Kanadískt félag kaupir Green Energy Iceland Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. september 2018 07:00 Green Energy Geothermal vinnur að endurnýjun vélbúnaðar í gömlu gufustöðinni í Bjarnarflagi. Framkvæmdir hófust í mars. Ljósmynd/Landsvirkjun Kanadíska fjárfestingarfélagið Energy Co-Invest Global hefur gengið frá kaupum á helstu eignum orkufyrirtækisins Green Energy Geothermal (GEG), þar á meðal Green Energy Iceland. Nýr eigandi hyggst sameina alla starfsemi GEG á heimsvísu í nýjum höfuðstöðvum í Reykjavík. GEG, sem var stofnað árið 2008 af íslenskum verkfræðingum í samvinnu við norska fjárfesta, sérhæfir sig í framleiðslu lítilla og meðalstórra jarðvarmavirkjana en félagið vinnur um þessar mundir að endurnýjun gömlu gufustöðvar Landsvirkjunar í Bjarnarflagi og hefur á síðustu árum reist fjölmargar jarðvarmavirkjanir í Kenía. Til viðbótar starfar félagið í Asíu, Karíbahafinu og Rómönsku-Ameríku. Ekki er vitað hvert kaupverðið er. Green Energy Iceland tapaði 74,5 milljónum króna á síðasta ári en fram kemur í ársreikningi félagsins að nokkur óvissa hafi ríkt um verkefnastöðu samstæðunnar, sem er bresk, og þar af leiðandi rekstrarhæfi dótturfélagsins. Þó er tekið fram að greiðsluhæfi félagsins verði tryggt í nánustu framtíð. Er rakið í ársreikningnum að frá því í desember árið 2016 hafi hlutafé móðurfélagsins, GEG, verið aukið um 3,3 milljónir punda, jafnvirði 465 milljóna króna, í því augnamiði að standa við samninga félagsins, þar með talið við Landsvirkjun, og afla nýrra samninga. Þá skrifaði Green Energy Iceland undir samning við fjárfesta í apríl um stofnun þróunarfélags sem hyggst reisa 110 megavatta jarðvarmavirkjun í Indónesíu. Áætlað er að fjárfesting félagsins í verkefninu verði um 11 milljónir dala. 24 manns störfuðu hjá Green Energy Iceland í fyrra en tækni- og rannsóknarsvið samstæðunnar hafa verið til húsa hér á landi allt frá stofnun. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Kanadíska fjárfestingarfélagið Energy Co-Invest Global hefur gengið frá kaupum á helstu eignum orkufyrirtækisins Green Energy Geothermal (GEG), þar á meðal Green Energy Iceland. Nýr eigandi hyggst sameina alla starfsemi GEG á heimsvísu í nýjum höfuðstöðvum í Reykjavík. GEG, sem var stofnað árið 2008 af íslenskum verkfræðingum í samvinnu við norska fjárfesta, sérhæfir sig í framleiðslu lítilla og meðalstórra jarðvarmavirkjana en félagið vinnur um þessar mundir að endurnýjun gömlu gufustöðvar Landsvirkjunar í Bjarnarflagi og hefur á síðustu árum reist fjölmargar jarðvarmavirkjanir í Kenía. Til viðbótar starfar félagið í Asíu, Karíbahafinu og Rómönsku-Ameríku. Ekki er vitað hvert kaupverðið er. Green Energy Iceland tapaði 74,5 milljónum króna á síðasta ári en fram kemur í ársreikningi félagsins að nokkur óvissa hafi ríkt um verkefnastöðu samstæðunnar, sem er bresk, og þar af leiðandi rekstrarhæfi dótturfélagsins. Þó er tekið fram að greiðsluhæfi félagsins verði tryggt í nánustu framtíð. Er rakið í ársreikningnum að frá því í desember árið 2016 hafi hlutafé móðurfélagsins, GEG, verið aukið um 3,3 milljónir punda, jafnvirði 465 milljóna króna, í því augnamiði að standa við samninga félagsins, þar með talið við Landsvirkjun, og afla nýrra samninga. Þá skrifaði Green Energy Iceland undir samning við fjárfesta í apríl um stofnun þróunarfélags sem hyggst reisa 110 megavatta jarðvarmavirkjun í Indónesíu. Áætlað er að fjárfesting félagsins í verkefninu verði um 11 milljónir dala. 24 manns störfuðu hjá Green Energy Iceland í fyrra en tækni- og rannsóknarsvið samstæðunnar hafa verið til húsa hér á landi allt frá stofnun.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira