Markamaskínan fékk útrás á brettinu eftir engar mínútur í mikilvægustu leikjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2018 12:00 Sandra María Jessen var með á EM 2017. Vísir/Getty Íslenska kvennalandsliðið komst ekki á HM í fyrsta sinn þrátt fyrir vonir og væntingar fyrir lokaleik liðsins. Leikmenn liðsins voru skiljanlega svekktir en sumir fengu ekkert tækifæri til að hjálpa til við að ná markmiðinu. Íslenska landsliðskonan og fyrirliði Íslandsmeistara Þór/KA, Sandra María Jessen, fékk ekki að spila eina mínútu í leikjum landsliðsins á móti Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni HM. Sandra María Jessen hefur skorað 13 mörk í Pepsi-deildinni í sumar en landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson leitaði ekki til hennar í þessum mikilvægu leikjum. Miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir var sú eina sem skoraði í þremur síðustu leikjum íslenska liðsins í undankeppninni en þeir voru allir á Laugardalsvellinum. Glódís Perla skoraði tvö mörk á móti Slóvenum og svo eitt í gær á móti Tékkum. Engum miðjumanni eða sóknarmanni tókst að skora á þessum 270 mínútum. Telja má líklegt að Sandra María hafi verið mjög hungruð í að fá að spila í þessum leikjum.Sandra María hljóp 13 kílómetra á tæpum 79 mínútum sem verður að teljast fínasti tími.Instagram Söndru MaríuSandra María Jessen þekkir vel til leikmanna í báðum liðum því hún hefur spilað bæði í Þýskalandi (Bayer Leverkusen) og í Tékklandi (Slavia Prag). Í liði Tékka í gær voru margir fyrrum liðsfélagar Söndru í Slavia Prag. Sandra María var skiljanlega svekkt eftir að þurft að sitja á bekknum í þessar 180 mínútur og þurfti að fá útrás, ef marka má færslu hennar á Instagram. Hún flaug strax norður til Akureyrar og ákvað síðan að drífa sig í ræktina og hlaupa 13 kílómetra á hlaupabrettinu. Sandra María sagði frá þessu á Instagram þar sem hún birti mynd af hlaupabreyttinu undir orðunum „Smá útrás“. Fylgjendur hennar á fengu reyndar ekki að sjá tímann en hann hefur örugglega verið góður. Næst á dagskrá hjá Söndru Maríu er að hjálpa Þór/KA liðinu að vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Liðið er þar í harðri baráttu við Breiðablik en liðin mætast einmitt í hálfgerðum úrslitaleik um titilinn í Kópavogi á laugardaginn kemur. HM 2019 í Frakklandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið komst ekki á HM í fyrsta sinn þrátt fyrir vonir og væntingar fyrir lokaleik liðsins. Leikmenn liðsins voru skiljanlega svekktir en sumir fengu ekkert tækifæri til að hjálpa til við að ná markmiðinu. Íslenska landsliðskonan og fyrirliði Íslandsmeistara Þór/KA, Sandra María Jessen, fékk ekki að spila eina mínútu í leikjum landsliðsins á móti Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni HM. Sandra María Jessen hefur skorað 13 mörk í Pepsi-deildinni í sumar en landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson leitaði ekki til hennar í þessum mikilvægu leikjum. Miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir var sú eina sem skoraði í þremur síðustu leikjum íslenska liðsins í undankeppninni en þeir voru allir á Laugardalsvellinum. Glódís Perla skoraði tvö mörk á móti Slóvenum og svo eitt í gær á móti Tékkum. Engum miðjumanni eða sóknarmanni tókst að skora á þessum 270 mínútum. Telja má líklegt að Sandra María hafi verið mjög hungruð í að fá að spila í þessum leikjum.Sandra María hljóp 13 kílómetra á tæpum 79 mínútum sem verður að teljast fínasti tími.Instagram Söndru MaríuSandra María Jessen þekkir vel til leikmanna í báðum liðum því hún hefur spilað bæði í Þýskalandi (Bayer Leverkusen) og í Tékklandi (Slavia Prag). Í liði Tékka í gær voru margir fyrrum liðsfélagar Söndru í Slavia Prag. Sandra María var skiljanlega svekkt eftir að þurft að sitja á bekknum í þessar 180 mínútur og þurfti að fá útrás, ef marka má færslu hennar á Instagram. Hún flaug strax norður til Akureyrar og ákvað síðan að drífa sig í ræktina og hlaupa 13 kílómetra á hlaupabrettinu. Sandra María sagði frá þessu á Instagram þar sem hún birti mynd af hlaupabreyttinu undir orðunum „Smá útrás“. Fylgjendur hennar á fengu reyndar ekki að sjá tímann en hann hefur örugglega verið góður. Næst á dagskrá hjá Söndru Maríu er að hjálpa Þór/KA liðinu að vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Liðið er þar í harðri baráttu við Breiðablik en liðin mætast einmitt í hálfgerðum úrslitaleik um titilinn í Kópavogi á laugardaginn kemur.
HM 2019 í Frakklandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira