Stelpurnar og Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari hafa kallað eftir því að fá fullan völl í fyrsta sinn á kvennalandsleik og fyrstu fréttir af miðasölunni eru góðar.
Knattspyrnusamband Íslands segir frá á Twitter að miðasalan á kvennalandsleiks hafi aldrei farið eins vel og stað og fyrir Þýskalandsleikinn.
Miðasala á leiki A landsliðs kvenna hefur aldrei farið eins vel af stað og núna.
Tryggðu þér miða sem fyrst!
Fyllum völlinn!#dottir#fyririslandhttps://t.co/2BvMlUgtt0pic.twitter.com/bTszL6ayAD
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 22, 2018
Leikur Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2019 fer fram á Laugardalsvellinum klukkan 15.00 laugardaginn 1. september.
Íslenska liðið vann eftirminnilegan sigur í Þýskalandi í fyrri leiknum og tryggir sig inn á HM með því að vinna þennan leik. Jafntefli gæfi tækifæri á því að tryggja sig inn á HM með sigri á Tékkum þremur dögum síðar.
Þýska landsliðið er hins vegar eitt það besta í heimi og verkefnið gæti varla verið meira krefjandi. Að fá sært þýskt lið í heimsókn staðráðið í að bjarga andlitinu og halda HM-draum sínum á lífi.
Þær fréttir af margir ætli að mæta í Laugardalinn til að styðja stelpurnar okkar eru því mikið gleðiefni fyrir liðið nú þegar stelpurnar leggjast í lokaundirbúninginn fyrir þennan mikilvæga leik. Fullur Laugardalsvöllur gæti hjálpað þeim að skrifa nýjan kafla í knattspyrnusögu Íslands.