Sjáðu unga knattspyrnukonu spyrja reynda landsliðskonu spjörunum úr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2018 11:30 Hallbera Guðný Gísladóttir. og Ída Marín Hermannsdóttir Mynd/Skjámynd/Landsbankinn Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei verið svona nálægt því að komast á heimsmeistaramótið. Liðið getur tryggt sér HM-sæti með sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum 1. september næstkomandi. Íslensku landsliðskonurnar hafa sett stefnuna á það að fylla Laugardalsvöllinn og ein af þeim sem hefur tekið að sér að kynna leikinn og liðið fyrir Íslendingum er hin margreynda Hallbera Guðný Gísladóttir. Landsbankinn fékk Hallberu til að segja aðeins frá landsliðinu, leiknum mikilvæga og hvaða ráð hún gefur ungum knattspyrnukonum sem ætla sér að ná langt á knattspyrnuvellinum eins og hún. Ein af okkar ungu og efnilegu fótboltakonum, Ída Marín Hermannsdóttir úr sautján ára 117 landsliðinu, fékk að setjast niður með landsliðskonunni Hallberu Guðnýju Gísladóttur og spyrja hana um fótboltann og um góð ráð fyrir upprennandi knattspyrnufólk. Ída Marín Hermannsdóttir er heldur betur með landsliðið í blóðinu því faðir hennar, Hermann Hreiðssson lék 89 landsleiki á sínum tíma og móðir hennar Ragna Lóa Stefánsdóttir lék 34 landsleiki. Saman léku því foreldrar hennar 123 A-landsleiki og skoruðu í þeim sjö mörk. En af hverju er landsleikurinn við Þýskaland 1. september svona mikilvægur? „Ég held að þessi leikur verði klárlega einn af stærstu leikjunum sem ég hef spilað. Þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem kvennalandsliðið á raunhæfan möguleika á að fara á heimsmeistaramótið. Við erum auðvitað búin að fara á Evrópumeistaramótið en það er erfiðara að komast á heimsmeistaramótið. Það myndi veita okkur þvílíkt mikinn stuðning að fá fullan völl,“ sagði Hallbera. Hallbera segir að íslensku stelpurnar séu að fara að mæta einu besta liði í heimi og þá er gott að eiga tólft og þrettánda manninn í stúkunni. „Að mínu mati er gríðarlega mikilvægt að fá stuðning úr stúkunni. Ég hef upplifað að spila bæði fyrir hálftómum velli og svo næstum því fullum velli og það er mikill munur. Á móti liði eins og Þýskalandi, sem er eitt besta lið í heimi, þurfum við á sem allra flestum að halda. Og það væri auðvitað draumur að spila fyrir fullum Laugardalsvelli,“ sagði Hallbera og bætti við: „Við fundum það vel á EM hvað það skiptir miklu máli að heyra í íslensku áhorfendunum. Það er tilfinning sem erfitt er að lýsa. Maður fær bara gæsahúð af að hugsa um það,“ sagði Hallbera. Það má lesa allt viðtalið við hana hér eða sjá það hér fyrir neðan. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei verið svona nálægt því að komast á heimsmeistaramótið. Liðið getur tryggt sér HM-sæti með sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum 1. september næstkomandi. Íslensku landsliðskonurnar hafa sett stefnuna á það að fylla Laugardalsvöllinn og ein af þeim sem hefur tekið að sér að kynna leikinn og liðið fyrir Íslendingum er hin margreynda Hallbera Guðný Gísladóttir. Landsbankinn fékk Hallberu til að segja aðeins frá landsliðinu, leiknum mikilvæga og hvaða ráð hún gefur ungum knattspyrnukonum sem ætla sér að ná langt á knattspyrnuvellinum eins og hún. Ein af okkar ungu og efnilegu fótboltakonum, Ída Marín Hermannsdóttir úr sautján ára 117 landsliðinu, fékk að setjast niður með landsliðskonunni Hallberu Guðnýju Gísladóttur og spyrja hana um fótboltann og um góð ráð fyrir upprennandi knattspyrnufólk. Ída Marín Hermannsdóttir er heldur betur með landsliðið í blóðinu því faðir hennar, Hermann Hreiðssson lék 89 landsleiki á sínum tíma og móðir hennar Ragna Lóa Stefánsdóttir lék 34 landsleiki. Saman léku því foreldrar hennar 123 A-landsleiki og skoruðu í þeim sjö mörk. En af hverju er landsleikurinn við Þýskaland 1. september svona mikilvægur? „Ég held að þessi leikur verði klárlega einn af stærstu leikjunum sem ég hef spilað. Þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem kvennalandsliðið á raunhæfan möguleika á að fara á heimsmeistaramótið. Við erum auðvitað búin að fara á Evrópumeistaramótið en það er erfiðara að komast á heimsmeistaramótið. Það myndi veita okkur þvílíkt mikinn stuðning að fá fullan völl,“ sagði Hallbera. Hallbera segir að íslensku stelpurnar séu að fara að mæta einu besta liði í heimi og þá er gott að eiga tólft og þrettánda manninn í stúkunni. „Að mínu mati er gríðarlega mikilvægt að fá stuðning úr stúkunni. Ég hef upplifað að spila bæði fyrir hálftómum velli og svo næstum því fullum velli og það er mikill munur. Á móti liði eins og Þýskalandi, sem er eitt besta lið í heimi, þurfum við á sem allra flestum að halda. Og það væri auðvitað draumur að spila fyrir fullum Laugardalsvelli,“ sagði Hallbera og bætti við: „Við fundum það vel á EM hvað það skiptir miklu máli að heyra í íslensku áhorfendunum. Það er tilfinning sem erfitt er að lýsa. Maður fær bara gæsahúð af að hugsa um það,“ sagði Hallbera. Það má lesa allt viðtalið við hana hér eða sjá það hér fyrir neðan.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira