Hútar skutu eldflaug á Sádi-Arabíu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. ágúst 2018 06:00 Vígamenn Húta standa vörð við trúarathöfn í San'a í Jemen. Vísir/AFp Hútar skutu í gær eldflaug á Sádi-Arabíu. Ekki hefur verið greint frá mannfalli en loftvarnir Sádi-Arabíu skutu eldflaugina niður. Samkvæmt Masirah TV, fréttstöð á bandi Húta, var eldflaug af gerðinni Badr-1 skotið á „nýjar herbúðir“ í borginni Najran. Sádi-Arabar stýra hernaðarbandalagi nokkurra Arabaríkja til stuðnings forsetanum Abdrabbuh Mansur Hadi. Ríkisstjórn hans hefur átt í stríði við uppreisnarhreyfinguna frá því í mars 2015. Hútar stýra vesturströnd landsins enn og hafa fremstu víglínur lítið breyst undanfarin misseri. Hernaðarbandalagið, sem nýtur stuðnings Breta og Bandaríkjamanna, og Hútar voru í nýrri skýrslu sérfræðinefndar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sagðir mögulega bera ábyrgð á stríðsglæpum. Mikið mannfall meðal almennra borgara var harðlega gagnrýnt sem og að komið hefði verið í veg fyrir hjálparstarf í landinu.Sjá einnig: Sádar hafna ásökunum um stríðsglæpi í Jemen Þáttur Breta og Bandaríkjamanna er ekki skoðaður. Reuters segir þó að verið sé að fara yfir hann hjá SÞ. Skýrslan vakti reiði í Bandaríkjunum. Í ritstjórnargrein The New York Times í gær var Bandaríkjastjórn sögð meðsek í því að hafa drepið almenna borgara. Skorað var á þingið að skera á alla hernaðaraðstoð til Sádi-Arabíu. Jim Mattis varnarmálaráðherra sagði á þriðjudag, daginn sem skýrslan var birt, að stuðningur við Sádi-Araba væri ekki óskilyrtur. Að sögn Reuters ýjaði hann þó að því að Bandaríkin myndu halda áfram stuðningi við bandalagið en vinna að því að lágmarka mannfall almennra borgara. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Hútar skutu í gær eldflaug á Sádi-Arabíu. Ekki hefur verið greint frá mannfalli en loftvarnir Sádi-Arabíu skutu eldflaugina niður. Samkvæmt Masirah TV, fréttstöð á bandi Húta, var eldflaug af gerðinni Badr-1 skotið á „nýjar herbúðir“ í borginni Najran. Sádi-Arabar stýra hernaðarbandalagi nokkurra Arabaríkja til stuðnings forsetanum Abdrabbuh Mansur Hadi. Ríkisstjórn hans hefur átt í stríði við uppreisnarhreyfinguna frá því í mars 2015. Hútar stýra vesturströnd landsins enn og hafa fremstu víglínur lítið breyst undanfarin misseri. Hernaðarbandalagið, sem nýtur stuðnings Breta og Bandaríkjamanna, og Hútar voru í nýrri skýrslu sérfræðinefndar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sagðir mögulega bera ábyrgð á stríðsglæpum. Mikið mannfall meðal almennra borgara var harðlega gagnrýnt sem og að komið hefði verið í veg fyrir hjálparstarf í landinu.Sjá einnig: Sádar hafna ásökunum um stríðsglæpi í Jemen Þáttur Breta og Bandaríkjamanna er ekki skoðaður. Reuters segir þó að verið sé að fara yfir hann hjá SÞ. Skýrslan vakti reiði í Bandaríkjunum. Í ritstjórnargrein The New York Times í gær var Bandaríkjastjórn sögð meðsek í því að hafa drepið almenna borgara. Skorað var á þingið að skera á alla hernaðaraðstoð til Sádi-Arabíu. Jim Mattis varnarmálaráðherra sagði á þriðjudag, daginn sem skýrslan var birt, að stuðningur við Sádi-Araba væri ekki óskilyrtur. Að sögn Reuters ýjaði hann þó að því að Bandaríkin myndu halda áfram stuðningi við bandalagið en vinna að því að lágmarka mannfall almennra borgara.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira