Fótbolti

Sjáðu stórkostleg tilþrif hjá þessum ellefu ára strák

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ungur knattspyrnumaður lætur vaða á markið. Myndin tengist fréttinni þó ekki neitt.
Ungur knattspyrnumaður lætur vaða á markið. Myndin tengist fréttinni þó ekki neitt. Vísir/Getty
Danska félagið FC Nordsjælland á efnilegt krakkalið sem tryggði sér titil á dögunum.

Ellefu ára lið FC Nordsjælland vann þá Jægersborg bikarinn. Liðið tryggði sér sigurinn með sannfærandi 7-0 sigri á Dragør BK í úrslitaleiknum.

Það var vissulega nóg af mörkum í úrslitaleiknum en það er þó eitt þeirra sem hefur vakið heimsathygli sem er nokkuð gott hjá ellefu ára strák í unglingamóti.

Það er samt ekkert skrýtið þótt að mark stráksins fari nú um netið eins og eldur í sinu.

Danski strákurinn sýndi nefnilega stórkostleg tilþrif áður en hann þrumaði knettinum í mark Dragør.

Strákurinn lyftir boltanum á magnaðan hátt yfir varnarmann og markvörðurinn á síðan engan möguleika á að verja fast viðstöðulaust skot hans.

Markið hans má sjá hér fyrir neðan af Twitter-síðu FC Nordsjælland.





Ellefu ára lið Nordsjælland lék fjóra leiki á mótinu og vann þá alla. Markatalan var 22-1. Liðið vann undanúrslitaleikinn á móti Lyngby Boldklub 4-0.

Það fylgir ekki sögunni hvað strákurinn heitir eða hvað hann skoraði mörg mörk í úrslitaleiknum eða mótinu. Það þarf aftur á móti ekki að koma á óvart ef hann nær langt í fótboltanum í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×