöldi kæmi hér í húsið daglega, þá gætum við ekki annað þjónustunni,“ segir hann og nefnir, til fróðleiks, að 80% af notkuninni séu innanlands og 20% erlendis. Allar íslenskar bækur, útgefnar frá 1540 til 1844, sem eru í eigu safnsins, er búið að mynda, að sögn Arnar og nú er verið að mynda erlendar ferðabækur. „Við eigum hér þrjú stór söfn erlendra ferðabóka, mjög spennandi. Öll Íslandskort sem hafa verið gefin út eru aðgengileg á netinu og smám saman erum við að skrá öll handrit rafrænt og mynda þau,“ upplýsir hann. Ekki er allt upp talið því Örn bendir á að á vefnum hljodsafn.landsbokasafn.is sé mikið efni komið inn. „Fyrsti íslenski geisladiskurinn var gefinn út 1986 – Bubbi Morthens – og geisladiskar hafa ekki endalausan líftíma. Hér er verið að færa þá alla inn á stafrænt form og sama er að segja um kasetturnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira