Vilja að allt Bretland en ekki bara England haldi HM 2030 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 11:30 David Beckham afhendir Sepp Blatter framboð enska sambandsins um að fá að halda HM 2018. Það vita allir hvernig það fór. Vísir/Getty Knattspyrnusamband Wales hefur nú stigið fyrsta skrefið í því að öll knattspynusamböndin sem tilheyra Stóra Bretlandi haldi saman heimsmeistarakeppnina árið 2030. Jonathan Ford, framkvæmdastjóri velska knattspyrnusambandsins, telur að slíkt framboð væri bæði öflugt og heillandi. Þetta kemur fram á BBC Sport í Wales. Samkvæmt þessari hugmynd þá ættu leikir á HM 2030 að fara fram í Englandi, Skotlandi, Wales og Norður Írlandi. Velska knattspyrnusambandið hefur hafið óformlegar viðræður fyrir hin knattspyrnusamböndin til að kanna hug þeirra til slíks framboðs. „Þessi hugmynd kom upp í samtölum okkar og er eitthvað sem við erum að skoða. Það er samt ekki komið lengra en þar og það verða engar staðfestar fréttir fyrr en í fyrsta lagi um mitt næsta ár,“ sagði Jonathan Ford við BBC Sport í Wales.It's coming home! The Football Association of Wales has held talks over a potential home nations bid for the 2030 World Cup. More: https://t.co/FsvdTMQRxYpic.twitter.com/xRa3Bhgx01 — BBC Sport (@BBCSport) August 30, 2018 Næsta heimsmeistarakeppni fer fram í Katar árið 2022 og HM 2026 fer síðan fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Enska og skoska sambandið munu bæði koma að EM 2020 sem fer fram á leikvöngum út um alla Evrópu en síðasta heimsmeistaramótið í Bretlandi var haldið í Englandi árið 1966. Enska knattspyrnusambandið tapaði á sínum tíma fyrir Rússlandi í baráttunni um að halda heimsmeistaramótið í sumar eins og frægt var. Ein af rökunum fyrir samstarfi þjóðanna sem tilheyra Stóra Bretlandi er að slík samvinna myndi styrkja framboðið og að þetta væri líka eina leiðin fyrir Skotland, Wales og Norður Írland að fá að halda stórmót eins og HM. Englendingar gætu vissulega sótt um það einir að halda HM 2030 en það væri aldrei raunhæft framboð fyrir hin þrjú samböndin. Framboð enska sambandsins fyrir HM 2018.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Í beinni: Celtic - Bayern | Þýski risinn í Glasgow Í beinni: Everton - Liverpool | Síðasti borgarslagur á þessum stað Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Sjá meira
Knattspyrnusamband Wales hefur nú stigið fyrsta skrefið í því að öll knattspynusamböndin sem tilheyra Stóra Bretlandi haldi saman heimsmeistarakeppnina árið 2030. Jonathan Ford, framkvæmdastjóri velska knattspyrnusambandsins, telur að slíkt framboð væri bæði öflugt og heillandi. Þetta kemur fram á BBC Sport í Wales. Samkvæmt þessari hugmynd þá ættu leikir á HM 2030 að fara fram í Englandi, Skotlandi, Wales og Norður Írlandi. Velska knattspyrnusambandið hefur hafið óformlegar viðræður fyrir hin knattspyrnusamböndin til að kanna hug þeirra til slíks framboðs. „Þessi hugmynd kom upp í samtölum okkar og er eitthvað sem við erum að skoða. Það er samt ekki komið lengra en þar og það verða engar staðfestar fréttir fyrr en í fyrsta lagi um mitt næsta ár,“ sagði Jonathan Ford við BBC Sport í Wales.It's coming home! The Football Association of Wales has held talks over a potential home nations bid for the 2030 World Cup. More: https://t.co/FsvdTMQRxYpic.twitter.com/xRa3Bhgx01 — BBC Sport (@BBCSport) August 30, 2018 Næsta heimsmeistarakeppni fer fram í Katar árið 2022 og HM 2026 fer síðan fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Enska og skoska sambandið munu bæði koma að EM 2020 sem fer fram á leikvöngum út um alla Evrópu en síðasta heimsmeistaramótið í Bretlandi var haldið í Englandi árið 1966. Enska knattspyrnusambandið tapaði á sínum tíma fyrir Rússlandi í baráttunni um að halda heimsmeistaramótið í sumar eins og frægt var. Ein af rökunum fyrir samstarfi þjóðanna sem tilheyra Stóra Bretlandi er að slík samvinna myndi styrkja framboðið og að þetta væri líka eina leiðin fyrir Skotland, Wales og Norður Írland að fá að halda stórmót eins og HM. Englendingar gætu vissulega sótt um það einir að halda HM 2030 en það væri aldrei raunhæft framboð fyrir hin þrjú samböndin. Framboð enska sambandsins fyrir HM 2018.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Í beinni: Celtic - Bayern | Þýski risinn í Glasgow Í beinni: Everton - Liverpool | Síðasti borgarslagur á þessum stað Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Sjá meira