Íslenski boltinn

KA-menn með allt á hreinu á föstu leikatriðum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
KA-menn eru frábærir í föstum leikatriðum en FH er í basli.
KA-menn eru frábærir í föstum leikatriðum en FH er í basli. vísir/Bára
Þegar 17 umferðum er lokið í Pepsi-deild karla í fótbolta eru það KA-menn frá Akureyri sem tróna á toppnum. Ekki í deildinni heldur í tölfræðinni yfir mörk skoruð úr föstum leikatriðum.

KA er búið að skora fest mörk allra liða úr föstum leikatriðum eða þrettán talsins, þar af átta eftir hornspyrnur sem eru mjög öflugt vopn hjá liðinu. Þrjú hafa komið eftir aukaspyrnu inn á teiginn og tvö úr vítaspyrnum.

Norðanmenn eru ekki bara sterkir í vítateig andstæðinganna heldur verjast þeir föstum leikatriðum líka mjög vel. Þeir eru í næstneðsta sæti yfir mörk fengin á sig (4) úr föstum leikatriðum á eftir ÍBV og Val (3).

Tvö markanna á KA-menn úr föstum leikatriðum hafa komið úr vítum sem erfitt er að verjast og því hafa KA-menn í raun aðeins þurft að hirða boltann úr netinu tvisvar sinnum eftir fast leikatriði þar sem að liðið fékk tækifæri til að verjast, samkvæmt tölfræði Instat.

Stjarnan er í öðru sæti yfir flest mörk skoruð úr föstum leikatriðum. Garðbæingar eru með ellefu mörk en þar af sex úr vítaspyrnum. Víkingar hafa einnig skorað ellefu (4 úr vítum) og Valsmenn eru með tíu mörk og sömuleiðis fjögur úr vítaspyrnum.

Fjölnismenn hafa fengið á sig flest mörk úr föstum leikatriðum eða þrettán mörk, þar af þrjú úr vítum en Fylkir er í öðru sæti með tólf mörk á sig og þar af þrjú úr vítaspyrnum.

FH-ingar hafa átt í miklu basli með að verjast föstum leikatriðum en þeir eru búnir að fá á sig tólf mörk, þar af fimm úr hornum og aðeins eitt úr vítaspyrnum.

instat
instat



Fleiri fréttir

Sjá meira


×