Þriggja mánaða þegar Serena komst fyrst í úrslit en mætir nú drottningunni í úrslitaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2018 07:30 Naomi Osaka. Vísir/Getty Serena Williams og Naomi Osaka tryggðu sér í nótt sæti í úrslitaleiknum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í ár. Þetta verður 31. úrslitaleikurinn á risamóti hjá Serenu Williams en sá fyrsti hjá Naomi Osaka. Osaka er meira að segja fyrsta japanska tenniskonan frá upphafi sem kemst í úrslit á risamóti. Naomi Osaka er aðeins tvítug og verður yngsti spilarinn í úrslitum US Open síðan að hin danska Caroline Wozniacki komst þangað nítján ára gömul árið 2009. Þegar Serena Williams komst fyrst í úrslitaleik á risamóti þá var Naomi Osaka aðeins þriggja mánaða gömul.20-year-old Naomi Osaka is the youngest US Open women's finalist since 19-year-old Caroline Wozniacki in 2009. She will face Serena Williams, who made her first Grand Slam appearance when Osaka was 3 months old. pic.twitter.com/jXfDv8lPml — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 7, 2018Serena Williams átti ekki í miklum vandræðum á móti hinni lettnesku Anastasija Sevastova og vann örugglega 6-3 og 6-0. Naomi Osaka sló út hina bandarísku Madison Keys 6-2 og 6-4 en Keys átti möguleika á því að komast í úrslitaleikinn annað árið í röð. „Þetta hljómar kannski ekki alltof vel en ég var bara að hugsa: Mig langar svo að mæta Serenu,“ sagði Naomi Osaka um það sem hún var að hugsa í leiknum. En af hverju? „Af því að hún er Serena,“ svaraði Osaka. „Þegar ég var lítil stelpa þá dreymdi mig um að mæta Serenu í úrslitaleik á risamóti,“ sagði Naomi Osaka. Serena Williams hafði ekki náð að klára síðustu tvo undanúrslitaleiki sína á Opna bandaríska mótinu því hún tapaði á móti Roberta Vinci árið 2015 og á móti Karolinu Pliskova árið 2016. Hún missti líka af mótinu í fyrra því hún var þá að eignast dóttur sína Olympia.Serena Williams advances to her 9th US Open final, tied with Chris Evert for most by a woman in the Open Era. She will seek to break a tie with Evert for the most US Open tourney titles in this time when she goes for her 7th on Saturday. pic.twitter.com/mbGdDe7qDQ — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 7, 2018Þetta verður annar úrslitaleikur hennar eftir fæðingu Olympiu en Serena tapaði úrslitaleiknum á Wimbledon mótinu í sumar. Nú er hún sigurstrangleg og getur tryggt sér enn einn titilinn aðeins nokkum vikum áður en hún heldur upp á 37 ára afmælið sitt. „Þetta er alveg ótrúlegt. Fyrir einu ári var ég bókstaflega að berjast fyrir lífi mínu á spítalanum eftir að hafa átt barnið. Ég er því svo þakklát fyrir hvert skipti sem ég stíg út á tennisvöllinn. Það skiptir því engu hvað gerist í undanúrslitunum eða úrslitaleiknum því mér finnst ég þegar hafa unnið,“ sagði Serena Williams. Serena Williams er nú kominn í sinn níunda úrslitaleik á Opna bandaríska meistaramótinu og jafnar með því met Chris Evert. Hún fær þar tækifæri til að vinna US Open í sjöunda sinn á ferlinum og um leið sitt 24. risamót sem yrði að sjálfsögðu bæting á hennar eigin meti. Tennis Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Handbolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Enski boltinn Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Fótbolti Kærasti Fallons Sherrock grét eftir óvænt tap Sport Fleiri fréttir Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Framarar slógu út bikarmeistarana Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Afturelding í bikarúrslitin Írar fá NFL leik á næsta ári Barcelona burstaði Man. City og tók toppsæti riðilsins Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Real Madrid fyrsti álfumeistarinn Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Undirbýr sig fyrir leikinn gegn Littler með því að klippa fólk „Vissi hvað ég var að fara út í“ KR sótti Gigliotti Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sló í gegn á HM: Villtist á leið upp á svið og fagnaði eins og Cole Palmer „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Sjá meira
