Augnormur sást spriklandi í auga íslenskrar konu sem ferðaðist til Afríku Birgir Olgeirsson skrifar 6. september 2018 11:14 Myndir af augnormunum sem fengnar eru úr Læknablaðinu. Læknablaðið Læknar fundu orma í augum tveggja kvenna sem búsettar eru hér á landi en höfðu ferðast nýverið til Afríku. Greint er frá þessu í Læknablaðinu en þar er því haldið fram að auka þurfi árverkni gagnvart sýkingum sem hafa verið sjaldgæfar í okkar heimshluta hingað til. Fjallað er um 35 ára gamla konu frá Afríku sem leitaði til augnlæknis vegna óþæginda í auga. Hún hafði búið hér á landi í sex ár en hafði heimsótt fæðingarland sitt hálfu ári áður og dvalist þar í tvo mánuði. Að morgni komudags tók hún eftir því að eitthvað virtist hreyfast í hægra auganu. Um var að ræða fyrirbæri sem hreyfðist eftir yfirborði augans og sást með berum augum. Augnlæknirinn staðfesti kvörtun konunnar og sendi hana á augndeild, þar sem strax var leitað ráða hjá smitsjúkdómalækni. Konan var heilsuhraust að öðru leyti, en hún starfaði sem skólaliði og átti eitt heilbrigt barn. Við skoðun varð ljóst að um lifandi orm var að ræða og náðist myndupptaka af honum á síma sem má sjá hér fyrir neðan og er birt með leyfi frá Læknablaðinu.Þriggja sentímetra langur Stærð ormsins var áætluð um 3 sentímetrar á lengd og 0,5 millimetrar í þvermál út frá myndupptökunni. Augnskoðun var að öðru leyti eðlileg fyrir utan vægan roða í augnslímhúð. Var konan án tafar tekin inn á skurðstofu þar sem átti að fjarlægja orminn úr auganu, en þó náðist hann ekki þrátt fyrir að slímhúðin væri opnuð og vandlega leitað. Ormurinn sást spriklandi undir slímhúð augans Í hinu tilfellinu var um að ræða 31 árs gamla íslenska konu sem ári fyrr hafði ferðast um Afríku í fjóra mánuði. Hún var send á augndeild vegna gruns um orm undir slímhúð hægra auga. Hún hafði sýkst af hornhimnubólgu af völdum svepps í vinstra auga og einnig malaríu í Afríku en hún fékk viðeigandi meðferð við því. Auk þess hafði hún af og til haft vöðvaverki í læri og framhandlegg. Við skoðun sást ormurinn á mynd spriklandi undir slímhúð augans.Ormurinn sem fjarlægður var úr auga 31 árs gömlu konunnar.Læknablaðið.Að öðru leyti var augnskoðun án athugasemda. Í ljósi reynslunnar af fyrra tilfellinu, þar sem ormurinn náðist ekki vegna þess hve fljótur hann var að koma sér undan, var op klippt án tafar í slímhúðina og náðist ormurinn lifandi. Í báðum tilfellum var um svokallaða lóasýkingu að ræða, eða afrískum augnormur.Berst í menn með biti dádýraflugu Í Læknablaðinu er tekið fram að Lóasníkillinn Loa loa sé þráðormur sem berst í menn með biti dádýraflugu og er landlægur víða í Vestur- og Mið-Afríkur. Talið er að 10 milljónir manna séu sýktar, en 30 milljónir eru útsettar fyrir sníklinum og vangreining algeng. Á vissum svæðum Afríku er algengi sýkingarinnar meðal íbúa meira en 40 prósent. Ferðamenn geta sýkst, en hættan er sögð fremur lítil þar sem að sýkingarhættan er tengd því hversu lengi fólk er útsett. Tekið er fram í Læknablaðinu að loa smitast þegar dádýraflugur bíta fólk til blóðs, en við það berast lirfur þráðorma á þriðja þroskastigi í bitsárið. Þessar lirfur þroskast síðan í fullorðna orma á þremur mánuðum. Fullvaxta ormar geta valdið sýkingareinkennum og halda gjarnan til í undirhúð en geta ferðast um allan líkamann, þar með talið til augna. Eftir 6-12 mánuði taka hinir fullorðnu ormar að fjölga sér og geta losað mörg þúsund forlirfur í blóðrásinaHér má sjá greinina í heild í Læknablaðinu. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Læknar fundu orma í augum tveggja kvenna sem búsettar eru hér á landi en höfðu ferðast nýverið til Afríku. Greint er frá þessu í Læknablaðinu en þar er því haldið fram að auka þurfi árverkni gagnvart sýkingum sem hafa verið sjaldgæfar í okkar heimshluta hingað til. Fjallað er um 35 ára gamla konu frá Afríku sem leitaði til augnlæknis vegna óþæginda í auga. Hún hafði búið hér á landi í sex ár en hafði heimsótt fæðingarland sitt hálfu ári áður og dvalist þar í tvo mánuði. Að morgni komudags tók hún eftir því að eitthvað virtist hreyfast í hægra auganu. Um var að ræða fyrirbæri sem hreyfðist eftir yfirborði augans og sást með berum augum. Augnlæknirinn staðfesti kvörtun konunnar og sendi hana á augndeild, þar sem strax var leitað ráða hjá smitsjúkdómalækni. Konan var heilsuhraust að öðru leyti, en hún starfaði sem skólaliði og átti eitt heilbrigt barn. Við skoðun varð ljóst að um lifandi orm var að ræða og náðist myndupptaka af honum á síma sem má sjá hér fyrir neðan og er birt með leyfi frá Læknablaðinu.Þriggja sentímetra langur Stærð ormsins var áætluð um 3 sentímetrar á lengd og 0,5 millimetrar í þvermál út frá myndupptökunni. Augnskoðun var að öðru leyti eðlileg fyrir utan vægan roða í augnslímhúð. Var konan án tafar tekin inn á skurðstofu þar sem átti að fjarlægja orminn úr auganu, en þó náðist hann ekki þrátt fyrir að slímhúðin væri opnuð og vandlega leitað. Ormurinn sást spriklandi undir slímhúð augans Í hinu tilfellinu var um að ræða 31 árs gamla íslenska konu sem ári fyrr hafði ferðast um Afríku í fjóra mánuði. Hún var send á augndeild vegna gruns um orm undir slímhúð hægra auga. Hún hafði sýkst af hornhimnubólgu af völdum svepps í vinstra auga og einnig malaríu í Afríku en hún fékk viðeigandi meðferð við því. Auk þess hafði hún af og til haft vöðvaverki í læri og framhandlegg. Við skoðun sást ormurinn á mynd spriklandi undir slímhúð augans.Ormurinn sem fjarlægður var úr auga 31 árs gömlu konunnar.Læknablaðið.Að öðru leyti var augnskoðun án athugasemda. Í ljósi reynslunnar af fyrra tilfellinu, þar sem ormurinn náðist ekki vegna þess hve fljótur hann var að koma sér undan, var op klippt án tafar í slímhúðina og náðist ormurinn lifandi. Í báðum tilfellum var um svokallaða lóasýkingu að ræða, eða afrískum augnormur.Berst í menn með biti dádýraflugu Í Læknablaðinu er tekið fram að Lóasníkillinn Loa loa sé þráðormur sem berst í menn með biti dádýraflugu og er landlægur víða í Vestur- og Mið-Afríkur. Talið er að 10 milljónir manna séu sýktar, en 30 milljónir eru útsettar fyrir sníklinum og vangreining algeng. Á vissum svæðum Afríku er algengi sýkingarinnar meðal íbúa meira en 40 prósent. Ferðamenn geta sýkst, en hættan er sögð fremur lítil þar sem að sýkingarhættan er tengd því hversu lengi fólk er útsett. Tekið er fram í Læknablaðinu að loa smitast þegar dádýraflugur bíta fólk til blóðs, en við það berast lirfur þráðorma á þriðja þroskastigi í bitsárið. Þessar lirfur þroskast síðan í fullorðna orma á þremur mánuðum. Fullvaxta ormar geta valdið sýkingareinkennum og halda gjarnan til í undirhúð en geta ferðast um allan líkamann, þar með talið til augna. Eftir 6-12 mánuði taka hinir fullorðnu ormar að fjölga sér og geta losað mörg þúsund forlirfur í blóðrásinaHér má sjá greinina í heild í Læknablaðinu.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira