Airbnb „meinvarp“ í viðskiptalífinu Helgi Vífilll Júlíusson skrifar 5. september 2018 07:00 Kristófer Oliversson er nýkjörinn formaður FHG – Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri og eigandi CenterHotels. Fréttablaðið/Eyþór Hótel og gistihús hafa tekið höndum saman og stofnað eigin samtök. „Undanfarin 20 ár hafa Samtök ferðaþjónustunnar haldið á okkar hagsmunamálum, en SAF eru nokkurs konar regnhlífarsamtök allra ferðaþjónustuaðila. Þar á undan vorum við í SVG, Samtökum veitinga- og gistihúsaeigenda. Á öllum Vesturlöndum eru starfandi sérstök samtök hótela og gistahúsa og í ljósi þess að umfang ferðaþjónustu hefur vaxið hratt hérlendis teljum við að það sé nauðsynlegt að halda betur utan um okkar hagsmunamál og láta rödd okkar heyrast,“ segir Kristófer Oliversson, nýkjörinn formaður FHG – Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri og eigandi CenterHotels. Keðjan rekur sex hótel: Plaza, Miðgarð, Arnarhvol, Þingholt, Klöpp og Skjaldbreið og er með tvö hótel í undirbúningi, sem verða opnuð á næsta ári. „Okkar hógværa ósk er að það verði heilbrigt rekstrarumhverfi í greininni og það verður meginverkefni FHG á næstu misserum. Margt jákvætt hefur gerst en það er margt sem þarf að bæta eins og að afnema gistináttaskatt og koma böndum á óleyfilega heimagistingu auk þess sem hækkun fasteignagjalda er mjög íþyngjandi fyrir hótelgeirann. Flestir félagsmenn – ég þar með talinn – eru hins vegar í Samtökum ferðaþjónustunnar. Þetta framtak er ekki til höfuðs þeim.“Fjöldi íbúða á höfuðborgarsvæðinu er leigður út til ferðamanna í gegnum Airbnb.vísir/vilhelmGistináttaskattur er ósanngjarn Hann segir að það sé ósanngjarnt að leggja gistináttaskatt – sem upphaflega hafi átt að fjármagna uppbyggingu á ferðamannastöðum – á einungis hluta af ferðamönnum. „Lögleg hótel og gistiheimili greiða skattinn en ekki leyfislaus gisting sem er umfangsmikil, skemmtiferðaskip, húsbílar eða orlofshús. Að okkar mati eru engar forsendur fyrir því að leggja sértækan skatt á hótelgeirann umfram aðrar atvinnugreinar.“ Að sögn Kristófers er ekki innheimtur gistináttaskattur í hinum norrænu ríkjunum. „Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur lagði hann á árið 2012. Hann kom í kjölfar erfiðra ára í ferðaþjónustu, skömmu eftir bankahrun 2008 og eldgos í Eyjafjallajökli 2010. Hótelin voru því enn í sárum að reyna að byggja upp reksturinn. Upphaflega var skatturinn einungis hundrað krónur á hverja selda gistieiningu en hann var þrefaldaður á síðasta ári. Það er gömul saga og ný að fyrst er lagður á lágur skattur og síðan er hann snarhækkaður. Nú er horft til þess í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar að hann verði hlutfall af tekjum, veltuskattur, og renni til sveitarfélaga. Sjáðu til: 65 prósent af gistinóttum falla til í Reykjavík. Það mun því verða til nýr Reykjavíkurskattur sem rennur að mestu leyti í borgarsjóð, og síðan þarf að búa til flókið millifærslukerfi ef flytja á hluta skattsins til annarra sveitarfélaga. Upphaflega hugmyndin með skattinum var að fjármagna fjölsótta ferðamannastaði. Nú hefur verið sýnt fram á meðal annars af Stjórnstöð ferðamála að ferðaþjónustan er að skila gríðarlegum tekjum í ríkissjóð. Við teljum því ekki forsendur fyrir því að skattleggja lítinn kima atvinnulífsins sérstaklega með þessum hætti. Það gætir misskilnings gagnvart ferðaþjónustu. Ég hef starfað í greininni í 25 ár. Af þeim hafa verið 20 mjög erfið ár í rekstri. Nú koma þrjú, fjögur góð ár og það er eins og þjóðfélagið fari á límingunum að reyna að skattleggja starfsemina og drepa í dróma aftur. Þetta á ekki síst við úti á landi en landsbyggðin hefur notið góðs af auknum ferðmannastraumi, sem hefur skapað störf og bætt upp þá fækkun starfa