Hátt núðluverð í Þrastalundi kom eigandanum á óvart Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. september 2018 14:45 Þrastalundur er eflaust einn nafntogaðasti söluskáli á Suðurlandi eftir reglulegar fréttir af viðskiptaháttum hans á síðustu misserum. Vísir Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar í Grímsnesi, kom af fjöllum þegar blaðamaður spurðist fyrir um verðið á núðlum sem hægt er að fá í kjörbúð söluskálans. Um er að ræða Pot Noodle frá Knorr, núðlupakka sem hellt er heitu vatni yfir og hægt er að neyta beint upp úr plastöskjunni. Lesanda Vísis þótti uppsett verð, 750 krónur, vera óhóflegt því núðlur séu alla jafna með ódýrari matvælum. Því til staðfestingar megi fá sömu núðlutegund á 249 krónur í verslun Nettó á Selfossi, steinsnar frá Þrastalundi. Í samtali við Vísi tók Sverrir í sama streng. Í fljótu bragði þætti honum þetta hátt verð fyrir núðlur. Eftir að hafa spurst fyrir meðal starfsmanna Þrastalundar hafi niðurstaðan verið sú að um „mistök í verðlagningu“ hafi verið að ræða. Því hafi hann tekið ákvörðun um að lækka verðið í 450 krónur eftir ábendingu blaðamanns.Umræddar núðlur, fyrir og eftir verðbreytingu.Aðsendar„Ég er ánægður með að fólk sé að fylgjast með og passa upp á okkur, því markmiðið er svo sannarlega að bjóða upp á ljúffengan mat, góða þjónustu og gott úrval í versluninni á sanngjörnu verði,“ segir Sverrir. Hann vill jafnframt taka fram að í Þrastalundi sé búið að koma upp aðstöðu fyrir ferðalanga - „hér er snyrting sem er ekki rukkað fyrir notkun, fólk getur svo keypt sér mat í versluninni okkar og borðað í notalegu umhverfi. Hér er frítt íslenskt vatn eins og menn geta í sig látið, frítt internet og svo framvegis,“ segir Sverrir. Fólk sé því ekki aðeins að greiða fyrir vörurnar í Þrastalundi heldur einnig aðgengi að þessari aðstöðu.Sjá einnig: Brönsinn í Þrastalundi milli tannanna á fólkiÞetta er í annað sinn á þessu ári sem verð í Þrastalundi hefur verið lækkað eftir símhringingu blaðamanns. Það gerðist síðast í upphafi árs þegar verðið á hálfslítra vatnsflösku var lækkað hressilega. Athygli vekur að vatnsflöskuverðlækkunin, úr 750 krónum í 450, er sú sama og í tilfelli núðluréttarins. Lækkunin á vatninu og núðlunum nemur því 40 prósentum. Þrastalundur er vinsæll áningarstaður á Suðurlandi, þangað sem ferðamenn og áhrifavaldar leggja reglulega leið sína. Staðurinn hefur ítrekað ratað í fréttirnar, ekki aðeins fyrir verðlag og sýnileika á samfélagsmiðlum heldur einnig fyrir auðvelt aðgengi að áfengi í kjörbúð Þrastalundar. Þá hefur eigandinn, Sverrir Einar, einnig fangað athygli fjölmiðla fyrir margvísleg viðskipti, til að mynda með íbúðir, pizzur og gull. Neytendur Tengdar fréttir Lækkuðu verðið um 40 prósent eftir símtal frá blaðamanni 750 mL vatnsflaska kostaði 750 krónur í Þrastarludni þar til eigandanum barst símtal. 14. janúar 2018 23:38 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar í Grímsnesi, kom af fjöllum þegar blaðamaður spurðist fyrir um verðið á núðlum sem hægt er að fá í kjörbúð söluskálans. Um er að ræða Pot Noodle frá Knorr, núðlupakka sem hellt er heitu vatni yfir og hægt er að neyta beint upp úr plastöskjunni. Lesanda Vísis þótti uppsett verð, 750 krónur, vera óhóflegt því núðlur séu alla jafna með ódýrari matvælum. Því til staðfestingar megi fá sömu núðlutegund á 249 krónur í verslun Nettó á Selfossi, steinsnar frá Þrastalundi. Í samtali við Vísi tók Sverrir í sama streng. Í fljótu bragði þætti honum þetta hátt verð fyrir núðlur. Eftir að hafa spurst fyrir meðal starfsmanna Þrastalundar hafi niðurstaðan verið sú að um „mistök í verðlagningu“ hafi verið að ræða. Því hafi hann tekið ákvörðun um að lækka verðið í 450 krónur eftir ábendingu blaðamanns.Umræddar núðlur, fyrir og eftir verðbreytingu.Aðsendar„Ég er ánægður með að fólk sé að fylgjast með og passa upp á okkur, því markmiðið er svo sannarlega að bjóða upp á ljúffengan mat, góða þjónustu og gott úrval í versluninni á sanngjörnu verði,“ segir Sverrir. Hann vill jafnframt taka fram að í Þrastalundi sé búið að koma upp aðstöðu fyrir ferðalanga - „hér er snyrting sem er ekki rukkað fyrir notkun, fólk getur svo keypt sér mat í versluninni okkar og borðað í notalegu umhverfi. Hér er frítt íslenskt vatn eins og menn geta í sig látið, frítt internet og svo framvegis,“ segir Sverrir. Fólk sé því ekki aðeins að greiða fyrir vörurnar í Þrastalundi heldur einnig aðgengi að þessari aðstöðu.Sjá einnig: Brönsinn í Þrastalundi milli tannanna á fólkiÞetta er í annað sinn á þessu ári sem verð í Þrastalundi hefur verið lækkað eftir símhringingu blaðamanns. Það gerðist síðast í upphafi árs þegar verðið á hálfslítra vatnsflösku var lækkað hressilega. Athygli vekur að vatnsflöskuverðlækkunin, úr 750 krónum í 450, er sú sama og í tilfelli núðluréttarins. Lækkunin á vatninu og núðlunum nemur því 40 prósentum. Þrastalundur er vinsæll áningarstaður á Suðurlandi, þangað sem ferðamenn og áhrifavaldar leggja reglulega leið sína. Staðurinn hefur ítrekað ratað í fréttirnar, ekki aðeins fyrir verðlag og sýnileika á samfélagsmiðlum heldur einnig fyrir auðvelt aðgengi að áfengi í kjörbúð Þrastalundar. Þá hefur eigandinn, Sverrir Einar, einnig fangað athygli fjölmiðla fyrir margvísleg viðskipti, til að mynda með íbúðir, pizzur og gull.
Neytendur Tengdar fréttir Lækkuðu verðið um 40 prósent eftir símtal frá blaðamanni 750 mL vatnsflaska kostaði 750 krónur í Þrastarludni þar til eigandanum barst símtal. 14. janúar 2018 23:38 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Lækkuðu verðið um 40 prósent eftir símtal frá blaðamanni 750 mL vatnsflaska kostaði 750 krónur í Þrastarludni þar til eigandanum barst símtal. 14. janúar 2018 23:38
Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30
Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00