Fallegur fótbolti FH skilar ekki mörgum stigum Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. ágúst 2018 14:00 Ólafur Kristjánsson lætur liðið sitt spila góðan bolta en það hefur ekki skilað mörgum stigum í sumar. vísir/bára FH, sem nánast hefur drottnað yfir efstu deild karla í fótbolta undanfarin fimmtán ár, hefur verið í basli í sumar eftir eftir miklar breytingar á leikmannahópnum og þjálfaraskipti. Ólafur Kristjánsson tók við síðasta haust eftir tíu ára valdasetu Heimis Guðjónssonar en liðið er í fimmta sæti með 24 stig, ellefu stigum frá toppnum og þremur stigum frá Evrópusæti þegar að fimm umferðir eru eftir. Ólafur viðurkenndi í Pepsi-mörkunum að verkefnið með FH væri stærra en að hann gerði sér grein fyrir og berst hann nú með kjafti og klóm fyrir því að komast í Evrópu. FH hefur verið í Evrópukeppni árlega frá því 2003.Mest með boltann FH er í basli með varnarleikinn en liðið er búið að fá á sig 25 mörk í 17 leikjum, þar af tólf mörk úr föstum leikatriðum. Á sama tíma er liðið „aðeins“ búið að skora 25 mörk sem er sex færri mörkum en topplið Vals er búið að skora. Það vantar samt ekkert upp á það að FH reyni að spila góðan fótbolta og Instat-tölfræðin sem heldur utan um Pepsi-deildina sannar það. Þar toppar FH nánast alla lista yfir sendingar en það gengur ekki alveg nógu vel að skora. FH er mest allra liða með boltann í deildinni en það er með boltann að meðaltali í 31 mínútu og 24 sekúndur í leik og er með 57 prósent „possession“. Næsta lið er Valur með 55 prósent en það heldur boltanum í 30 mínútur og 21 sekúndu að meðaltali í leik. Þetta eru einu liðin sem eru með boltann innan sinna raða í rúman hálftíma í hverjum leik. FH gefur flestar sendingarnar í deildinni en liðið klárar 449 slíkar af 551 að meðaltali í leik eða 81 prósent allra sendinga sinna. Valur og Breiðablik klára einnig 81 prósent sendinga sinna í hverjum leik en eru með færri heppnaðar og færri tilraunir.instatBoltinn á grasinu Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar reyna einnig hvað helst að halda boltanum á grasinu. Meðallengd sendinga FH í hverjum leik eru 18,6 metrar en það er eina liðið sem er undir 20 að meðaltali. Fylkir toppar þann lista með 22,4 metra. FH-ingar gefa einnig langfæstar langar sendingar. Þeir reyna 34 slíkar að meðaltali í leik og klára 20 og eru eina liðið undir fjörutíu tilraunum. Fylkir og ÍBV reynir yfir 50 langar sendingar í leik. FH-liðið færir boltann einnig hraðast á milli manna. Það gefur 14,2 sendingar að meðaltali í hverri sendingalotu en Valsmenn koma þar rétt á eftir með 14,1. Þá hafa FH-ingar bæði reynt flestar (18) og klárað flestar (9) lykilsendingar í deildinni. Þegar kemur svo að því að koma boltanum í netið er aðeins rifið í handbremsuna hjá FH-ingum sem hitta markið 5,4 sinnum að meðaltali í leik í 14,1 skoti. FH skapar sér næstflest færi eða sjö talsins í hverjum leik en nýtir aðeins 1,4 af þeim sem gerir nýtingu upp á 19 prósent. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir KA-menn með allt á hreinu á föstu leikatriðum Lærisveinar Túfa skora mest úr föstum leikatriðum og fá á sig næstfæst. 23. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
FH, sem nánast hefur drottnað yfir efstu deild karla í fótbolta undanfarin fimmtán ár, hefur verið í basli í sumar eftir eftir miklar breytingar á leikmannahópnum og þjálfaraskipti. Ólafur Kristjánsson tók við síðasta haust eftir tíu ára valdasetu Heimis Guðjónssonar en liðið er í fimmta sæti með 24 stig, ellefu stigum frá toppnum og þremur stigum frá Evrópusæti þegar að fimm umferðir eru eftir. Ólafur viðurkenndi í Pepsi-mörkunum að verkefnið með FH væri stærra en að hann gerði sér grein fyrir og berst hann nú með kjafti og klóm fyrir því að komast í Evrópu. FH hefur verið í Evrópukeppni árlega frá því 2003.Mest með boltann FH er í basli með varnarleikinn en liðið er búið að fá á sig 25 mörk í 17 leikjum, þar af tólf mörk úr föstum leikatriðum. Á sama tíma er liðið „aðeins“ búið að skora 25 mörk sem er sex færri mörkum en topplið Vals er búið að skora. Það vantar samt ekkert upp á það að FH reyni að spila góðan fótbolta og Instat-tölfræðin sem heldur utan um Pepsi-deildina sannar það. Þar toppar FH nánast alla lista yfir sendingar en það gengur ekki alveg nógu vel að skora. FH er mest allra liða með boltann í deildinni en það er með boltann að meðaltali í 31 mínútu og 24 sekúndur í leik og er með 57 prósent „possession“. Næsta lið er Valur með 55 prósent en það heldur boltanum í 30 mínútur og 21 sekúndu að meðaltali í leik. Þetta eru einu liðin sem eru með boltann innan sinna raða í rúman hálftíma í hverjum leik. FH gefur flestar sendingarnar í deildinni en liðið klárar 449 slíkar af 551 að meðaltali í leik eða 81 prósent allra sendinga sinna. Valur og Breiðablik klára einnig 81 prósent sendinga sinna í hverjum leik en eru með færri heppnaðar og færri tilraunir.instatBoltinn á grasinu Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar reyna einnig hvað helst að halda boltanum á grasinu. Meðallengd sendinga FH í hverjum leik eru 18,6 metrar en það er eina liðið sem er undir 20 að meðaltali. Fylkir toppar þann lista með 22,4 metra. FH-ingar gefa einnig langfæstar langar sendingar. Þeir reyna 34 slíkar að meðaltali í leik og klára 20 og eru eina liðið undir fjörutíu tilraunum. Fylkir og ÍBV reynir yfir 50 langar sendingar í leik. FH-liðið færir boltann einnig hraðast á milli manna. Það gefur 14,2 sendingar að meðaltali í hverri sendingalotu en Valsmenn koma þar rétt á eftir með 14,1. Þá hafa FH-ingar bæði reynt flestar (18) og klárað flestar (9) lykilsendingar í deildinni. Þegar kemur svo að því að koma boltanum í netið er aðeins rifið í handbremsuna hjá FH-ingum sem hitta markið 5,4 sinnum að meðaltali í leik í 14,1 skoti. FH skapar sér næstflest færi eða sjö talsins í hverjum leik en nýtir aðeins 1,4 af þeim sem gerir nýtingu upp á 19 prósent.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir KA-menn með allt á hreinu á föstu leikatriðum Lærisveinar Túfa skora mest úr föstum leikatriðum og fá á sig næstfæst. 23. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
KA-menn með allt á hreinu á föstu leikatriðum Lærisveinar Túfa skora mest úr föstum leikatriðum og fá á sig næstfæst. 23. ágúst 2018 12:00