Of gamall fyrir leigubílinn en góður á rútuna Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2018 14:34 Þegar leigubílsstjórum er gert að hætta vegna aldurs er ekkert því til fyrirstöðu að þeir geti haldið áfram atvinnubílsstjóraferli sínum á rútu. getty Samkvæmt heimildum Vísis eru nokkur fjöldi þeirra sem starfa sem bílstjórar stórra langferðarbifreiða komnir á ákaflega virðulegan aldur, jafnvel um áttrætt í einhverjum tilfellum. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars sú að samkvæmt reglum fellur starfsleyfi leigubílsstjóra úr gildi við 70 ára aldurinn. Þeir sem hressastir eru og vilja halda áfram að keyra leigubíl geta haldið áfram allt til 76 ára en þá þurfa þeir að framlengja leyfið frá sjötugu í eitt ár í senn. Og vilji menn enn halda áfram að keyra sem atvinnubílstjórar eða telja sig þurfa þess aðstæðna vegna, þá einfaldlega færa þeir sig yfir í að keyra rútur þar sem ekkert aldurstakmark er.Treyst fyrir stórri rútu en ekki fólksbílÝmsum þykir þetta skjóta skökku við; að mönnum sem ekki er treyst til að keyra fólksbíla vegna aldurs geti hins vegar, án vandkvæða, fært sig yfir í að keyra stórar rútur. Vísir ræddi við rútubílstjóra nokkurn sem sagði að þetta atriði væri umdeilt meðal bílstjóra. Hann sagði að aldraðir bílstjórar færu gjarnan í þetta að sumri til og litu þá á þetta sem einskonar sumarfrí; að skoða landið.Guðmundur hjá Eflingu segir þetta vissulega skjóta skökku við, að mönnum sé ekki treyst til að keyra leigubíl en geti þó keyrt rúmlega 70 farþegar um án þess að depla auga.Fréttablaðið/ErnirAtvinnubílsstjórar eru flestir í Eflingu og þar situr í stjórn maður sem heitir Guðmundur Jónatan Baldursson, en hann er öllum hnútum kunnugur í tengslum við það sem snýr að akstri; sjálfur er hann bílstjóri. Hann segist hafa heyrt af þessu og segir það vissulega skjóta skökku við að aldurstengdar reglur séu settar um leigubílsstjóra en þeir megi svo stökkva uppí stóra rútu og keyra allt upp í 72 manneskjur milli staða. „Þetta er með ólíkindum. Á sama tíma erum við að berjast við borgaryfirvöld í Reykjavík, hvar verið er að setja upp allskyns hindranir við hótelin. Og þessu fer fram meðan við erum að vinna við ferðamennsku sem er að draga þjóðina uppúr þessum hamförum 2008.“Rútubílsstjórar ekki sælir af sínuGuðmundur bendir á annan flöt á þessu máli sem er að eldri borgurum er ekki gert kleift að lifa af ellilífeyrinum og þeir neyðist því til að reyna að vinna fyrir salti í grautinn með aukavinnu. Og það sé skortur á bílsstjórum, sem ætti ekki að koma á óvart þegar horft er til taxta. „Ekki má borga minna en 300 þúsund krónur og það er okkar taxti. En, við vinnum náttúrlega mikla aukavinnu og erum kannski með sæmileg meðallaun. Við erum aldrei í fríi.“GettyGuðmundur Jónatan segist sjálfur ekki hafa heyrt um eldri rútubílstjóra en 74 ára. En rifjar upp að sagan geymir frásagnir um margan öldunginn sem lét aldur ekki stöðva sig frá því að aka rútu og nefnir þjóðsagnapersónur svo sem Sæmund Sigmundsson í Borgarnesi til sögunnar að ógleymdum Ólafi Ketilssyni sem kenndur er við Laugavatn. En, en um hann og sögur honum tengdar hefur verið skrifuð ritgerð á háskólastigi. „Hef ekki heyrt neitt í líkingu við til dæmis hinn fræga Sæmund í Borgarnesi sem var kominn vel yfir áttrætt,“ segir Guðmundur.En, Sæmundur hætti akstri þá er honum var tekið að daprast sjónin. Guðmundur hefur ekki tiltækar tölur um hversu margir atvinnubílsstjórar eru í Eflingu, en þar eru meðlimir ekki skráðir samkvæmt starfstitli.Engin aldurstakmörk á rútubílsstjóraÞórhildur Elín Elínardóttir hjá Samgöngustofu segir þetta rétt að engin aldurstakmörk séu á aldri rútubílsstjóra en þetta atriði hefur verið til skoðunar. „Aldurstakmörkin umrædda snúa að leigubílaleyfinu ekki að ökuskírteininu.