Íslenski boltinn

Martinez frá vegna meiðsla út tímabilið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Martinez í leik með KA í sumar
Martinez í leik með KA í sumar vísir/bára
Aron Elí Gíslason hefur staðið vaktina í marki KA í síðustu leikjum í fjarveru Christian Martinez. Aron mun þurfa að standa þar áfram því Martinez verður að öllum líkindum frá út tímabilið.

Martinez var síðast með KA í Pepsi deildinni í 2-1 tapi gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í lok júlí. Síðan þá hefur liðið spilað fjóra leiki og Aron Elí staðið í markinu í þeim öllum.

Aron Elí, sem byrjaði að æfa sem markvörður á síðsta ári, sagði í viðtali við Fótbolta.net eftir leik KA og Víkings í Víkinni í gær að Martinez væri á leið í aðgerð og myndi líklega ekki spila meira með KA á tímabilinu.

Martinez kom til KA síðasta vetur eftir að hafa verið hjá Víkingi Ólafsvík. Hann varði mark KA í 12 leikjum í Pepsi deildinni í sumar.

KA er í 7. sæti Pepsi deildarinnar með 23 stig eftir 18 umferðir. Akureyringarnir eiga enn möguleika á Evrópusætinu en vonin dofnaði nokkuð með 2-2 jafnteflinu í Fossvoginum í gær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×