Serena Williams og Naomi Osaka tryggðu sér í nótt sæti í úrslitaleiknum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í ár. Þetta verður 31. úrslitaleikurinn á risamóti hjá Serenu Williams en sá fyrsti hjá Naomi Osaka. Osaka er meira að segja fyrsta japanska tenniskonan frá upphafi sem kemst í úrslit á risamóti. Naomi Osaka er aðeins tvítug og verður yngsti spilarinn í úrslitum US Open síðan að hin danska Caroline Wozniacki komst þangað nítján ára gömul árið 2009. Þegar Serena Williams komst fyrst í úrslitaleik á risamóti þá var Naomi Osaka aðeins þriggja mánaða gömul.20-year-old Naomi Osaka is the youngest US Open women's finalist since 19-year-old Caroline Wozniacki in 2009. She will face Serena Williams, who made her first Grand Slam appearance when Osaka was 3 months old. pic.twitter.com/jXfDv8lPml — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 7, 2018Serena Williams átti ekki í miklum vandræðum á móti hinni lettnesku Anastasija Sevastova og vann örugglega 6-3 og 6-0. Naomi Osaka sló út hina bandarísku Madison Keys 6-2 og 6-4 en Keys átti möguleika á því að komast í úrslitaleikinn annað árið í röð. „Þetta hljómar kannski ekki alltof vel en ég var bara að hugsa: Mig langar svo að mæta Serenu,“ sagði Naomi Osaka um það sem hún var að hugsa í leiknum. En af hverju? „Af því að hún er Serena,“ svaraði Osaka. „Þegar ég var lítil stelpa þá dreymdi mig um að mæta Serenu í úrslitaleik á risamóti,“ sagði Naomi Osaka. Serena Williams hafði ekki náð að klára síðustu tvo undanúrslitaleiki sína á Opna bandaríska mótinu því hún tapaði á móti Roberta Vinci árið 2015 og á móti Karolinu Pliskova árið 2016. Hún missti líka af mótinu í fyrra því hún var þá að eignast dóttur sína Olympia.Serena Williams advances to her 9th US Open final, tied with Chris Evert for most by a woman in the Open Era. She will seek to break a tie with Evert for the most US Open tourney titles in this time when she goes for her 7th on Saturday. pic.twitter.com/mbGdDe7qDQ — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 7, 2018Þetta verður annar úrslitaleikur hennar eftir fæðingu Olympiu en Serena tapaði úrslitaleiknum á Wimbledon mótinu í sumar. Nú er hún sigurstrangleg og getur tryggt sér enn einn titilinn aðeins nokkum vikum áður en hún heldur upp á 37 ára afmælið sitt. „Þetta er alveg ótrúlegt. Fyrir einu ári var ég bókstaflega að berjast fyrir lífi mínu á spítalanum eftir að hafa átt barnið. Ég er því svo þakklát fyrir hvert skipti sem ég stíg út á tennisvöllinn. Það skiptir því engu hvað gerist í undanúrslitunum eða úrslitaleiknum því mér finnst ég þegar hafa unnið,“ sagði Serena Williams. Serena Williams er nú kominn í sinn níunda úrslitaleik á Opna bandaríska meistaramótinu og jafnar með því met Chris Evert. Hún fær þar tækifæri til að vinna US Open í sjöunda sinn á ferlinum og um leið sitt 24. risamót sem yrði að sjálfsögðu bæting á hennar eigin meti.
Tennis Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Handbolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Enski boltinn Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Fótbolti Kærasti Fallons Sherrock grét eftir óvænt tap Sport Fleiri fréttir Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Framarar slógu út bikarmeistarana Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Afturelding í bikarúrslitin Írar fá NFL leik á næsta ári Barcelona burstaði Man. City og tók toppsæti riðilsins Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Real Madrid fyrsti álfumeistarinn Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Undirbýr sig fyrir leikinn gegn Littler með því að klippa fólk „Vissi hvað ég var að fara út í“ KR sótti Gigliotti Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sló í gegn á HM: Villtist á leið upp á svið og fagnaði eins og Cole Palmer „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Sjá meira