sem hefur orðið víða vegna aukinnar samþjöppunar í sjávarútvegi og samdráttar í landbúnaði. Þess vegna er mikilvægt að ferðaþjónustan fái að blómstra, svo hún geti treyst byggð í landinu. Það má því ekki skattleggja hana í þrot á þessu uppbyggingarskeiði. Rétt er að minna á að hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var neikvæður hjá hótelunum á landsbyggðinni fyrri hluta ársins 2017, samkvæmt samantekt KPMG, sem kynnt var í september í fyrra. Nú er staðan þannig að bankar hafa mikið til skrúfað fyrir frekari lánveitingar til hótelbygginga úti á landi og dregið mjög í land á höfuðborgarsvæðinu.“Með hvaða hætti á að fjármagna uppbyggingu á ferðamannastöðum? „Ferðaþjónustan skilar geysilega háum fjárhæðum í ríkissjóð meðal annars í gegnum virðisaukaskatt og vegaskatt o.fl. Það þarf því ekki að búa til sértækan skatt á hótelin til þess að fjármagna uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum.“Frá Þingvöllum, einum vinsælasta ferðamannastað landsins.vísir/vilhelm90 daga reglan til trafala Kristófer telur óleyfilega heimagistingu á vegum Airbnb og svipaðra aðila „meinvarp“ í íslensku viðskiptalífi. Hann segir að hátt í helmingur framboðinna herbergja á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í leyfislausri íbúðagistingu. Það sé mun meira en þekkist í öðrum borgum. „Airbnb-gisting er samkvæmt nýlegri lagabreytingu undanþegin virðisaukaskatti og gistináttaskatti og er ekki undir opinberu eftirliti. Það helgast af því að heimilt er að leigja íbúðir í 90 daga og hafa allt að 2 milljónir í tekjur án þess að greiða þessa skatta. Það er sami dagafjöldi og þegar gistiverð er hvað hæst yfir sumartímann. Reyndin hefur því miður verið að útilokað hefur reynst að fylgja þessum lögum og þau hafa ruglað markaðinn og gert allt eftirlit erfiðara. Engin leið virðist vera að fylgjast með því hvort eign sé í leigu í fleiri en 90 daga auk þess sem boðið er upp á að tekjurnar fari beint inn á reikning erlendis. Heimagistingin reynir mun meira á þolmörk íbúanna en hótelgisting. Ferðamenn valda þeim sem búa í fjölbýlishúsum miklu ónæði. Þeir draga inn töskur dag og nótt og rekast illa með íbúum. Það leiðir til þess að Íslendingar tala illa um ferðaþjónustu. Það eru margir hektarar í raun undir í atvinnustarfsemi sem eru skipulagðir undir íbúðir í Reykjavík. Borgaryfirvöld hafa sett kvóta á byggingu hótela í miðbænum. Það er því búið að skilgreina hvar megi reka gistiþjónustu og hvar ekki en með Airbnb er auðvelt að sneiða hjá reglunum. Airbnb hefur haft veruleg áhrif á miðborgina. Eftirspurn eftir leikskólum og annarri þjónustu hefur minnkað því íbúarnir hverfa á braut. Allir eiga að spila eftir sömu leikreglum og vonandi tekst okkur að fá borgina í lið með okkur að fást við hið raunverulega vandamál í miðborginni, sem er heimagistingin. Sveitarstjóri í Mýrdalshreppi hefur sagt í fjölmiðlum að sveitarfélagið hafi fyrir einhverjum árum hætt að veita gistileyfi í bænum. Þegar Airbnb ruddi sér til rúms var allt í einu hægt með löglegum hætti að leigja út íbúðir til ferðamanna og það er erfitt fyrir bæjaryfirvöld að fylgjast með hverjir hafi leigt eignina lengur en í 90 daga. Þetta getur haft mikil ruðningsáhrif á samfélagið þegar hluti bæjarbúa kýs að flytja úr bænum verulegan hluta af árinu og leigir heimilin til ferðamanna. Það er raunar líka hættan í Reykjavík. Eftirspurnin eftir heimagistingu í Reykjavík er nefnilega svo mikil að hægt væri að leggja meira og minna allar íbúðir í miðborginni undir ferðamenn. Það hefur verulega neikvæð áhrif á samfélagið. Eitt versta dæmið sem við þekkjum eru Feneyjar á Ítalíu, þar sem flestir íbúarnir eru farnir og lítil sem engin þjónusta er fyrir bæjarbúa. Ferðamenn flæða yfir borgina í óþökk íbúanna. Hefði