Léttur Óli Jóh skaut á Rúnar eftir leik: „Þeir eru svo stressaðir þarna í Stjörnunni“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 14:45 S2 Sport Íslandsmeistarar Vals gerðu 1-1 jafntefli við Stjörnuna í einum af stórleikjum sumarsins í Pepsi deildinni í gær. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var léttur eftir leikinn. Hörður Magnússon og sérfræðingar úr Pepsimörkunum voru á Samsung vellinum í gær og fengu Ólaf til sín eftir leikinn. Hann sagðist ekki hafa verið nógu ánægður með spilamennsku sinna manna í leiknum. „Sérstaklega í fyrri hálfleik þá fannst mér eins og við værum bara að bíða. Eftir hverju, ég veit það ekki. Eftir því að leikurinn væri búinn kannski,“ sagði Ólafur. Kristinn Freyr Sigurðsson kom Val yfir í fyrri hálfleik en Eyjólfur Héðinsson jafnaði metinn áður en hálfleikurinn var úti. „Seinni part seinni hálfleiksins þá fannst mér við vera yfir í leiknum, en þetta eru tvö frábær lið svo það þarf lítið til þess að tapa leiknum.“ Úrslit leiksins voru betri fyrir Val en Stjörnuna, Valur er með þriggja stiga forskot á Stjörnuna á toppi deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir.Það var smá hiti í mönnum á hliðarlínunni en Ólafi fannst dómgæslan hafa verið til fyrirmyndar í leiknum. „Þeir eru svo stressaðir þarna í Stjörnunni, þeir eru það nú alltaf. Rúnar er náttúrulega kolvitlaus,“ skaut Ólafur á kollega sinn Rúnar Pál Sigmundsson. „Fékk hann ekki rautt spjald hérna í fyrra? Við vorum rólegir við Bjössi [Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals].“ Á meðal sérfræðinganna í gær var Gunnar Jarl Jónsson, fyrrum dómari. Hörður spurði Ólaf hvort hann saknaði Gunnars úr dómgæslunni og var hann alveg á því. „Ég get alveg sagt það hreint út að ég vil frekar hafa hann í dómgæslu en þessu sem hann er í núna,“ svaraði Ólafur við mikla kátínu sérfræðinganna. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Valur 1-1 │Stórmeistarajafntefli Stjarnan og Valur skildu jöfn í toppslagnum. 29. ágúst 2018 22:00 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals gerðu 1-1 jafntefli við Stjörnuna í einum af stórleikjum sumarsins í Pepsi deildinni í gær. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var léttur eftir leikinn. Hörður Magnússon og sérfræðingar úr Pepsimörkunum voru á Samsung vellinum í gær og fengu Ólaf til sín eftir leikinn. Hann sagðist ekki hafa verið nógu ánægður með spilamennsku sinna manna í leiknum. „Sérstaklega í fyrri hálfleik þá fannst mér eins og við værum bara að bíða. Eftir hverju, ég veit það ekki. Eftir því að leikurinn væri búinn kannski,“ sagði Ólafur. Kristinn Freyr Sigurðsson kom Val yfir í fyrri hálfleik en Eyjólfur Héðinsson jafnaði metinn áður en hálfleikurinn var úti. „Seinni part seinni hálfleiksins þá fannst mér við vera yfir í leiknum, en þetta eru tvö frábær lið svo það þarf lítið til þess að tapa leiknum.“ Úrslit leiksins voru betri fyrir Val en Stjörnuna, Valur er með þriggja stiga forskot á Stjörnuna á toppi deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir.Það var smá hiti í mönnum á hliðarlínunni en Ólafi fannst dómgæslan hafa verið til fyrirmyndar í leiknum. „Þeir eru svo stressaðir þarna í Stjörnunni, þeir eru það nú alltaf. Rúnar er náttúrulega kolvitlaus,“ skaut Ólafur á kollega sinn Rúnar Pál Sigmundsson. „Fékk hann ekki rautt spjald hérna í fyrra? Við vorum rólegir við Bjössi [Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals].“ Á meðal sérfræðinganna í gær var Gunnar Jarl Jónsson, fyrrum dómari. Hörður spurði Ólaf hvort hann saknaði Gunnars úr dómgæslunni og var hann alveg á því. „Ég get alveg sagt það hreint út að ég vil frekar hafa hann í dómgæslu en þessu sem hann er í núna,“ svaraði Ólafur við mikla kátínu sérfræðinganna.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Valur 1-1 │Stórmeistarajafntefli Stjarnan og Valur skildu jöfn í toppslagnum. 29. ágúst 2018 22:00 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Valur 1-1 │Stórmeistarajafntefli Stjarnan og Valur skildu jöfn í toppslagnum. 29. ágúst 2018 22:00