Skeljungur segir teljara í olíudæluskúr hafa gefið sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2018 05:59 Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs. Mynd/Skeljungur Fulltrúi Skeljungs segir að skoðað verði hið fyrsta hvers vegna teljari í olíudælaskúr við höfnina á Fáskrúðsfirði hafi gefið sig. Talið er að 1000-1500 lítrar af olíu hafi lekið í höfnina í gærkvöldi þegar teljarinn gaf sig. Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri skrifstofu- og samskiptasviðs segir ekki hægt að segja til með nákvæmum hætti hve margir lítrar af olíu láku í sjóinn. Fjallað var um slysið á Vísi í gærkvöldi en um tugur björgunarsveitarfólks frá Geisla á Fáskrúðsfirði komu að hreinsun olíu úr höfninni. Verið var að dæla olíu um borð í uppsjávarskipið Hoffell SU-80 þegar starfsmaður við dælingu fann óvenjumikla lykt og stöðvaði við það dælingu. „Þegar var tilkynnt til yfirvalda um slysið og allir tiltækir menn kallaðir til. Óskað var eftir aðstoð björgunarsveitarinnar á staðnum, Geisla, sem vann afar gott starf við að hefta útbreiðsu lekans. Bátar björgunarsveitarinnar slæddu olíuna af sjónum og söfnuðu í flekk sem síðan var soginn upp með dælubíl. Fljótt var þannig náð góðum tökum á útbreiðslu olíunnar og stjórn á ástandinu. Á sama tíma var ráðist í þrif í kringum dæluskúrinn. Afar góðar aðstæður voru til hreinsunarstarfs, þar sem veður var mjög gott á svæðinu, hægur andvari sem stóð inn fjörðinn, þurrt og bjart,“ segir Ingunn Agnes í tilkynningu frá Skeljungi. „Aðstæður verða yfirfarnar á nýjan leik þegar birtir á ný á morgun. Farið verður strax í að skoða hvers vegna teljarinn gaf sig. Ekki er sams konar teljari í notkun annars staðar hjá félaginu.“ Grétar Helgi Geirsson, formaður Björgunarsveitarinnar Geisla, sagði í samtali við Vísi að að óhappið hefði átt sér stað um klukkan sex að kvöldi. Settar voru út flotgirðingar til að hefta útbreiðslu olíunnar en girðingarnar drekka einnig í sig olíu. Þá er notast við niðurbrotsefni til að draga úr mengunarhættu. Orkumál Tengdar fréttir Vinna við að hreinsa 1.000 til 1.500 lítra af olíu úr höfninni á Fáskrúðsfirði Brugðust skjótt við og veðrið hjálpar til. 19. ágúst 2018 21:14 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Fulltrúi Skeljungs segir að skoðað verði hið fyrsta hvers vegna teljari í olíudælaskúr við höfnina á Fáskrúðsfirði hafi gefið sig. Talið er að 1000-1500 lítrar af olíu hafi lekið í höfnina í gærkvöldi þegar teljarinn gaf sig. Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri skrifstofu- og samskiptasviðs segir ekki hægt að segja til með nákvæmum hætti hve margir lítrar af olíu láku í sjóinn. Fjallað var um slysið á Vísi í gærkvöldi en um tugur björgunarsveitarfólks frá Geisla á Fáskrúðsfirði komu að hreinsun olíu úr höfninni. Verið var að dæla olíu um borð í uppsjávarskipið Hoffell SU-80 þegar starfsmaður við dælingu fann óvenjumikla lykt og stöðvaði við það dælingu. „Þegar var tilkynnt til yfirvalda um slysið og allir tiltækir menn kallaðir til. Óskað var eftir aðstoð björgunarsveitarinnar á staðnum, Geisla, sem vann afar gott starf við að hefta útbreiðsu lekans. Bátar björgunarsveitarinnar slæddu olíuna af sjónum og söfnuðu í flekk sem síðan var soginn upp með dælubíl. Fljótt var þannig náð góðum tökum á útbreiðslu olíunnar og stjórn á ástandinu. Á sama tíma var ráðist í þrif í kringum dæluskúrinn. Afar góðar aðstæður voru til hreinsunarstarfs, þar sem veður var mjög gott á svæðinu, hægur andvari sem stóð inn fjörðinn, þurrt og bjart,“ segir Ingunn Agnes í tilkynningu frá Skeljungi. „Aðstæður verða yfirfarnar á nýjan leik þegar birtir á ný á morgun. Farið verður strax í að skoða hvers vegna teljarinn gaf sig. Ekki er sams konar teljari í notkun annars staðar hjá félaginu.“ Grétar Helgi Geirsson, formaður Björgunarsveitarinnar Geisla, sagði í samtali við Vísi að að óhappið hefði átt sér stað um klukkan sex að kvöldi. Settar voru út flotgirðingar til að hefta útbreiðslu olíunnar en girðingarnar drekka einnig í sig olíu. Þá er notast við niðurbrotsefni til að draga úr mengunarhættu.
Orkumál Tengdar fréttir Vinna við að hreinsa 1.000 til 1.500 lítra af olíu úr höfninni á Fáskrúðsfirði Brugðust skjótt við og veðrið hjálpar til. 19. ágúst 2018 21:14 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Vinna við að hreinsa 1.000 til 1.500 lítra af olíu úr höfninni á Fáskrúðsfirði Brugðust skjótt við og veðrið hjálpar til. 19. ágúst 2018 21:14