“ Þórhildur vísar til starfshóps sem sveitarstjórnarráðuneytið skipaði og skýrsla um heildarendurskoðun á regluverki um leigubifreiðar. Skýrslan kom út á mars á þessu ári en hópurinn var meðal annars að endurskoða reglur um leigubílaakstur á íslandi. „Þar er lagt til að það verði aflétt þessum takmörkunum og breyta á þann veg að aldurstakmörkin verði samræmd, að sömu reglur gildi; til að öðlast leyfi hafi leggur jafnframt til að horfið verði frá því skilyrði að umsækjandi sé ekki eldri en sjötíu ára. Samræmingartillagan snýr að því að ökuskírteinið verði látið ráða og heilbrigðisvottorðið sem er forsenda fyrir útgefnu ökuskírteini.“Þórhildur segir að engin skráð óhöpp sem sérstaklega megi rekja til aldurs sé að finna í bókum Samgöngustofu.visir/vilhelmÞórhildur bendir á að eftir áttatíu ára aldur þurfi fólk að endurnýja skírteinið árlega. Við sjötíu ára aldur þarf það að endurnýja ökuskírteinið, þá í fjögur ár, svo tvö fram að áttatíu ára aldri og þá árlega.Engin skráð tjón sérstaklega á gamlingjanaEn, þó margur rútubílstjórinn sé kominn til ára sinna þarf það ekki að vera að þeir séu að valda tjóni á rútum sínum út í eitt. Samgöngustofa skoðaði tölur sínar að ósk Vísis allt aftur til ársins 2002 þá að teknu tilliti til spurningarinnar hvort einhver slík tilvik væru skráð. „Okkar greiningarflokkar sem gætu átt við snúa að líkamlegum veikindum, svefni, notkun löglegra lyfja og andlát undir stýri,“ segir Þórhildur. Og fann enga skráða aldurstengda orsök í bókum sínum. „En, við erum ekki með aldur skráðan sem orsök. Aldur getur auðvitað, við vitum það, haft þær afleiðingar að viðbragð verður hægara og annað slíkt. Þess vegna er læknisskoðunin nauðsynleg og oftar hjá fólki sem hefur náð tilteknum aldri. Það að læknar séu að skoða fólk og gefa út rétt læknisvottorð í samræmi við læknisskoðun er auðvitað mikilvæg forsenda þess að fólk teljist hæfir ökumenn,“ segir Þórhildur. Samgöngur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis eru nokkur fjöldi þeirra sem starfa sem bílstjórar stórra langferðarbifreiða komnir á ákaflega virðulegan aldur, jafnvel um áttrætt í einhverjum tilfellum. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars sú að samkvæmt reglum fellur starfsleyfi leigubílsstjóra úr gildi við 70 ára aldurinn. Þeir sem hressastir eru og vilja halda áfram að keyra leigubíl geta haldið áfram allt til 76 ára en þá þurfa þeir að framlengja leyfið frá sjötugu í eitt ár í senn. Og vilji menn enn halda áfram að keyra sem atvinnubílstjórar eða telja sig þurfa þess aðstæðna vegna, þá einfaldlega færa þeir sig yfir í að keyra rútur þar sem ekkert aldurstakmark er.Treyst fyrir stórri rútu en ekki fólksbílÝmsum þykir þetta skjóta skökku við; að mönnum sem ekki er treyst til að keyra fólksbíla vegna aldurs geti hins vegar, án vandkvæða, fært sig yfir í að keyra stórar rútur. Vísir ræddi við rútubílstjóra nokkurn sem sagði að þetta atriði væri umdeilt meðal bílstjóra. Hann sagði að aldraðir bílstjórar færu gjarnan í þetta að sumri til og litu þá á þetta sem einskonar sumarfrí; að skoða landið.Guðmundur hjá Eflingu segir þetta vissulega skjóta skökku við, að mönnum sé ekki treyst til að keyra leigubíl en geti þó keyrt rúmlega 70 farþegar um án þess að depla auga.Fréttablaðið/ErnirAtvinnubílsstjórar eru flestir í Eflingu og þar situr í stjórn maður sem heitir Guðmundur Jónatan Baldursson, en hann er öllum hnútum kunnugur í tengslum við það sem snýr að akstri; sjálfur er hann bílstjóri. Hann segist hafa heyrt af þessu og segir það vissulega skjóta skökku við að aldurstengdar reglur séu settar um leigubílsstjóra en þeir megi svo stökkva uppí stóra rútu og keyra allt upp í 72 manneskjur milli staða. „Þetta er með ólíkindum. Á sama tíma erum við að berjast við borgaryfirvöld í Reykjavík, hvar verið er að setja upp allskyns hindranir við hótelin. Og þessu fer fram meðan við erum að vinna við ferðamennsku sem er að draga þjóðina uppúr þessum hamförum 2008.