Íslenski boltinn

Sjáðu glæsimark Sigurðar Egils og öll hin úr markaveislunni á Hlíðarenda

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Valsmenn máttu fagna í gærkvöld
Valsmenn máttu fagna í gærkvöld vísir/anton
Íslandsmeistarar Vals styrktu stöðu sína á toppi Pepsi deildar karla með sigri á Fjölni í rosalegum markaleik á teppinu á Hlíðarenda í gærkvöld.

Sigurður Egill Lárusson skoraði eitt marka tímabilsins þegar hann kom Valsmönnum yfir undir lok fyrri hálfleiks. Skaut í fyrsta utan af velli, óverjandi fyrir Þórð Ingason í markinu.

Dramatíkin var svo í algleymingi í seinni hálfleik. Dion Acoff skoraði strax í upphafi seinni hálfleiks og útlit fyrir að leikurinn væri búinn. Það átti hins vegar ekki eftir að vera uppi á teningnum.

Guðmundur Karl Guðmundsson svaraði fyrir Fjölni, Torfi Tímoteus Gunnarsson skoraði sjálfsmark, Anton Ari Einarsson gerði mistök og gaf Ægi Jarl Jónassyni mark.

Guðjón Pétur Lýðsson og Patrick Pedersen kláruðu leikinn fyrir Val, sárabótamark Hans Viktors Guðmundssonar í uppbótartíma dugði ekki til.

5-3 lokatölur í stórkostlegum kvöldleik á laugardegi í Pepsi deild karla. Öll mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×