Óli Kristjáns í Pepsimörkunum: „FH verður áfram til þó það nái ekki Evrópu“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 13:30 FH-ingar fagna marki gegn Fylki á sunnudaginn vísir/bára Ólafur Kristjánsson tók við þjálfun FH í haust af Heimi Guðjónssyni. FH-liðið hefur ekki staðið undir væntingum í sumar og er í harðri baráttu um að ná Evrópusæti. FH er að gangast undir ýmsar breytingar og með innkomu Ólafs varð mikil hreyfing á leikmannahópnum. Ólafur var sérstakur gestur Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport í gærkvöld og þar var tekinn saman listi yfir alla þá nýju leikmenn sem Ólafur fékk til félagsins en þeir eru 12 talsins.S2 Sport„Þetta er langur listi en það voru líka leikmenn sem fóru. Ég held ég hafi tekið það saman og það voru einhverjir 10 eða 11 leikmenn sem fóru frá félaginu,“ sagði Ólafur. „Leikmenn sem höfðu spilað marga leiki; Kassim Doumbia, Bergsveinn, Böðvar, Emil Pálsson, Kristján Flóki og Guðmundur Karl, bara til að nefna nokkra. Við þurftum að bregðast við því.“ FH gæti misst af Evrópusæti í fyrsta skipti í fimmtán ár í haust. Liðið er þremur stigum á eftir KR í fjóðra sætinu þegar bæði lið eiga eftir fimm leiki. „FH verður áfram til sem félag þó það komist ekki í Evrópukeppni, þó það hafi ekki gerst í langan tíma.“ „Það sem við FH-ingar stöndum frammi fyrir er það að við þurfum að horfast í augu við þær áskoranir sem við höfum og við þurfum að vera svolítið heiðarlegir.“Ólafur hefur átt erfitt uppdráttar með lið FH í sumarvísir/bára„Það eru fimm uppaldir leikmenn í FH. Fjórir þeirra eru 30 ára eða eldri.“ Um helgina voru teknar fyrstu skóflustungurnar að nýju knatthúsi sem á að byggja á svæði FH í Hafnarfirðinum. Ólafur sagði aðstöðu FH eins og hún er í dag ekki vera eins góða eins og hjá sumumm öðrum félögum í deildinni. „Aðstaðan, Risinn og Dvergurinn, þó þau séu ágætis hús þá eru þau ekki af fullri stærð. Það eru margir sem halda að þetta sé afsökun en þegar ég fer að hugsa afhverju fyrirgjafir, spilið inn í teig og annað, er ekki betra en raun ber vitni, þá horfi ég á það að sex mánuði á ári þá æfum við í húsi þar sem er ekki hægt að fara út í breidd og gefa fyrir svo það er kannski ekki skrítið að það hökti aðeins.“ „Við skulum vona að mönnum endist líf og heilsa til þess að fá fleiri stig áður en að húsið kemur,“ sagði Ólafur Kristjánsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira
Ólafur Kristjánsson tók við þjálfun FH í haust af Heimi Guðjónssyni. FH-liðið hefur ekki staðið undir væntingum í sumar og er í harðri baráttu um að ná Evrópusæti. FH er að gangast undir ýmsar breytingar og með innkomu Ólafs varð mikil hreyfing á leikmannahópnum. Ólafur var sérstakur gestur Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport í gærkvöld og þar var tekinn saman listi yfir alla þá nýju leikmenn sem Ólafur fékk til félagsins en þeir eru 12 talsins.S2 Sport„Þetta er langur listi en það voru líka leikmenn sem fóru. Ég held ég hafi tekið það saman og það voru einhverjir 10 eða 11 leikmenn sem fóru frá félaginu,“ sagði Ólafur. „Leikmenn sem höfðu spilað marga leiki; Kassim Doumbia, Bergsveinn, Böðvar, Emil Pálsson, Kristján Flóki og Guðmundur Karl, bara til að nefna nokkra. Við þurftum að bregðast við því.“ FH gæti misst af Evrópusæti í fyrsta skipti í fimmtán ár í haust. Liðið er þremur stigum á eftir KR í fjóðra sætinu þegar bæði lið eiga eftir fimm leiki. „FH verður áfram til sem félag þó það komist ekki í Evrópukeppni, þó það hafi ekki gerst í langan tíma.“ „Það sem við FH-ingar stöndum frammi fyrir er það að við þurfum að horfast í augu við þær áskoranir sem við höfum og við þurfum að vera svolítið heiðarlegir.“Ólafur hefur átt erfitt uppdráttar með lið FH í sumarvísir/bára„Það eru fimm uppaldir leikmenn í FH. Fjórir þeirra eru 30 ára eða eldri.“ Um helgina voru teknar fyrstu skóflustungurnar að nýju knatthúsi sem á að byggja á svæði FH í Hafnarfirðinum. Ólafur sagði aðstöðu FH eins og hún er í dag ekki vera eins góða eins og hjá sumumm öðrum félögum í deildinni. „Aðstaðan, Risinn og Dvergurinn, þó þau séu ágætis hús þá eru þau ekki af fullri stærð. Það eru margir sem halda að þetta sé afsökun en þegar ég fer að hugsa afhverju fyrirgjafir, spilið inn í teig og annað, er ekki betra en raun ber vitni, þá horfi ég á það að sex mánuði á ári þá æfum við í húsi þar sem er ekki hægt að fara út í breidd og gefa fyrir svo það er kannski ekki skrítið að það hökti aðeins.“ „Við skulum vona að mönnum endist líf og heilsa til þess að fá fleiri stig áður en að húsið kemur,“ sagði Ólafur Kristjánsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira