Nadal í undanúrslit eftir fimm tíma maraþonleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2018 07:30 Rafael Nadal fagnar sigri. Vísir/Getty Spánverjinn Rafael Nadal á ennþá möguleika á þvi að verja titil sinn á Opna meistaramótinu í tennis eftir sigur í átta manna úrslitunum í nótt. Leikurinn kostaði hinsvegar mikla orku og endaði ekki fyrr en tvö um nóttina af staðartíma. Serena Williams er komin í undanúrslit kvennamegin eftir sigur á hinni tékknesku Karolínu Plíšková í tveimur settum. Ríkjandi meistari kvennamegin, Sloane Stephens, er aftur á móti úr leik eftir tap á móti Anastasiju Sevastova frá Lettlandi. Anastasija er fyrsti Lettinn sem kemst svona langt á Opna bandaríska meistaramótinu.RAFA PREVAILS! In 4 hours and 49 minutes, @RafaelNadal defeats Thiem 0-6, 6-4, 7-5, 6-7, 7-6 at 2:04am!#USOpenpic.twitter.com/eHYr2rZy3Y — US Open Tennis (@usopen) September 5, 2018Rafael Nadal vann Dominic Thiem eftir fjögurra tíma og 49 mínútuna baráttu en þetta er lengsti leikurinn á US Open til þessa í ár. Nadal vann 0-6, 6-4, 7-5, 6-7 (4-7) og 7-6 (7-5). Nadal átti reyndar nóga orku eftir því hann fagnaði með því að hoppa yfir netið til að „hugga“ mótherja sinn. „Ég sagði við Dominic: Mér þykir þetta leitt en haltu áfram. Hann hefur nóg af tíma til að vinna og fær án vafa fleiri tækifæri í framtíðinni,“ sagði Rafael Nadal.Sportsmanship of the highest caliber... Hats off to @RafaelNadal and @ThiemDomi for an enormous effort tonight...#USOpenpic.twitter.com/NkWBSgV1Zm — US Open Tennis (@usopen) September 5, 2018Dominic Thiem er 25 ára Austurríkismaður og hans besti árangur er úrslitaleikurinn á Opna franska meistaramótinu árið 2017. Hann hafði hinsvegar aldrei komist áður svona langt á Opna bandaríska meistaramótinu. Rafael Nadal er sjö árum aldrei og er á eftir sínum fjórða sigri á Opna bandaríska en hann vann mótið 2010, 2013 og svo í fyrra. Rafael Nadal mætir Argentínumanninum í undanúrslitum Juan Martin del Potro sem fara fram á föstudaginn. Del Potro sló út Bandaríkjamanninn John Isner. Hinir leikirnir í átta manna úrslitum karla og kvenna fara síðan fram í kvöld og nótt.All the feels...@serenawilliams#USOpenpic.twitter.com/7ojWpCtddt — US Open Tennis (@usopen) September 5, 2018 Tennis Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Sjá meira
Spánverjinn Rafael Nadal á ennþá möguleika á þvi að verja titil sinn á Opna meistaramótinu í tennis eftir sigur í átta manna úrslitunum í nótt. Leikurinn kostaði hinsvegar mikla orku og endaði ekki fyrr en tvö um nóttina af staðartíma. Serena Williams er komin í undanúrslit kvennamegin eftir sigur á hinni tékknesku Karolínu Plíšková í tveimur settum. Ríkjandi meistari kvennamegin, Sloane Stephens, er aftur á móti úr leik eftir tap á móti Anastasiju Sevastova frá Lettlandi. Anastasija er fyrsti Lettinn sem kemst svona langt á Opna bandaríska meistaramótinu.RAFA PREVAILS! In 4 hours and 49 minutes, @RafaelNadal defeats Thiem 0-6, 6-4, 7-5, 6-7, 7-6 at 2:04am!#USOpenpic.twitter.com/eHYr2rZy3Y — US Open Tennis (@usopen) September 5, 2018Rafael Nadal vann Dominic Thiem eftir fjögurra tíma og 49 mínútuna baráttu en þetta er lengsti leikurinn á US Open til þessa í ár. Nadal vann 0-6, 6-4, 7-5, 6-7 (4-7) og 7-6 (7-5). Nadal átti reyndar nóga orku eftir því hann fagnaði með því að hoppa yfir netið til að „hugga“ mótherja sinn. „Ég sagði við Dominic: Mér þykir þetta leitt en haltu áfram. Hann hefur nóg af tíma til að vinna og fær án vafa fleiri tækifæri í framtíðinni,“ sagði Rafael Nadal.Sportsmanship of the highest caliber... Hats off to @RafaelNadal and @ThiemDomi for an enormous effort tonight...#USOpenpic.twitter.com/NkWBSgV1Zm — US Open Tennis (@usopen) September 5, 2018Dominic Thiem er 25 ára Austurríkismaður og hans besti árangur er úrslitaleikurinn á Opna franska meistaramótinu árið 2017. Hann hafði hinsvegar aldrei komist áður svona langt á Opna bandaríska meistaramótinu. Rafael Nadal er sjö árum aldrei og er á eftir sínum fjórða sigri á Opna bandaríska en hann vann mótið 2010, 2013 og svo í fyrra. Rafael Nadal mætir Argentínumanninum í undanúrslitum Juan Martin del Potro sem fara fram á föstudaginn. Del Potro sló út Bandaríkjamanninn John Isner. Hinir leikirnir í átta manna úrslitum karla og kvenna fara síðan fram í kvöld og nótt.All the feels...@serenawilliams#USOpenpic.twitter.com/7ojWpCtddt — US Open Tennis (@usopen) September 5, 2018
Tennis Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Sjá meira