Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í dag konu upp á topp Esjunnar þar sem hún hafði farið úr olnbogalið. Konan hafði verið á fjallinu með gönguhóp.
Tilkynnt var um slysið í neyðarlínuna en þannig vildi til að Landhelgisgæslan var við æfingar í Hvalfirði og gat þess vegna liðsinnt sjúkraflutningamönnum við hjálparstarfið.
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti því næst með konuna á Reykjavíkurflugvelli þar sem hennar beið sjúkrabíll sem flutti hana á bráðamóttöku landspítalans. Talsmaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sagði afar heppilegt að Landhelgisgæslan hafi verið við æfingar í nágrenninu og að það hafi auðveldað björgunarstarfið sem annars hefði verið mun erfiðara.
Þór Þorl.
Valur