“Rútubílsstjórar ekki sælir af sínuGuðmundur bendir á annan flöt á þessu máli sem er að eldri borgurum er ekki gert kleift að lifa af ellilífeyrinum og þeir neyðist því til að reyna að vinna fyrir salti í grautinn með aukavinnu. Og það sé skortur á bílsstjórum, sem ætti ekki að koma á óvart þegar horft er til taxta. „Ekki má borga minna en 300 þúsund krónur og það er okkar taxti. En, við vinnum náttúrlega mikla aukavinnu og erum kannski með sæmileg meðallaun. Við erum aldrei í fríi.“GettyGuðmundur Jónatan segist sjálfur ekki hafa heyrt um eldri rútubílstjóra en 74 ára. En rifjar upp að sagan geymir frásagnir um margan öldunginn sem lét aldur ekki stöðva sig frá því að aka rútu og nefnir þjóðsagnapersónur svo sem Sæmund Sigmundsson í Borgarnesi til sögunnar að ógleymdum Ólafi Ketilssyni sem kenndur er við Laugavatn. En, en um hann og sögur honum tengdar hefur verið skrifuð ritgerð á háskólastigi. „Hef ekki heyrt neitt í líkingu við til dæmis hinn fræga Sæmund í Borgarnesi sem var kominn vel yfir áttrætt,“ segir Guðmundur.En, Sæmundur hætti akstri þá er honum var tekið að daprast sjónin. Guðmundur hefur ekki tiltækar tölur um hversu margir atvinnubílsstjórar eru í Eflingu, en þar eru meðlimir ekki skráðir samkvæmt starfstitli.Engin aldurstakmörk á rútubílsstjóraÞórhildur Elín Elínardóttir hjá Samgöngustofu segir þetta rétt að engin aldurstakmörk séu á aldri rútubílsstjóra en þetta atriði hefur verið til skoðunar. „Aldurstakmörkin umrædda snúa að leigubílaleyfinu ekki að ökuskírteininu.“ Þórhildur vísar til starfshóps sem sveitarstjórnarráðuneytið skipaði og skýrsla um heildarendurskoðun á regluverki um leigubifreiðar. Skýrslan kom út á mars á þessu ári en hópurinn var meðal annars að endurskoða reglur um leigubílaakstur á íslandi. „Þar er lagt til að það verði aflétt þessum takmörkunum og breyta á þann veg að aldurstakmörkin verði samræmd, að sömu reglur gildi; til að öðlast leyfi hafi leggur jafnframt til að horfið verði frá því skilyrði að umsækjandi sé ekki eldri en sjötíu ára. Samræmingartillagan snýr að því að ökuskírteinið verði látið ráða og heilbrigðisvottorðið sem er forsenda fyrir útgefnu ökuskírteini.“Þórhildur segir að engin skráð óhöpp sem sérstaklega megi rekja til aldurs sé að finna í bókum Samgöngustofu.visir/vilhelmÞórhildur bendir á að eftir áttatíu ára aldur þurfi fólk að endurnýja skírteinið árlega. Við sjötíu ára aldur þarf það að endurnýja ökuskírteinið, þá í fjögur ár, svo tvö fram að áttatíu ára aldri og þá árlega.Engin skráð tjón sérstaklega á gamlingjanaEn, þó margur rútubílstjórinn sé kominn til ára sinna þarf það ekki að vera að þeir séu að valda tjóni á rútum sínum út í eitt. Samgöngustofa skoðaði tölur sínar að ósk Vísis allt aftur til ársins 2002 þá að teknu tilliti til spurningarinnar hvort einhver slík tilvik væru skráð. „Okkar greiningarflokkar sem gætu átt við snúa að líkamlegum veikindum, svefni, notkun löglegra lyfja og andlát undir stýri,“ segir Þórhildur. Og fann enga skráða aldurstengda orsök í bókum sínum. „En, við erum ekki með aldur skráðan sem orsök. Aldur getur auðvitað, við vitum það, haft þær afleiðingar að viðbragð verður hægara og annað slíkt. Þess vegna er læknisskoðunin nauðsynleg og oftar hjá fólki sem hefur náð tilteknum aldri. Það að læknar séu að skoða fólk og gefa út rétt læknisvottorð í samræmi við læknisskoðun er auðvitað mikilvæg forsenda þess að fólk teljist hæfir ökumenn,“ segir Þórhildur.
Samgöngur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira