Íslenski boltinn

Gústi Gylfa: Valsmenn ekki eins góðir og þeir halda

Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Kópavogsvelli skrifar
Ágúst Gylfason tók við Breiðabliki fyrir tímabilið
Ágúst Gylfason tók við Breiðabliki fyrir tímabilið vísir/bára
Breiðablik missti toppsætið í Pepsi deild karla til Valsmanna með 3-1 tapi fyrir Hlíðarendapiltum á Kópavogsvelli í kvöld. Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, sagði hans lið hafa átt eitthvað skilið úr leiknum.

„Leiðinlegt að tapa, það er langt síðan við töpuðum síðast og það er hundfúlt að tapa, eins og það er nú gaman að vinna,“ sagði Ágúst eftir leikinn.

„Valsararnir voru betri í við í fyrri hálfleik og skora tvö mörk, vont að fá þetta mark í lokin á fyrri hálfleiknum en það var bara eitt lið á vellinum hérna í seinni hálfleik og þeir voru skíthræddir.“

„Því miður fyrir okkur náðu þeir að skora og klára þessi þrjú stig en þetta var erfiður leikur.“

Breiðablik fékk nokkur dauðafæri í seinni hálfleik sem þeir hefðu þurft að nýta betur, sérstaklega í eins mikilvægum leik og þessum.

„Það var eins og menn væru að hvíla sig hérna í fyrri hálfeik, við náðum ekki að stíga upp og það var rólegt tempó á þessu. Svo hækkuðum við tempóið upp og þá tókum við yfir leikinn en það skilaði okkur engu í dag.“

„Þetta var eins og dagur og nótt þessi leikur fyrir okkur.“

„Seinni hálfleikurinn var góður og við sýndum karakter,“ sagði Gústi aðspurður hvað hann tæki helst úr leiknum. „Fúlt að tapa þessu í toppbaráttunni.“

„Valsararnir eru með gott lið en þeir eru ekki eins góðir og þeir halda,“ sagði Ágúst Gylfason.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×