Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2018 10:54 Ragnar Sigurðsson fagnar upp í stúku eftir jafnteflið gegn Argentínu á HM í Rússlandi í sumar. Vísir/Getty Ragnar Sigurðsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í landsliðshóp Íslands sem nýr landsliðsþjálfari, Svíinn Erik Hamrén, kynnir á blaðamannafundi í dag. Þetta herma heimildir Vísis. Kári Árnason mun sömuleiðis vera í landsliðshópnum. Ragnar tilkynnti óvænt eftir HM í Rússlandi að hann hefði spilað sinn síðasta landsleik. Nú virðist miðvörðurinn 32 ára ætla að svara kalli Hamrén sem sagðist á dögunum ætla að reyna hvað hann gæti að fá Ragnar til að endurskoða hug sinn. Ragnar hefur spilað 80 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim þrjú mörk. Hann hefur verið hluti af gullaldarliði Íslands sem farið hefur á EM 2016, HM 2018 og spilar nú í efsta styrkleikaflokki Þjóðadeildarinnar. Liðið mætir Sviss ytra 8. september og Belgíu heima 11. september. Síðustu tveir leikirnir fara svo fram í október.Kári samdi við tyrkneska félagið Genclerbirligi í sumar. Hann á þó enn eftir að spila fyrir félagið vegna minniháttarmeiðsla.mynd/genclerbirligiStuttur undirbúningur fyrir fyrsta leik Aðeins eru fimmtán dagar í fyrsta leik og mögulega hefur Ragnar ákveðið að taka slaginn með landsliðinu vegna þess hve lítinn tíma nýr landsliðsþjálfari hefur til að gera breytingar á liðinu. Ragnar hefur spilað við hlið Kára Árnasonar í hjarta íslensku varnarinnar undanfarin ár. Kári, sem er á 36. aldursári, taldi eftir HM að líklega hefði hann spilað sinn síðasta landsleik. Hann sagðist þó vera klár í að spila meira ef kallið kæmi. Samkvæmt heimildum Vísis er Kári einnig í fyrsta hópi Hamrén. Fyrir liggur að framherjinn Alfreð Finnbogason er ekki til taks vegna meiðsla. Þá er óvíst um þátttöku Arons Einars Gunnarssonar sem ekki hefur spilað með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð.Bein útsending verður á Vísi frá blaðamannafundi Erik Hamrén í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Útsendingin hefst með upphitun klukkan 13 og klukkan 13:15 tekur Hamrén við og kynnir hópinn sinn. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Ragnar Sigurðsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í landsliðshóp Íslands sem nýr landsliðsþjálfari, Svíinn Erik Hamrén, kynnir á blaðamannafundi í dag. Þetta herma heimildir Vísis. Kári Árnason mun sömuleiðis vera í landsliðshópnum. Ragnar tilkynnti óvænt eftir HM í Rússlandi að hann hefði spilað sinn síðasta landsleik. Nú virðist miðvörðurinn 32 ára ætla að svara kalli Hamrén sem sagðist á dögunum ætla að reyna hvað hann gæti að fá Ragnar til að endurskoða hug sinn. Ragnar hefur spilað 80 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim þrjú mörk. Hann hefur verið hluti af gullaldarliði Íslands sem farið hefur á EM 2016, HM 2018 og spilar nú í efsta styrkleikaflokki Þjóðadeildarinnar. Liðið mætir Sviss ytra 8. september og Belgíu heima 11. september. Síðustu tveir leikirnir fara svo fram í október.Kári samdi við tyrkneska félagið Genclerbirligi í sumar. Hann á þó enn eftir að spila fyrir félagið vegna minniháttarmeiðsla.mynd/genclerbirligiStuttur undirbúningur fyrir fyrsta leik Aðeins eru fimmtán dagar í fyrsta leik og mögulega hefur Ragnar ákveðið að taka slaginn með landsliðinu vegna þess hve lítinn tíma nýr landsliðsþjálfari hefur til að gera breytingar á liðinu. Ragnar hefur spilað við hlið Kára Árnasonar í hjarta íslensku varnarinnar undanfarin ár. Kári, sem er á 36. aldursári, taldi eftir HM að líklega hefði hann spilað sinn síðasta landsleik. Hann sagðist þó vera klár í að spila meira ef kallið kæmi. Samkvæmt heimildum Vísis er Kári einnig í fyrsta hópi Hamrén. Fyrir liggur að framherjinn Alfreð Finnbogason er ekki til taks vegna meiðsla. Þá er óvíst um þátttöku Arons Einars Gunnarssonar sem ekki hefur spilað með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð.Bein útsending verður á Vísi frá blaðamannafundi Erik Hamrén í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Útsendingin hefst með upphitun klukkan 13 og klukkan 13:15 tekur Hamrén við og kynnir hópinn sinn.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira