Borga umsækjendum fyrir að hætta við Hersir Aron Ólafsson skrifar 20. ágúst 2018 20:00 Umsækjendur um alþjóðlega vernd sem draga umsókn sína til baka geta fengið allt að þúsund evra styrk frá íslenska ríkinu verði ný reglugerð að veruleika. Dómsmálaráðherra segir slíka styrki geta sparað ríkissjóði umtalsverða fjármuni til lengri tíma litið. Reglugerðin er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Dómsmálaráðherra segir um að ræða eðlilegan hluta samnings íslenska ríkisins við Alþjóðafólksflutningastofnunina svokölluðu, sem eftir atvikum aðstoðar við flutning umsækjenda úr landi. „Öll nágrannaríki okkar veita þessa styrki og þeir hafa bæði orðið þess valdandi að það er dregið úr kostnaði við brottvísun stuðlað að frjálsri heimför manna og það hefur verið sóst eftir þessu líka frá hælisleitendum þegar liggur fyrir að þeir fá ekki hæli,“ segir Sigríður.Allt að 125 þúsund krónur á núvirði Um er að ræða bæði ferðastyrk og svonefndar enduraðlögunarstyrk, sem ætlaður er til að aðstoða einstakling við að koma undir sig fótunum í fyrra heimaríki sínu. Einungis þeir sem koma frá tilteknum ríkjum eiga möguleika á styrknum, sem getur í heild numið allt að þúsund evrum á mann – eða um 125 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Sigríður segir um að ræða ríki sem erfitt sé fyrir íslensk yfirvöld að brottvísa fólki til, t.a.m. vegna skorts á samningum við þarlend stjórnvöld. „Við töldum rétt að hafa þarna líka einstaklinga sem falla undir Dyflinnarreglugerðina, kjósi þeir það, að snúa aftur til síns heima og ljúka þannig umsókn sinni hér í Evrópu,“ segir Sigríður.Ódýrara að borga fólki fyrir að fara Hún á ekki von á að veiting styrkja af þessu tagi verði til þess að fólk komi gagngert til landsins til að draga umsókn sína til baka og þiggja styrk. „Það er eitthvað sem við auðvitað skoðuðum sérstaklega og hvernig reynslan er í öðrum ríkjum, en með hliðsjón af því er fjárhæð styrksins ákveðin.“ Hún segir það ódýrara fyrir íslenska ríkið að greiða fólki styrk fyrir að fara úr landi, heldur en að það dvelji hér um einhverja hríð og bíði úrlausnar í sínum málum. „Styrkurinn er mishár eftir því um hvaða lönd er að ræða, en hann er svona helmingur á við þann kostnað sem ríkið þarf að bera við mánaðardvöl hælisleitanda sem dvelur hér alla jafna,“ segir Sigríður. Hælisleitendur Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Umsækjendur um alþjóðlega vernd sem draga umsókn sína til baka geta fengið allt að þúsund evra styrk frá íslenska ríkinu verði ný reglugerð að veruleika. Dómsmálaráðherra segir slíka styrki geta sparað ríkissjóði umtalsverða fjármuni til lengri tíma litið. Reglugerðin er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Dómsmálaráðherra segir um að ræða eðlilegan hluta samnings íslenska ríkisins við Alþjóðafólksflutningastofnunina svokölluðu, sem eftir atvikum aðstoðar við flutning umsækjenda úr landi. „Öll nágrannaríki okkar veita þessa styrki og þeir hafa bæði orðið þess valdandi að það er dregið úr kostnaði við brottvísun stuðlað að frjálsri heimför manna og það hefur verið sóst eftir þessu líka frá hælisleitendum þegar liggur fyrir að þeir fá ekki hæli,“ segir Sigríður.Allt að 125 þúsund krónur á núvirði Um er að ræða bæði ferðastyrk og svonefndar enduraðlögunarstyrk, sem ætlaður er til að aðstoða einstakling við að koma undir sig fótunum í fyrra heimaríki sínu. Einungis þeir sem koma frá tilteknum ríkjum eiga möguleika á styrknum, sem getur í heild numið allt að þúsund evrum á mann – eða um 125 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Sigríður segir um að ræða ríki sem erfitt sé fyrir íslensk yfirvöld að brottvísa fólki til, t.a.m. vegna skorts á samningum við þarlend stjórnvöld. „Við töldum rétt að hafa þarna líka einstaklinga sem falla undir Dyflinnarreglugerðina, kjósi þeir það, að snúa aftur til síns heima og ljúka þannig umsókn sinni hér í Evrópu,“ segir Sigríður.Ódýrara að borga fólki fyrir að fara Hún á ekki von á að veiting styrkja af þessu tagi verði til þess að fólk komi gagngert til landsins til að draga umsókn sína til baka og þiggja styrk. „Það er eitthvað sem við auðvitað skoðuðum sérstaklega og hvernig reynslan er í öðrum ríkjum, en með hliðsjón af því er fjárhæð styrksins ákveðin.“ Hún segir það ódýrara fyrir íslenska ríkið að greiða fólki styrk fyrir að fara úr landi, heldur en að það dvelji hér um einhverja hríð og bíði úrlausnar í sínum málum. „Styrkurinn er mishár eftir því um hvaða lönd er að ræða, en hann er svona helmingur á við þann kostnað sem ríkið þarf að bera við mánaðardvöl hælisleitanda sem dvelur hér alla jafna,“ segir Sigríður.
Hælisleitendur Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira