Walesverjinn Rob Jenkins mun dæma leik KR og ÍBV í 18. umferð Pepsi deildar karla á morgun, sunnudag.
KSÍ hefur síðustu ár tekið þátt í skiptidómaraverkefnum með evrópskum knattspyrnusamböndun og er þetta hluti af því.
Jenkins er 29 ára og er vanalega við störf í velsku úrvalsdeildinni.
Jenkins kemur ekki einn til landsins því Martin Roberts verður einn af aðstoðardómurum hans. Hinn aðstoðardómarinn er Jóhann Gunnar Guðmundsson. Helgi Mikael Jónasson verður fjórði dómari.
KR og ÍBV mætast á Alvogenvellinum klukkan 14:00 á morgun. KR er með 27 stig í 4. sætinu og er með þriggja stiga forystu á FH og Grindavík fyrir neðan sig. ÍBV er með 22 stig og gæti því blandað sér í Evrópubaráttuna með sigri.
Leikur KR og ÍBV verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 á morgun.
Velskur dómari á leik KR og ÍBV
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Hafa verið þrettán ár af lygum
Enski boltinn

Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla
Handbolti

Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR?
Íslenski boltinn


Barðist við tárin þegar hann kvaddi
Íslenski boltinn



Víkingar kæmust í 960 milljónir
Fótbolti
