Bólusetningartillagan felld í borgarstjórn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2018 08:18 Hildur Björnsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún sést hér með kollegum sínum, Mörtu Guðjónsdóttur og Eyþóri Arnalds. fréttablaðið/sigtryggur ari Tillaga Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að gera bólusetningar að skilyrði við innritun barna á leikskólum Reykjavíkur var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Greiddu þrettán borgarfulltrúar atkvæði gegn tillögunni og tíu greiddu atkvæði með. Þrjár bókanir voru boðaðar við tillöguna. Í tillögunni, sem sjá má í heild sinni hér, er meðal annars vísað í það að sóttvarnalæknir telji þátttöku í almennum bólusetningum hér á landi ekki fullnægjandi. Þá er jafnframt vísað í það hversu mjög mislingatilfellum hefur fjölgað í Evrópu á síðastliðnum tveimur árum. Eftir að Hildur hafði flutt tillöguna í borgarstjórn tók Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, til máls. Hann þakkaði fyrir tillöguna en kvaðst ekki fyllilega sammála henni þó að hann væri einarður talsmaður bólusetninga og deildi áhyggjum af því að hlutfall bólusettra væri ekki nógu hátt, sérstaklega þegar litið væri til mislinga. Þá fagnaði hann umræðunni um og sagði hana mikilvæga til að vekja foreldra til umhugsunar um hvort þeir hafi gleymt skoðunum á börnunum sínum.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Fréttablaðið/Anton BrinkVæri verið að tala um rétt barna til menntunar Dagur rifjaði síðan upp það þegar sambærileg tillaga var borin upp í borgarstjórn fyrir nokkrum árum en í henni var lagt til að farið yrði í samtal við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, um málið. „Ég treysti Þórólfi Guðnasyni mjög vel til að hafa yfirlit yfir þetta og meta þetta. Það sem mér finnst vera kjarni málsins hjá honum er að honum finnst meðalhófs ekki gætt á meðan í raun heilbrigðiskerfið og heilsugæslan eru ekki búin að klára sína vinnu og gera það eins vel og það getur,“ sagði Dagur, en í umræðunni nú hefur sóttvarnalæknir einnig sagt að honum þyki ekki tímabært að grípa til slíkra aðgerða eins og að skylda foreldra til að láta bólusetja börnin sín. Borgarstjóri sagði síðan að verið væri að tala um rétt barna til menntunar. „Það sem við erum að tala um varðandi leikskóla ætti hugsanlega líka við um grunnskóla. Við getum ekki vegið það léttvægt að mínu mati að setja einhverjar þær reglur ef aðrar mýkri leiðir eru í boði sem svipta börn, vegna afstöðu foreldra eða einhvers annars trassaskapar, því að vera inni á leikskóla.“ Þá sagði Dagur að honum þætti hættan á mislingafaraldri fullkomlega löglegt sjónarmið í því að velta fyrir sér einhvers konar skyldu til bólusetninga eða annarra aðgera. „En við verðum að meta á hverjum tíma hvort það séu það slíkir almannahagsmunir undir að það réttlæti svona róttæka aðgerð eins og að vísa einhverjum frá leikskóla.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00 Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Með og á móti: Eiga bólusetningar að vera skilyrði fyrir inntöku barna á leikskóla? Borgarfulltrúarnir Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, og Hildur Björnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, rökræða um bólusetningar sem skilyrði fyrir inntöku barna í leikskóla borgarinnar. 1. september 2018 09:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Tillaga Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að gera bólusetningar að skilyrði við innritun barna á leikskólum Reykjavíkur var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Greiddu þrettán borgarfulltrúar atkvæði gegn tillögunni og tíu greiddu atkvæði með. Þrjár bókanir voru boðaðar við tillöguna. Í tillögunni, sem sjá má í heild sinni hér, er meðal annars vísað í það að sóttvarnalæknir telji þátttöku í almennum bólusetningum hér á landi ekki fullnægjandi. Þá er jafnframt vísað í það hversu mjög mislingatilfellum hefur fjölgað í Evrópu á síðastliðnum tveimur árum. Eftir að Hildur hafði flutt tillöguna í borgarstjórn tók Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, til máls. Hann þakkaði fyrir tillöguna en kvaðst ekki fyllilega sammála henni þó að hann væri einarður talsmaður bólusetninga og deildi áhyggjum af því að hlutfall bólusettra væri ekki nógu hátt, sérstaklega þegar litið væri til mislinga. Þá fagnaði hann umræðunni um og sagði hana mikilvæga til að vekja foreldra til umhugsunar um hvort þeir hafi gleymt skoðunum á börnunum sínum.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Fréttablaðið/Anton BrinkVæri verið að tala um rétt barna til menntunar Dagur rifjaði síðan upp það þegar sambærileg tillaga var borin upp í borgarstjórn fyrir nokkrum árum en í henni var lagt til að farið yrði í samtal við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, um málið. „Ég treysti Þórólfi Guðnasyni mjög vel til að hafa yfirlit yfir þetta og meta þetta. Það sem mér finnst vera kjarni málsins hjá honum er að honum finnst meðalhófs ekki gætt á meðan í raun heilbrigðiskerfið og heilsugæslan eru ekki búin að klára sína vinnu og gera það eins vel og það getur,“ sagði Dagur, en í umræðunni nú hefur sóttvarnalæknir einnig sagt að honum þyki ekki tímabært að grípa til slíkra aðgerða eins og að skylda foreldra til að láta bólusetja börnin sín. Borgarstjóri sagði síðan að verið væri að tala um rétt barna til menntunar. „Það sem við erum að tala um varðandi leikskóla ætti hugsanlega líka við um grunnskóla. Við getum ekki vegið það léttvægt að mínu mati að setja einhverjar þær reglur ef aðrar mýkri leiðir eru í boði sem svipta börn, vegna afstöðu foreldra eða einhvers annars trassaskapar, því að vera inni á leikskóla.“ Þá sagði Dagur að honum þætti hættan á mislingafaraldri fullkomlega löglegt sjónarmið í því að velta fyrir sér einhvers konar skyldu til bólusetninga eða annarra aðgera. „En við verðum að meta á hverjum tíma hvort það séu það slíkir almannahagsmunir undir að það réttlæti svona róttæka aðgerð eins og að vísa einhverjum frá leikskóla.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00 Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Með og á móti: Eiga bólusetningar að vera skilyrði fyrir inntöku barna á leikskóla? Borgarfulltrúarnir Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, og Hildur Björnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, rökræða um bólusetningar sem skilyrði fyrir inntöku barna í leikskóla borgarinnar. 1. september 2018 09:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00
Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20
Með og á móti: Eiga bólusetningar að vera skilyrði fyrir inntöku barna á leikskóla? Borgarfulltrúarnir Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, og Hildur Björnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, rökræða um bólusetningar sem skilyrði fyrir inntöku barna í leikskóla borgarinnar. 1. september 2018 09:00