Hafna því að þögult verðsamráð eigi sér stað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. september 2018 19:51 Framkvæmdastjóri Krónunnar vísar ummælum um að verslunarkeðjan eigi í verðsamráði við Bónus algjörlega á bug. Framkvæmdastjóri Bónuss segir verslunarkeðjunni óheimilt að selja vörur undir kostnaðarverði. Kvörtun vegna mögulegs þöguls samráðs Krónunnar og Bónuss eru ekki til rannsóknar af hálfu Samkeppniseftirlitsins og engar ákvarðanir hafa verið teknar um slíka rannsókn samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni var sagt frá verðlagskönnun ASÍ þar sem kom í ljós að síðasta ár hafi einkennst af aðeins einnar til tveggja krónu verðmun á vörum milli Bónuss og Krónunnar. Verkefnastjóri ASÍ taldi að um þögult samráð væri að ræða. Gréta Margrét Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, tekur alfarið fyrir að slíkt samráð sé fyrir hendi og fullyrðir að samkeppnin á markaðinum sé virk. Hún segist ekki geta svarað fyrir Bónus um hvers vegna svo lítill munur sé á verði í verslunum keðjanna tveggja. „Verðlagning okkar er út frá okkar innkaupsverði. Við skilum því sem við fáum í bættum kjörum hjá birgjum beint til viðskiptavina,“ segir hún.Segir gengisstyrkingu hafa haldið verðlagi stöðugu Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir að lítill verðmunur í könnun ASÍ skýrist af lágri álagningu í þeim vöruflokkum sem ASÍ skoði í sínum könnunum. Bónus sé skilgreint sem markaðasráðandi og því óheimilt að selja vörur undir kostnaðarverði. Verslanir Haga séu þær einu sem sé það óheimilt. Í skriflegu svari til Stöðvar 2 sakar Guðmundur Costco um að stunda undirverðlagningu í stórum stíl. Bónus geti vegna markaðsstöðu sinnar ekki keppt við það. Þá hafnar hann því að gengisstyrking krónunnar hafi ekki skilað sér út í verðlag. Álagning fyrirtækisins hafi verið nánast óbreytt í fleiri ár. Gengisstyrkingin hafi hjálpað til við að halda verðlagi á dagvöru stöðugu frá árinu 2014 þrátt fyrir tugprósenta hækkun launa á sama tíma.Gréta Margrét Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist fagna verðkönnun ASÍ sem sýnir lítinn mun á verði þar og í Krónunni.Vísir/Egill AðalsteinssonEngin ákvörðun um samkeppnisrannsókn Fréttastofa gerði óvísindalega könnun á þremur vörutegundum: Kók Zeró, nýmjólk og Ristaurante-pítsu hjá Krónunni og Bónus. Pítsan var þremur krónum ódýrari hjá Bónus en Krónunni og það sama átti við um nýmjólk. Kók Zero var einni krónu ódýrari í Bónus. Kvörtun vegna mögulegs þöguls samráðs Krónunnar og Bónuss eru ekki til rannsóknar af hálfu Samkeppniseftirlitsins og engar ákvarðanir verið teknar um slíka rannsókn. Í skriflegu svari við fyrirspurn Stöðvar 2 segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, að stofnunin hafi hins vegar verið með dagvörumarkaðinn til rannsóknar í tengslum við samruna dagvöru- og eldsneytisfyrirtækja. Slík athugun standi enn yfir. Tengdar fréttir Telur lágvöruverðsverslanir með þögult samráð Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ setur spurningamerki við hversu lítill verðmunur er á milli lágvöruverðsverslana. 5. september 2018 18:44 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprengingar í höfuðborg Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Krónunnar vísar ummælum um að verslunarkeðjan eigi í verðsamráði við Bónus algjörlega á bug. Framkvæmdastjóri Bónuss segir verslunarkeðjunni óheimilt að selja vörur undir kostnaðarverði. Kvörtun vegna mögulegs þöguls samráðs Krónunnar og Bónuss eru ekki til rannsóknar af hálfu Samkeppniseftirlitsins og engar ákvarðanir hafa verið teknar um slíka rannsókn samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni var sagt frá verðlagskönnun ASÍ þar sem kom í ljós að síðasta ár hafi einkennst af aðeins einnar til tveggja krónu verðmun á vörum milli Bónuss og Krónunnar. Verkefnastjóri ASÍ taldi að um þögult samráð væri að ræða. Gréta Margrét Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, tekur alfarið fyrir að slíkt samráð sé fyrir hendi og fullyrðir að samkeppnin á markaðinum sé virk. Hún segist ekki geta svarað fyrir Bónus um hvers vegna svo lítill munur sé á verði í verslunum keðjanna tveggja. „Verðlagning okkar er út frá okkar innkaupsverði. Við skilum því sem við fáum í bættum kjörum hjá birgjum beint til viðskiptavina,“ segir hún.Segir gengisstyrkingu hafa haldið verðlagi stöðugu Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir að lítill verðmunur í könnun ASÍ skýrist af lágri álagningu í þeim vöruflokkum sem ASÍ skoði í sínum könnunum. Bónus sé skilgreint sem markaðasráðandi og því óheimilt að selja vörur undir kostnaðarverði. Verslanir Haga séu þær einu sem sé það óheimilt. Í skriflegu svari til Stöðvar 2 sakar Guðmundur Costco um að stunda undirverðlagningu í stórum stíl. Bónus geti vegna markaðsstöðu sinnar ekki keppt við það. Þá hafnar hann því að gengisstyrking krónunnar hafi ekki skilað sér út í verðlag. Álagning fyrirtækisins hafi verið nánast óbreytt í fleiri ár. Gengisstyrkingin hafi hjálpað til við að halda verðlagi á dagvöru stöðugu frá árinu 2014 þrátt fyrir tugprósenta hækkun launa á sama tíma.Gréta Margrét Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist fagna verðkönnun ASÍ sem sýnir lítinn mun á verði þar og í Krónunni.Vísir/Egill AðalsteinssonEngin ákvörðun um samkeppnisrannsókn Fréttastofa gerði óvísindalega könnun á þremur vörutegundum: Kók Zeró, nýmjólk og Ristaurante-pítsu hjá Krónunni og Bónus. Pítsan var þremur krónum ódýrari hjá Bónus en Krónunni og það sama átti við um nýmjólk. Kók Zero var einni krónu ódýrari í Bónus. Kvörtun vegna mögulegs þöguls samráðs Krónunnar og Bónuss eru ekki til rannsóknar af hálfu Samkeppniseftirlitsins og engar ákvarðanir verið teknar um slíka rannsókn. Í skriflegu svari við fyrirspurn Stöðvar 2 segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, að stofnunin hafi hins vegar verið með dagvörumarkaðinn til rannsóknar í tengslum við samruna dagvöru- og eldsneytisfyrirtækja. Slík athugun standi enn yfir.
Tengdar fréttir Telur lágvöruverðsverslanir með þögult samráð Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ setur spurningamerki við hversu lítill verðmunur er á milli lágvöruverðsverslana. 5. september 2018 18:44 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprengingar í höfuðborg Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Telur lágvöruverðsverslanir með þögult samráð Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ setur spurningamerki við hversu lítill verðmunur er á milli lágvöruverðsverslana. 5. september 2018 18:44