Landsliðskonurnar geta ekki fengið sér ís án þess að Phil viti af því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2018 15:30 Phil Neville aðstoðar leikmann í miðjum leik en aðstoðardómarinn er ekki alveg sáttur við hann. Visir/Getty Phil Neville, þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta, ætlar sér að fylgjast mjög vel með lífi leikmanna sinna á meðan hann er landsliðsþjálfari. Neville hefur meðal annar stofnað 30 WhatsApp samtalshópa eða einn við hvern leikmann og ætlar með því að fá að vita um allt sem er í gangi hjá stelpunum utan vallar. Hinn 41 árs gamli Phil tók við enska landsliðinu í janúar og getur komið enska liðinu á HM í Frakklandi 2019 með sigri á Wales í dag. Markmið hans með þessari miklu virkni á samfélagsmiðlum er að byggja upp gott samband við leikmenn sína en hann er í bandi við þær á hverjum degi. „Mín stærsta áskorun er að vera ekki í sambandi við leikmenn. Við erum með 30 WhatsApp hópa, einn fyrir hvern leikmann, en ég sendi þeim líka einkaskilaboð,“ sagði Phil Neville við BBC."If they have an ice cream, I know about it." Phil Neville has set up 30 (thirty!) WhatsApp chats to keep tabs on his England players.https://t.co/bohF53GLMkpic.twitter.com/j4qHDBlR8b — BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2018„Þetta er eina leiðin til að vera í stöðugu sambandi við þær. Það er mikilvægt fyrir mig að vita um allt sem er í gangi hjá þeim. Þú verður að byggja upp gott samband við leikmennina þína,“ sagði Neville. „Fyrsta mánuðinn þá var ég kannski að senda eitt til tvö skilaboð á viku en núna tala ég við hvern einasta leikmann á hverjum einasta degi,“ sagði Neville. „Við erum búin að búa til þennan nýja kúltur innan liðsins og nú eru leikmennirnir meira að segja farnar að senda mér skilaboð af fyrra bragði,“ sagði Neville. Ensku landsliðskonunar komast heldur ekki upp með neinn feluleik. „Ég veit allt um þeirra líf. Ég þekki nöfn hundanna þeirra, ég þekki maka þeirra og ég veit ef þær fara í bíó. Ég veit að þetta er mikið að vera með 30 WhatsApp samtalshópa en fyrir vikið veit ég nákvæmlega hvað er í gangi. Ef þær fá sér ís þá mun ég vita af því,“ sagði Neville. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Phil Neville, þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta, ætlar sér að fylgjast mjög vel með lífi leikmanna sinna á meðan hann er landsliðsþjálfari. Neville hefur meðal annar stofnað 30 WhatsApp samtalshópa eða einn við hvern leikmann og ætlar með því að fá að vita um allt sem er í gangi hjá stelpunum utan vallar. Hinn 41 árs gamli Phil tók við enska landsliðinu í janúar og getur komið enska liðinu á HM í Frakklandi 2019 með sigri á Wales í dag. Markmið hans með þessari miklu virkni á samfélagsmiðlum er að byggja upp gott samband við leikmenn sína en hann er í bandi við þær á hverjum degi. „Mín stærsta áskorun er að vera ekki í sambandi við leikmenn. Við erum með 30 WhatsApp hópa, einn fyrir hvern leikmann, en ég sendi þeim líka einkaskilaboð,“ sagði Phil Neville við BBC."If they have an ice cream, I know about it." Phil Neville has set up 30 (thirty!) WhatsApp chats to keep tabs on his England players.https://t.co/bohF53GLMkpic.twitter.com/j4qHDBlR8b — BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2018„Þetta er eina leiðin til að vera í stöðugu sambandi við þær. Það er mikilvægt fyrir mig að vita um allt sem er í gangi hjá þeim. Þú verður að byggja upp gott samband við leikmennina þína,“ sagði Neville. „Fyrsta mánuðinn þá var ég kannski að senda eitt til tvö skilaboð á viku en núna tala ég við hvern einasta leikmann á hverjum einasta degi,“ sagði Neville. „Við erum búin að búa til þennan nýja kúltur innan liðsins og nú eru leikmennirnir meira að segja farnar að senda mér skilaboð af fyrra bragði,“ sagði Neville. Ensku landsliðskonunar komast heldur ekki upp með neinn feluleik. „Ég veit allt um þeirra líf. Ég þekki nöfn hundanna þeirra, ég þekki maka þeirra og ég veit ef þær fara í bíó. Ég veit að þetta er mikið að vera með 30 WhatsApp samtalshópa en fyrir vikið veit ég nákvæmlega hvað er í gangi. Ef þær fá sér ís þá mun ég vita af því,“ sagði Neville.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira