Nadal í undanúrslit eftir fimm tíma maraþonleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2018 07:30 Rafael Nadal fagnar sigri. Vísir/Getty Spánverjinn Rafael Nadal á ennþá möguleika á þvi að verja titil sinn á Opna meistaramótinu í tennis eftir sigur í átta manna úrslitunum í nótt. Leikurinn kostaði hinsvegar mikla orku og endaði ekki fyrr en tvö um nóttina af staðartíma. Serena Williams er komin í undanúrslit kvennamegin eftir sigur á hinni tékknesku Karolínu Plíšková í tveimur settum. Ríkjandi meistari kvennamegin, Sloane Stephens, er aftur á móti úr leik eftir tap á móti Anastasiju Sevastova frá Lettlandi. Anastasija er fyrsti Lettinn sem kemst svona langt á Opna bandaríska meistaramótinu.RAFA PREVAILS! In 4 hours and 49 minutes, @RafaelNadal defeats Thiem 0-6, 6-4, 7-5, 6-7, 7-6 at 2:04am!#USOpenpic.twitter.com/eHYr2rZy3Y — US Open Tennis (@usopen) September 5, 2018Rafael Nadal vann Dominic Thiem eftir fjögurra tíma og 49 mínútuna baráttu en þetta er lengsti leikurinn á US Open til þessa í ár. Nadal vann 0-6, 6-4, 7-5, 6-7 (4-7) og 7-6 (7-5). Nadal átti reyndar nóga orku eftir því hann fagnaði með því að hoppa yfir netið til að „hugga“ mótherja sinn. „Ég sagði við Dominic: Mér þykir þetta leitt en haltu áfram. Hann hefur nóg af tíma til að vinna og fær án vafa fleiri tækifæri í framtíðinni,“ sagði Rafael Nadal.Sportsmanship of the highest caliber... Hats off to @RafaelNadal and @ThiemDomi for an enormous effort tonight...#USOpenpic.twitter.com/NkWBSgV1Zm — US Open Tennis (@usopen) September 5, 2018Dominic Thiem er 25 ára Austurríkismaður og hans besti árangur er úrslitaleikurinn á Opna franska meistaramótinu árið 2017. Hann hafði hinsvegar aldrei komist áður svona langt á Opna bandaríska meistaramótinu. Rafael Nadal er sjö árum aldrei og er á eftir sínum fjórða sigri á Opna bandaríska en hann vann mótið 2010, 2013 og svo í fyrra. Rafael Nadal mætir Argentínumanninum í undanúrslitum Juan Martin del Potro sem fara fram á föstudaginn. Del Potro sló út Bandaríkjamanninn John Isner. Hinir leikirnir í átta manna úrslitum karla og kvenna fara síðan fram í kvöld og nótt.All the feels...@serenawilliams#USOpenpic.twitter.com/7ojWpCtddt — US Open Tennis (@usopen) September 5, 2018 Tennis Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sport Fleiri fréttir „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Sjá meira
Spánverjinn Rafael Nadal á ennþá möguleika á þvi að verja titil sinn á Opna meistaramótinu í tennis eftir sigur í átta manna úrslitunum í nótt. Leikurinn kostaði hinsvegar mikla orku og endaði ekki fyrr en tvö um nóttina af staðartíma. Serena Williams er komin í undanúrslit kvennamegin eftir sigur á hinni tékknesku Karolínu Plíšková í tveimur settum. Ríkjandi meistari kvennamegin, Sloane Stephens, er aftur á móti úr leik eftir tap á móti Anastasiju Sevastova frá Lettlandi. Anastasija er fyrsti Lettinn sem kemst svona langt á Opna bandaríska meistaramótinu.RAFA PREVAILS! In 4 hours and 49 minutes, @RafaelNadal defeats Thiem 0-6, 6-4, 7-5, 6-7, 7-6 at 2:04am!#USOpenpic.twitter.com/eHYr2rZy3Y — US Open Tennis (@usopen) September 5, 2018Rafael Nadal vann Dominic Thiem eftir fjögurra tíma og 49 mínútuna baráttu en þetta er lengsti leikurinn á US Open til þessa í ár. Nadal vann 0-6, 6-4, 7-5, 6-7 (4-7) og 7-6 (7-5). Nadal átti reyndar nóga orku eftir því hann fagnaði með því að hoppa yfir netið til að „hugga“ mótherja sinn. „Ég sagði við Dominic: Mér þykir þetta leitt en haltu áfram. Hann hefur nóg af tíma til að vinna og fær án vafa fleiri tækifæri í framtíðinni,“ sagði Rafael Nadal.Sportsmanship of the highest caliber... Hats off to @RafaelNadal and @ThiemDomi for an enormous effort tonight...#USOpenpic.twitter.com/NkWBSgV1Zm — US Open Tennis (@usopen) September 5, 2018Dominic Thiem er 25 ára Austurríkismaður og hans besti árangur er úrslitaleikurinn á Opna franska meistaramótinu árið 2017. Hann hafði hinsvegar aldrei komist áður svona langt á Opna bandaríska meistaramótinu. Rafael Nadal er sjö árum aldrei og er á eftir sínum fjórða sigri á Opna bandaríska en hann vann mótið 2010, 2013 og svo í fyrra. Rafael Nadal mætir Argentínumanninum í undanúrslitum Juan Martin del Potro sem fara fram á föstudaginn. Del Potro sló út Bandaríkjamanninn John Isner. Hinir leikirnir í átta manna úrslitum karla og kvenna fara síðan fram í kvöld og nótt.All the feels...@serenawilliams#USOpenpic.twitter.com/7ojWpCtddt — US Open Tennis (@usopen) September 5, 2018
Tennis Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sport Fleiri fréttir „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Sjá meira