Svipting atvinnuréttinda Þórður Ingi Bjarnason skrifar 5. september 2018 10:11 Í lok febrúar 2015 samþykkti Alþingi ýmsar breytingar á umferðarlögum sem meðal annars kveða á um skyldur atvinnubílstjóra til endurmenntunar. Breytingin snýr að ákvæðum sem fela í sér innleiðingu eða leiðréttingu á innleiðingu EES-reglugerðar sem Ísland hefur skuldbundið sig til að veita gildi innan ákveðins frests. Gefinn er frestur til næstkomandi mánudags, 10. september fyrir atvinnubílstjóra til að ljúka endurmenntun sem þarf að fara fram á fimm ára fresti. Bílstjóri sem ekur stórri bifreið í ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni skal sækja 35 kennslustunda endurmenntun á 5 ára fresti sem veitir bílstjóra atvinnuleyfi í EES ríkjunum. Námskeiðið samanstendur af fimm námskeiðum sem hvert um sig stendur yfir í sjö klukkustundir og kostar hvert námskeið um kr. 20.000 og heildarkostnaður er því um kr. 100.000. Sjálfur hef ég ekið hópferðabílum frá árinu 1994 eða í 24 ár og tel ég mig hafa öðlast mikla reynslu á þessu sviði um þjóðvegi landsins. Á næstu dögum missi ég mín atvinnuréttindi með einni löggjöf og velti ég því fyrir mér hvort það sé réttlætanlegt að bílstjóri þurfi að greiða á fimm ára fresti um 100.000 krónur til að halda atvinnu sinni. Bílstjórar sem sækja ekki endurmenntun mega aka áfram öllum þeim bifreiðum sem meiraprófið nær til en mega ekki hafa það að atvinnu. Ég get því tekið 60 manna rútu á leigu og ekið með fjölskyldu og vini en ef ég ætlaði að aka sama bíl í atvinnuskyni þá er ég réttindalaus. Ég veit ekki til þess að aðrar starfsstéttir þurfi að endurnýja þau próf sem starfsmenn hafa tekið til að halda sínu starfi og tel ég því að um mikla mismunum sé að ræða á milli ólíkra starfsstétta. Þar sem um er að ræða innleiðingu á samræmdri EES reglugerð hefði mér þótt að lágmarki eðlilegt að þeir sem hafa nú þegar aukin ökuréttindi myndu halda þeim hér innanlands en sækja endurmenntun ef til stæði að keyra í atvinnuskyni annars staðar í Evrópu. Þarna hefðu íslensk stjórnvöld átt að standa í lappirnar og verja þessa stétt sem nú þegar er erfitt að manna með sífellt aukinni eftirspurn atvinnubílstjóra, meðal annars vegna sífelldrar fjölgunar ferðamanna. Síðustu ár hefur verið skortur á bílstjórum og tel ég að þessi breyting muni auka þann vanda. Margir hafa unnið aukalega á hópferðabílum í nokkrar vikur á ári þegar álagið er sem mest og er ólíklegt að þeir munu fara á endurmenntunarnámskeið til að endurnýja sín réttindi þar sem laun í þessum geira hafa nú ekki verið mikil hingað til, hvað þá ef bæta þarf þessum kostnaði við. Það er að mínu mati ekki forsvaranlegt að við tökum við öllum EES reglugerðum og samþykkjum þær án þess að velta fyrir okkur hvaða afleiðingar það hefur fyrir okkur Íslendinga. Okkar sérstaða er mikil og því þarf að taka tillit til þess áður en ákvarðanir sem þessar eru teknar. Þórður Ingi Bjarnason Ferðamálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í lok febrúar 2015 samþykkti Alþingi ýmsar breytingar á umferðarlögum sem meðal annars kveða á um skyldur atvinnubílstjóra til endurmenntunar. Breytingin snýr að ákvæðum sem fela í sér innleiðingu eða leiðréttingu á innleiðingu EES-reglugerðar sem Ísland hefur skuldbundið sig til að veita gildi innan ákveðins frests. Gefinn er frestur til næstkomandi mánudags, 10. september fyrir atvinnubílstjóra til að ljúka endurmenntun sem þarf að fara fram á fimm ára fresti. Bílstjóri sem ekur stórri bifreið í ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni skal sækja 35 kennslustunda endurmenntun á 5 ára fresti sem veitir bílstjóra atvinnuleyfi í EES ríkjunum. Námskeiðið samanstendur af fimm námskeiðum sem hvert um sig stendur yfir í sjö klukkustundir og kostar hvert námskeið um kr. 20.000 og heildarkostnaður er því um kr. 100.000. Sjálfur hef ég ekið hópferðabílum frá árinu 1994 eða í 24 ár og tel ég mig hafa öðlast mikla reynslu á þessu sviði um þjóðvegi landsins. Á næstu dögum missi ég mín atvinnuréttindi með einni löggjöf og velti ég því fyrir mér hvort það sé réttlætanlegt að bílstjóri þurfi að greiða á fimm ára fresti um 100.000 krónur til að halda atvinnu sinni. Bílstjórar sem sækja ekki endurmenntun mega aka áfram öllum þeim bifreiðum sem meiraprófið nær til en mega ekki hafa það að atvinnu. Ég get því tekið 60 manna rútu á leigu og ekið með fjölskyldu og vini en ef ég ætlaði að aka sama bíl í atvinnuskyni þá er ég réttindalaus. Ég veit ekki til þess að aðrar starfsstéttir þurfi að endurnýja þau próf sem starfsmenn hafa tekið til að halda sínu starfi og tel ég því að um mikla mismunum sé að ræða á milli ólíkra starfsstétta. Þar sem um er að ræða innleiðingu á samræmdri EES reglugerð hefði mér þótt að lágmarki eðlilegt að þeir sem hafa nú þegar aukin ökuréttindi myndu halda þeim hér innanlands en sækja endurmenntun ef til stæði að keyra í atvinnuskyni annars staðar í Evrópu. Þarna hefðu íslensk stjórnvöld átt að standa í lappirnar og verja þessa stétt sem nú þegar er erfitt að manna með sífellt aukinni eftirspurn atvinnubílstjóra, meðal annars vegna sífelldrar fjölgunar ferðamanna. Síðustu ár hefur verið skortur á bílstjórum og tel ég að þessi breyting muni auka þann vanda. Margir hafa unnið aukalega á hópferðabílum í nokkrar vikur á ári þegar álagið er sem mest og er ólíklegt að þeir munu fara á endurmenntunarnámskeið til að endurnýja sín réttindi þar sem laun í þessum geira hafa nú ekki verið mikil hingað til, hvað þá ef bæta þarf þessum kostnaði við. Það er að mínu mati ekki forsvaranlegt að við tökum við öllum EES reglugerðum og samþykkjum þær án þess að velta fyrir okkur hvaða afleiðingar það hefur fyrir okkur Íslendinga. Okkar sérstaða er mikil og því þarf að taka tillit til þess áður en ákvarðanir sem þessar eru teknar. Þórður Ingi Bjarnason Ferðamálafræðingur
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun