Arnór Smárason skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Lilleström á Sandefjord í norska deildinni í dag en með sigrinum komst Lilleström upp úr fallsæti.
Fyrir leikinn var Lilleström með sextán stig í næstneðsta sæti deildarinnar á meðan mótherjar þeirra voru í neðsta sætinu.
Liðsmenn Lilleström mættu ákveðnir til leiks og sköpuðu sér nokkur færi í byrjun leiks. Eitt af þeim færum fékk Thomas Olsen á 26. mínútu og skoraði hann úr því og kom síni liði yfir og var staðan 1-0 í hálfleik.
Í seinni hálfleiknum var síðan komið að Arnóri. Hann skoraði á 58. mínútu og kom Lilleström í 2-0 forystu áður en hann skoraði sitt annað mark og þriðja mark Lilleström á 71. mínútu.
Pau Morer náði að klóra í bakkann fyrir Sandefjord undir lokin en nær komust þeir ekki.
Matthias Vilhjálmsson sat allan tímann á varamannabekk Rosenborg í 4-3 sigri liðsins á Stroemsgodset.
Arnór með tvö mörk í sigri Lilleström
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn

Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir
Íslenski boltinn




Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn



„Skandall“ í gær en uppselt í dag
Fótbolti