Stefnir á að vera innan við 100 klukkustundir Benedikt Bóas skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Eiríkur Ingi segir að það skipti öllu máli að vera með góða styrktaraðila með sér í þessu ævintýri til að hugurinn sé rólegri. Hann er með marga góða með sér í liði en þeir mættu vera fleiri svo draumurinn um að mæta Strasser í Bandaríkjunum á næsta ári geti ræst. Fréttablaðið/Eyþór „Ég er að fara út til að vinna. Auðvitað er fyrsta markmið að klára en ég fer út til að vinna og að slá brautarmetið,“ segir Eiríkur Ingi Jóhannsson, hjólreiðagarpur með meiru. Eiríkur er að fara á morgun til Írlands að keppa í Race Around Ireland sem er rúmlega 2.200 kílómetra leið. Hann ætlar sér að verða innan við 100 klukkutíma að fara þennan hring. Brautarmetið á sjálfur Christoph Strasser, margfaldur heimsmeistari í ofurmaraþonum hjólreiðanna. Hann hefur meðal annars unnið Race Across America fimm sinnum. Strasser kom í mark árið 2013 á 93 klukkustundum og 16 mínútum og var með meðalhraða upp á 23,69 km/klst. Það met ætlar Eiríkur að slá. „Ég er ekki í besta formi heims. En það gekk vel í WOW í sumar en þetta fer eftir veðri og hvernig maður kemst í gang. Markmiðið er allavega að koma fyrstur í mark.“Eiríkur bætti brautarmetið í WOW Cyclothon í ár. Fréttablaðið/Hanna„Ég fór í fyrra í þessa keppni og þá var ég í engu formi og var illa sofinn áður en ég lagði af stað. Í fyrra vildi ég klára og ná í reynslu og var ekkert stressaður með hvar ég endaði. Liðið mitt er að fara núna á tveimur bílum í staðinn fyrir að vera á einum eins og síðast. Það var í fyrsta sinn í sögu keppninnar sem einhver hefur klárað með því að vera með lið í einum bíl enda ekkert grín að vera í bíl í fimm daga.“ Þess má geta að Eiríkur bætti brautarmetið í WOW Cyclothoni í sumar um sex klukkustundir. „Núna er lítið um æfingar, bara að teygja og liðka sig og ná bólgum út. Svo er verið að græja ljós til að rata í myrkrinu og að ég haldist betur vakandi á nóttunni. Það verður í fyrsta skipti sem ég prófa það.“Eins og áður segir er Christoph Strasser kóngurinn í þessum ofurhjólreiðum og vill Eiríkur mæta honum á næsta ári í Race Across America. „Ég á nóg inni. Ég er þungur, þarf að létta mig og þá er ég farinn að hjóla hraðar og ég er ekki búinn að toppa mig – langt frá því. Hann er búinn að vinna Ameríkuhjólreiðarnar fimm sinnum og ætlar að ná í sjötta titilinn á næsta ári og ég veit að hann mun verða í besta formi lífs síns. Hann hefur ekki haft neina samkeppni í ár og ég vona að það verði ég sem veiti honum hana. Það er markmiðið.“ Hægt er að fylgjast með ævintýrum Eiríks hér. Birtist í Fréttablaðinu Hjólreiðar Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
„Ég er að fara út til að vinna. Auðvitað er fyrsta markmið að klára en ég fer út til að vinna og að slá brautarmetið,“ segir Eiríkur Ingi Jóhannsson, hjólreiðagarpur með meiru. Eiríkur er að fara á morgun til Írlands að keppa í Race Around Ireland sem er rúmlega 2.200 kílómetra leið. Hann ætlar sér að verða innan við 100 klukkutíma að fara þennan hring. Brautarmetið á sjálfur Christoph Strasser, margfaldur heimsmeistari í ofurmaraþonum hjólreiðanna. Hann hefur meðal annars unnið Race Across America fimm sinnum. Strasser kom í mark árið 2013 á 93 klukkustundum og 16 mínútum og var með meðalhraða upp á 23,69 km/klst. Það met ætlar Eiríkur að slá. „Ég er ekki í besta formi heims. En það gekk vel í WOW í sumar en þetta fer eftir veðri og hvernig maður kemst í gang. Markmiðið er allavega að koma fyrstur í mark.“Eiríkur bætti brautarmetið í WOW Cyclothon í ár. Fréttablaðið/Hanna„Ég fór í fyrra í þessa keppni og þá var ég í engu formi og var illa sofinn áður en ég lagði af stað. Í fyrra vildi ég klára og ná í reynslu og var ekkert stressaður með hvar ég endaði. Liðið mitt er að fara núna á tveimur bílum í staðinn fyrir að vera á einum eins og síðast. Það var í fyrsta sinn í sögu keppninnar sem einhver hefur klárað með því að vera með lið í einum bíl enda ekkert grín að vera í bíl í fimm daga.“ Þess má geta að Eiríkur bætti brautarmetið í WOW Cyclothoni í sumar um sex klukkustundir. „Núna er lítið um æfingar, bara að teygja og liðka sig og ná bólgum út. Svo er verið að græja ljós til að rata í myrkrinu og að ég haldist betur vakandi á nóttunni. Það verður í fyrsta skipti sem ég prófa það.“Eins og áður segir er Christoph Strasser kóngurinn í þessum ofurhjólreiðum og vill Eiríkur mæta honum á næsta ári í Race Across America. „Ég á nóg inni. Ég er þungur, þarf að létta mig og þá er ég farinn að hjóla hraðar og ég er ekki búinn að toppa mig – langt frá því. Hann er búinn að vinna Ameríkuhjólreiðarnar fimm sinnum og ætlar að ná í sjötta titilinn á næsta ári og ég veit að hann mun verða í besta formi lífs síns. Hann hefur ekki haft neina samkeppni í ár og ég vona að það verði ég sem veiti honum hana. Það er markmiðið.“ Hægt er að fylgjast með ævintýrum Eiríks hér.
Birtist í Fréttablaðinu Hjólreiðar Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira