Bifhjólamenn þurfa að forskrá sig á Ljósanótt Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. ágúst 2018 06:00 Bifhjólaklúbburinn Ernir býr sig undir hópakstur á Ljósanótt í fyrra. Skiptar skoðanir eru meðal meðlima Arna Bifhjólaklúbbs Suðurnesja um þá kröfu lögreglu að þeir skrái sig með nafni, kennitölu og skráningarnúmeri hjóls ætli þeir að taka þátt í hópakstri á Ljósanótt. Á opinni Facebook-síðu klúbbsins segjast nokkrir félagar ekki ætla að taka þátt vegna þessara krafna. Velta þeir fyrir sér hvort framkvæmdin standist kröfur um persónuvernd. Óskar Húnfjörð, formaður Arna, segir stjórnina hafa ákveðið að sýna þessum kröfum skilning. „Lögreglan er bara að vinna sína vinnu. Okkur var í raun ekki gefinn neinn annar kostur en persónulega finnst mér þetta ekki neinar ofurkröfur.“ Hann óttast þó að þetta muni draga úr þátttökunni, bæði vegna óánægju félaga en einnig vegna þess að gestir viti ekki af þessu fyrirkomulagi. „Við höfum staðið fyrir þessum hópakstri frá upphafi Ljósanætur. Það hafa verið á bilinu 200 til 400 þátttakendur en það fer svolítið eftir veðri. Þarna kemur mikið af bifhjólafólki úr öðrum klúbbum á suðvesturhorninu. Þetta er einn af föstu viðburðunum sem hjólafólk stólar á.“ Að sögn Óskars ákveða margir að taka þátt á síðustu stundu, oft með tilliti til veðurs. „Ég óttast aðeins hvað við eigum að gera þegar félagar okkar mæta á svæðið og hafa ekki skráð sig. Plan b er að fara aðra leið. Þessar kröfur eru bundnar við keyrslu eins til tveggja kílómetra kafla í gegnum mannfjöldann.“ Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir Óskar segir það stóran þátt í hátíðarhöldum Ljósanætur þegar klúbburinn Ernir mæti með gesti sína og keyri í gegnum bæinn. Fyrir Erni hafi þetta hins vegar meiri þýðingu en bara akstur þennan stutta spotta. „Hér er fólk úr öllum klúbbum að hittast og við tökum sameiginlegan rúnt um Reykjanesið.“ Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að farið hafi verið yfir verklag síðasta árs og áhættumat gert. Verið sé að herða á öryggisreglum sem felist meðal annars í því að umferð um hátíðarsvæðið verði takmörkuð. „Þessar hertu reglur eru í raun afleiðingar af breyttum veruleika í heiminum.“ Varðandi kröfur um að skrá þurfi þátttöku fyrirfram segir hann að sú ákvörðun hafi verið tekin í samráði við Fornbílaklúbbinn sem stendur einnig fyrir hópakstri. Hann segist treysta á gott samstarf við bifhjólamenn og ökumenn fornbílanna. „Bifhjólin fylgja með í því. Við verðum að hafa jafnræðissjónarmið í heiðri. Við teljum þetta ekki vera persónuverndarmál. Það er lítið mál fyrir okkur að sjá skráðan eiganda þegar við sjáum bílana og hjólin koma.“ Birtist í Fréttablaðinu Persónuvernd Samgöngur Ljósanótt Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal meðlima Arna Bifhjólaklúbbs Suðurnesja um þá kröfu lögreglu að þeir skrái sig með nafni, kennitölu og skráningarnúmeri hjóls ætli þeir að taka þátt í hópakstri á Ljósanótt. Á opinni Facebook-síðu klúbbsins segjast nokkrir félagar ekki ætla að taka þátt vegna þessara krafna. Velta þeir fyrir sér hvort framkvæmdin standist kröfur um persónuvernd. Óskar Húnfjörð, formaður Arna, segir stjórnina hafa ákveðið að sýna þessum kröfum skilning. „Lögreglan er bara að vinna sína vinnu. Okkur var í raun ekki gefinn neinn annar kostur en persónulega finnst mér þetta ekki neinar ofurkröfur.“ Hann óttast þó að þetta muni draga úr þátttökunni, bæði vegna óánægju félaga en einnig vegna þess að gestir viti ekki af þessu fyrirkomulagi. „Við höfum staðið fyrir þessum hópakstri frá upphafi Ljósanætur. Það hafa verið á bilinu 200 til 400 þátttakendur en það fer svolítið eftir veðri. Þarna kemur mikið af bifhjólafólki úr öðrum klúbbum á suðvesturhorninu. Þetta er einn af föstu viðburðunum sem hjólafólk stólar á.“ Að sögn Óskars ákveða margir að taka þátt á síðustu stundu, oft með tilliti til veðurs. „Ég óttast aðeins hvað við eigum að gera þegar félagar okkar mæta á svæðið og hafa ekki skráð sig. Plan b er að fara aðra leið. Þessar kröfur eru bundnar við keyrslu eins til tveggja kílómetra kafla í gegnum mannfjöldann.“ Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir Óskar segir það stóran þátt í hátíðarhöldum Ljósanætur þegar klúbburinn Ernir mæti með gesti sína og keyri í gegnum bæinn. Fyrir Erni hafi þetta hins vegar meiri þýðingu en bara akstur þennan stutta spotta. „Hér er fólk úr öllum klúbbum að hittast og við tökum sameiginlegan rúnt um Reykjanesið.“ Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að farið hafi verið yfir verklag síðasta árs og áhættumat gert. Verið sé að herða á öryggisreglum sem felist meðal annars í því að umferð um hátíðarsvæðið verði takmörkuð. „Þessar hertu reglur eru í raun afleiðingar af breyttum veruleika í heiminum.“ Varðandi kröfur um að skrá þurfi þátttöku fyrirfram segir hann að sú ákvörðun hafi verið tekin í samráði við Fornbílaklúbbinn sem stendur einnig fyrir hópakstri. Hann segist treysta á gott samstarf við bifhjólamenn og ökumenn fornbílanna. „Bifhjólin fylgja með í því. Við verðum að hafa jafnræðissjónarmið í heiðri. Við teljum þetta ekki vera persónuverndarmál. Það er lítið mál fyrir okkur að sjá skráðan eiganda þegar við sjáum bílana og hjólin koma.“
Birtist í Fréttablaðinu Persónuvernd Samgöngur Ljósanótt Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira