Djokovic vann Federer-banann og er kominn í undanúrslit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2018 07:30 Novak Djokovic fagnar sigri og þakkar John Millman fyrir leikinn. Vísir/Getty Novak Djokovic hefur aldrei tapað í átta manna úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis og það breyttist heldur ekki í nótt þegar hann komst í ellefta sinn í undaúrslit risamótsins í New York. Novak Djokovic vann Ástralann John Millman í þremur settum, 6-3 6-4 6-4, en Millman hafði slegið úr svissnesku tennisgoðsögnina Roger Federer í leiknum á undan. Leikurinn tók tvo klukkutíma og 49 mínútur. Hinn 31 árs gamli Djokovic er á eftir sínum þriðja titli á Opna bandaríska meistaramótinu en hann hefur unnið allar ellefu viðureignir sínar í átta manna úrslitum á US Open.The Djoker Prevails!@DjokerNole gets past Millman 6-3, 6-4, 6-4 to set up a semifinal encounter against Kei Nishikori...#USOpenpic.twitter.com/NE59ZndaE6 — US Open Tennis (@usopen) September 6, 2018Novak Djokovic mætir Japananum Kei Nishikori í undanúrslitunum á morgun. Novak hefur unnið sjö af ellefu undanúrslitaviðureignum sínum á Opna bandaríska meistaramótinu í gegnum tíðina. Það er aðeins meira undir en bara sigur á risamóti fyrir Novak Djokovic. Með sigri á þessu móti myndi hann ná sínum fjórtánda sigri á risamóti og komast upp að hlið þeirra Pete Sampras og Ivan Lendl. Þá hefðu aðeins tveir unnið fleiri risamót en Serbinn eða þeir Roger Federer (20) og Rafael Nadal (17). Hin bandaríska Madison Keys tryggði sér sæti í undanúrslitum kvenna með sigri á Carla Suárez Navarro frá Spáni. Þá varð Naomi Osaka fyrsta japanska tenniskonan til að komast í undanúrslit á US Open þegar hún vann Lesia Tsurenko frá Úkraínu. Undanúrslit kvenna fara fram í dag. Þar mætast annarsvegar Serena Williams frá Bandaríkjunum og Anastasija Sevastova frá Lettlandi og hins vegar þær Madison Keys og Naomi Osaka. Báðir leikirnir fara fram á Arthur Ashe Stadium. Tennis Tengdar fréttir Númer 55 á heimslistanum en nógu góður til að slá Federer út á US Open Svissneski tennisspilarinn Roger Federer komst ekki í átta manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í ár. 4. september 2018 07:30 Vann mót í maí en fékk 22 sinnum meira fyrir að vinna Federer í nótt Ástralinn John Millman kom flestum á óvart með því að vinna tennisgoðsögnina Roger Federer á Opna bandaríska meistaramótinu í nótt. 4. september 2018 13:30 Nadal í undanúrslit eftir fimm tíma maraþonleik Spánverjinn Rafael Nadal á ennþá möguleika á þvi að verja titil sinn á Opna meistaramótinu í tennis eftir sigur í átta manna úrslitunum í nótt. Leikurinn kostaði hinsvegar mikla orku og endaði ekki fyrr en tvö um nóttina af staðartíma. 5. september 2018 07:30 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Sjá meira
Novak Djokovic hefur aldrei tapað í átta manna úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis og það breyttist heldur ekki í nótt þegar hann komst í ellefta sinn í undaúrslit risamótsins í New York. Novak Djokovic vann Ástralann John Millman í þremur settum, 6-3 6-4 6-4, en Millman hafði slegið úr svissnesku tennisgoðsögnina Roger Federer í leiknum á undan. Leikurinn tók tvo klukkutíma og 49 mínútur. Hinn 31 árs gamli Djokovic er á eftir sínum þriðja titli á Opna bandaríska meistaramótinu en hann hefur unnið allar ellefu viðureignir sínar í átta manna úrslitum á US Open.The Djoker Prevails!@DjokerNole gets past Millman 6-3, 6-4, 6-4 to set up a semifinal encounter against Kei Nishikori...#USOpenpic.twitter.com/NE59ZndaE6 — US Open Tennis (@usopen) September 6, 2018Novak Djokovic mætir Japananum Kei Nishikori í undanúrslitunum á morgun. Novak hefur unnið sjö af ellefu undanúrslitaviðureignum sínum á Opna bandaríska meistaramótinu í gegnum tíðina. Það er aðeins meira undir en bara sigur á risamóti fyrir Novak Djokovic. Með sigri á þessu móti myndi hann ná sínum fjórtánda sigri á risamóti og komast upp að hlið þeirra Pete Sampras og Ivan Lendl. Þá hefðu aðeins tveir unnið fleiri risamót en Serbinn eða þeir Roger Federer (20) og Rafael Nadal (17). Hin bandaríska Madison Keys tryggði sér sæti í undanúrslitum kvenna með sigri á Carla Suárez Navarro frá Spáni. Þá varð Naomi Osaka fyrsta japanska tenniskonan til að komast í undanúrslit á US Open þegar hún vann Lesia Tsurenko frá Úkraínu. Undanúrslit kvenna fara fram í dag. Þar mætast annarsvegar Serena Williams frá Bandaríkjunum og Anastasija Sevastova frá Lettlandi og hins vegar þær Madison Keys og Naomi Osaka. Báðir leikirnir fara fram á Arthur Ashe Stadium.
Tennis Tengdar fréttir Númer 55 á heimslistanum en nógu góður til að slá Federer út á US Open Svissneski tennisspilarinn Roger Federer komst ekki í átta manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í ár. 4. september 2018 07:30 Vann mót í maí en fékk 22 sinnum meira fyrir að vinna Federer í nótt Ástralinn John Millman kom flestum á óvart með því að vinna tennisgoðsögnina Roger Federer á Opna bandaríska meistaramótinu í nótt. 4. september 2018 13:30 Nadal í undanúrslit eftir fimm tíma maraþonleik Spánverjinn Rafael Nadal á ennþá möguleika á þvi að verja titil sinn á Opna meistaramótinu í tennis eftir sigur í átta manna úrslitunum í nótt. Leikurinn kostaði hinsvegar mikla orku og endaði ekki fyrr en tvö um nóttina af staðartíma. 5. september 2018 07:30 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Sjá meira
Númer 55 á heimslistanum en nógu góður til að slá Federer út á US Open Svissneski tennisspilarinn Roger Federer komst ekki í átta manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í ár. 4. september 2018 07:30
Vann mót í maí en fékk 22 sinnum meira fyrir að vinna Federer í nótt Ástralinn John Millman kom flestum á óvart með því að vinna tennisgoðsögnina Roger Federer á Opna bandaríska meistaramótinu í nótt. 4. september 2018 13:30
Nadal í undanúrslit eftir fimm tíma maraþonleik Spánverjinn Rafael Nadal á ennþá möguleika á þvi að verja titil sinn á Opna meistaramótinu í tennis eftir sigur í átta manna úrslitunum í nótt. Leikurinn kostaði hinsvegar mikla orku og endaði ekki fyrr en tvö um nóttina af staðartíma. 5. september 2018 07:30