Löfven segir úrslitin vera dauða blokkapólitíkurinnar Birgir Olgeirsson skrifar 9. september 2018 22:47 Stefan Löfven, formaður jafnaðarmannaflokksins, ávarpar stuðningsmenn sína. Vísir/EPA Stefan Löfven, formaður jafnaðarmannaflokksins, ávarpaði stuðningsmenn sína í kvöld þar sem hann sagði úrslit þingkosninganna í Svíþjóð vera dauða blokkapólitíkurinnar. Löfven er forsætisráðherra Svía en flokkur hans er með 28,4 prósenta fylgi eftir kosningarnar og tapaði um 2,8 prósenta fylgi. Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Modertana, kallaði eftir afsögn Löfven fyrr í kvöld en forsætisráðherra varð ekki við því í ávarpi sínu. Löfven sagði þess í stað að nú þyrfti að leita leiða til að mynda ríkisstjórn sem næði yfir miðjuna. Í Svíþjóð hafa verið myndaðar hægri og vinstri blokkir þar sem jafnaðarmenn er stærstir á vinstri vængnum og Modertana stærstir á hægri. Enginn skýr meirihluti er í sjónmáli og því þurfi að leita yfir miðjuna að mati Löfven. Báðir flokkar hafa lýst sig andvíga því að vinna með Svíþjóðardemókrötunum sem bættu við sig miklu fylgi í kosningunum í ár, en þó ekki eins miklu og spáð var. Modertana flokkurinn er með 29.5 prósenta fylgi og Svíþjóðardemókratar 17,7 prósenta fylgi. Formaður Svíþjóðardemókrata, Jimmie Akesson, var sigri hrósandi þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína fyrr í kvöld. Hann sagði Svíþjóðardemókrata vera reiðubúna til viðræðna við alla flokka eftir kosninganna og taldi flokkinn sinn eiga eftir að hafa mikið um að segja hvaða stefnu Svíþjóð tekur á næstu vikum, mánuðum og árum. Svíþjóðardemókratar hafa lagst hart gegn innflytjendastefnu Svía og aðild þjóðarinnar í Evrópusambandinu. Löfven var harðorður í garð Svíþjóðardemókrata í ávarpi sínu. Hann sagði þá ekki færa neitt fram sem muni hjálpa sænska samfélaginu. „Þeir munu aðeins auka sundrung og hatur,“ sagði Löfven og bætti við að það væri á ábyrgð allra flokka að mynda stjórn án Svíþjóðardemókrata. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Formaður Svíþjóðardemókrata segir flokkinn eiga eftir að ráða miklu um stefnu Svíþjóðar Flokkur hans hefur markað sér skýra stefnu gegn innflytjendum og hét Akesson því að nýta sér þennan meðbyr sem flokkurinn hans hefur fengið til aðgerða. 9. september 2018 21:49 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Stefan Löfven, formaður jafnaðarmannaflokksins, ávarpaði stuðningsmenn sína í kvöld þar sem hann sagði úrslit þingkosninganna í Svíþjóð vera dauða blokkapólitíkurinnar. Löfven er forsætisráðherra Svía en flokkur hans er með 28,4 prósenta fylgi eftir kosningarnar og tapaði um 2,8 prósenta fylgi. Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Modertana, kallaði eftir afsögn Löfven fyrr í kvöld en forsætisráðherra varð ekki við því í ávarpi sínu. Löfven sagði þess í stað að nú þyrfti að leita leiða til að mynda ríkisstjórn sem næði yfir miðjuna. Í Svíþjóð hafa verið myndaðar hægri og vinstri blokkir þar sem jafnaðarmenn er stærstir á vinstri vængnum og Modertana stærstir á hægri. Enginn skýr meirihluti er í sjónmáli og því þurfi að leita yfir miðjuna að mati Löfven. Báðir flokkar hafa lýst sig andvíga því að vinna með Svíþjóðardemókrötunum sem bættu við sig miklu fylgi í kosningunum í ár, en þó ekki eins miklu og spáð var. Modertana flokkurinn er með 29.5 prósenta fylgi og Svíþjóðardemókratar 17,7 prósenta fylgi. Formaður Svíþjóðardemókrata, Jimmie Akesson, var sigri hrósandi þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína fyrr í kvöld. Hann sagði Svíþjóðardemókrata vera reiðubúna til viðræðna við alla flokka eftir kosninganna og taldi flokkinn sinn eiga eftir að hafa mikið um að segja hvaða stefnu Svíþjóð tekur á næstu vikum, mánuðum og árum. Svíþjóðardemókratar hafa lagst hart gegn innflytjendastefnu Svía og aðild þjóðarinnar í Evrópusambandinu. Löfven var harðorður í garð Svíþjóðardemókrata í ávarpi sínu. Hann sagði þá ekki færa neitt fram sem muni hjálpa sænska samfélaginu. „Þeir munu aðeins auka sundrung og hatur,“ sagði Löfven og bætti við að það væri á ábyrgð allra flokka að mynda stjórn án Svíþjóðardemókrata.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Formaður Svíþjóðardemókrata segir flokkinn eiga eftir að ráða miklu um stefnu Svíþjóðar Flokkur hans hefur markað sér skýra stefnu gegn innflytjendum og hét Akesson því að nýta sér þennan meðbyr sem flokkurinn hans hefur fengið til aðgerða. 9. september 2018 21:49 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00
Formaður Svíþjóðardemókrata segir flokkinn eiga eftir að ráða miklu um stefnu Svíþjóðar Flokkur hans hefur markað sér skýra stefnu gegn innflytjendum og hét Akesson því að nýta sér þennan meðbyr sem flokkurinn hans hefur fengið til aðgerða. 9. september 2018 21:49