Lækkuðu verðið um 40 prósent eftir símtal frá blaðamanni Ingvar Þór Björnsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 14. janúar 2018 23:38 Matvara til sölu í kjörbúð Þrastarlundar. vísir/sveinn Vakin var athygli á því á Twitter í dag að 750 millilítra vatnsflaska í Þrastarlundi í Grímsnesi kostaði 750 krónur. Ein króna millilítrinn. Netverjar vitnuðu í Lion King og annar lét lögregluna vita. Greinilegt að margir voru á því að verðið væri alltof hátt.Blaðamaður hjá Mbl.is heyrði í Sverri Einar Eiríkssyni, eiganda Þrastarlundar sem komist hefur í fréttirnar fyrir viðskipti með íbúðir, gull og dögurð í Þrastarlundi undanfarin misseri. Sverrir sagði að verð á vörum staðarins tæki mið af verðlagi annars staðar og ef verð á vatninu væri miklu hærra en á öðrum stöðum þyrfti að skoða það. Sverrir Einar Eiríksson hefur vakið athygli fyrir ýmis viðskipti undanfarin ár.Vísir„Stundum verðleggjum við of lágt og auðvitað getur komið fyrir að við verðleggjum of hátt, en ég vona að svo sé ekki,“ sagði Sverrir sem kannaði betur málið varðandi verðið á vatninu. Í ljós kom að verðið hefði verið alltof hátt undanfarna sex mánuði, fyrir mistök að sögn Sverris. Sagðist Sverrir hafa lækkað verðið í 450 krónur fyrir 750 millilítra flösku. Eins lítra flaska kosti aftur á móti 500 krónur. Eitt símtal blaðamanns virðist því hafa lækkað verðið á Icelandic Glacial vatni um 40-50 prósent. Þrastarlundur er vinsæll veitingastaður hjá ferðamönnum og versla margir í kjörbúðinni þar á leið sinni um landið. Einnig heimsækja margir Íslendingar Þrastarlund og eru áhrifavaldar á samfélagsmiðlum duglegir að auglýsa staðinn.Að neðan má sjá tístið hennar Marsibil sem vakti upphaflega athygli á verðinu. Ekki í lagi - @þrastalundur pic.twitter.com/BdjIv3T8Up — Marsibil (@libisram) January 14, 2018 Neytendur Tengdar fréttir Bjór og léttvín seld í kjörbúð Þrastalundar Áfengi er selt innan um matvöru í Þrastalundi við Sogið. Eigandi fyrirtækisins þvertekur fyrir að hægt sé að ganga út með bjór eða léttvín en dæmi eru um slíkt. 23. október 2017 06:00 Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira
Vakin var athygli á því á Twitter í dag að 750 millilítra vatnsflaska í Þrastarlundi í Grímsnesi kostaði 750 krónur. Ein króna millilítrinn. Netverjar vitnuðu í Lion King og annar lét lögregluna vita. Greinilegt að margir voru á því að verðið væri alltof hátt.Blaðamaður hjá Mbl.is heyrði í Sverri Einar Eiríkssyni, eiganda Þrastarlundar sem komist hefur í fréttirnar fyrir viðskipti með íbúðir, gull og dögurð í Þrastarlundi undanfarin misseri. Sverrir sagði að verð á vörum staðarins tæki mið af verðlagi annars staðar og ef verð á vatninu væri miklu hærra en á öðrum stöðum þyrfti að skoða það. Sverrir Einar Eiríksson hefur vakið athygli fyrir ýmis viðskipti undanfarin ár.Vísir„Stundum verðleggjum við of lágt og auðvitað getur komið fyrir að við verðleggjum of hátt, en ég vona að svo sé ekki,“ sagði Sverrir sem kannaði betur málið varðandi verðið á vatninu. Í ljós kom að verðið hefði verið alltof hátt undanfarna sex mánuði, fyrir mistök að sögn Sverris. Sagðist Sverrir hafa lækkað verðið í 450 krónur fyrir 750 millilítra flösku. Eins lítra flaska kosti aftur á móti 500 krónur. Eitt símtal blaðamanns virðist því hafa lækkað verðið á Icelandic Glacial vatni um 40-50 prósent. Þrastarlundur er vinsæll veitingastaður hjá ferðamönnum og versla margir í kjörbúðinni þar á leið sinni um landið. Einnig heimsækja margir Íslendingar Þrastarlund og eru áhrifavaldar á samfélagsmiðlum duglegir að auglýsa staðinn.Að neðan má sjá tístið hennar Marsibil sem vakti upphaflega athygli á verðinu. Ekki í lagi - @þrastalundur pic.twitter.com/BdjIv3T8Up — Marsibil (@libisram) January 14, 2018
Neytendur Tengdar fréttir Bjór og léttvín seld í kjörbúð Þrastalundar Áfengi er selt innan um matvöru í Þrastalundi við Sogið. Eigandi fyrirtækisins þvertekur fyrir að hægt sé að ganga út með bjór eða léttvín en dæmi eru um slíkt. 23. október 2017 06:00 Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira
Bjór og léttvín seld í kjörbúð Þrastalundar Áfengi er selt innan um matvöru í Þrastalundi við Sogið. Eigandi fyrirtækisins þvertekur fyrir að hægt sé að ganga út með bjór eða léttvín en dæmi eru um slíkt. 23. október 2017 06:00
Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00