Airbnb-gistingu í borginni strax verið sett eðlileg mörk hefðu mögulega fleiri ferðamenn farið út á land og stuðlað að hraðari uppbyggingu þar, því hótelin í Reykjavík önnuðu ekki eftirspurninni. Það hefði verið heilladrjúgt fyrir landsbyggðina. Það voru mikil mistök að breyta lögunum og veita svo víðtækar undanþágur fyrir heimagistingu. Gömlu lögin voru ekki svo slæm ef grannt er skoðað,“ segir Kristófer.Mega þeir sem reka löglegan gistirekstur í hlutafélagi og leigja á Airbnb vera í félaginu? „Aðild að FHG geta átt fyrirtæki sem starfa við hótel- og gistiþjónustu enda hafi þau tilskilin leyfi í gildi. Þeir sem starfa í Airbnb þurfa ekki að afla rekstrarleyfa og eru undanþegnir þeim lögum sem gilda um fyrirtækjarekstur.“ Kristófer segir að það sé ekki sá mikli gróði af hótelrekstri sem margir hafi gert sér í hugarlund. „Fólk sér fjölda ferðamanna á hverju götuhorni og reiknar með að það drjúpi smjör af hverju strái hjá hótelum. Framlegðin af hótelrekstri er ekki meiri, ef vel tekst til, en hjá hverju öðru fyrirtæki.“Eru áfram tækifæri til að byggja upp fleiri hótel í Reykjavík eða er markaðurinn orðinn mettur? „Ég er sannfærður um að ef það tekst að koma böndum á ólöglega gistingu og allir á markaðnum keppi á sömu forsendum, verði eftirspurn svarað með frekari uppbyggingu. En uppbyggingin þarf að vera á forsendum hótelrekenda þegar það er spurn eftir henni. Á undanförnum árum hafa hótel oft verið byggð á forsendum byggingarverktaka eða fasteignaeigenda. Því næst er leitað til rekstraraðila og stundum eru ekki forsendur fyrir viðkomandi hótelbyggingu.“Þeim ferðamönnum sem sækja Ísland heim hefur fjölgað mikið á undanförnum árum.vísir/vilhelmMunum ná tökum á ferðaþjónustunniHvernig horfir fjölgun ferðamanna við þér á næstu árum? Mun fjöldinn dragast saman? „Það var alltaf svigrúm til að fjölga ferðamönnum verulega. Vetrarmánuðirnir voru vannýttir og á vetrartímanum hefur fjölgað hlutfallslega mest. Það var auðvelt að fjölga ferðamönnum verulega því hótel voru illa nýtt yfir veturinn. Svo kemur að þeim tímapunkti að markaðurinn mettast og þá tekur við skeið eðlilegrar uppbyggingar. Til lengri tíma hef ég ekki miklar áhyggjur. Ég man þá tíð þegar besti skipstjórinn var ávallt talinn sá sem landaði sem flestum kílóum. Það var ekki horft til aflaverðmætis eins og nú er. Ég trúi því, eins og við náðum góðum tökum á sjávarútvegi, að við munum ná góðum tökum á ferðaþjónustunni.“Hvernig gengur rekstur hótela á landsbyggðinni? „Reksturinn á Suðurnesjum og Suðurlandi gengur vel. Þau svæði virðast vera komin á kortið yfir veturinn en það er þyngra undir fæti í öðrum landshlutum. En það er ekkert sem mælir gegn því að ferðamenn gisti í meira mæli á Vesturlandi og Snæfellsnesi ef byggðar verða upp góðar ferðaleiðir. Vesturlandið er til dæmis ekkert lengra frá höfuðborginni en Suðurlandið og því ættu ferðamenn hæglega að geta ferðast þangað innan þess tíma sem þeir sækja landið heim. Það eru mjög spennandi tilraunir í gangi með flug til Akureyrar, bæði beint frá útlöndum og frá Keflavík. Ég er sannfærður um að þessar tilraunir munu skila árangri því náttúruperlur norðanlands gefa Suðurlandinu ekkert eftir. Markmiðið þarf alltaf að vera að byggja upp heilsársrekstur og aðgengi að náttúruperlum sé tryggt eins og kostur er árið um kring. Það er jú náttúran sem laðar ferðamenn til Íslands.“Er mikilvægt fyrir hótel að sameinast í meiri mæli? Þykir þér líklegt að Samkeppniseftirlitið myndi setja sig upp á móti stærri sameiningum? „Mér finnst líklegt að frekari sameiningar verði í hótelgeiranum. Sterkari einingar eru betur í stakk búnar til að fjárfesta í markaðsstarfi og dýrum hugbúnaði sem nútíma starfsemi krefst. Markaðurinn mun sjá til þess að þessi þróun eigi sér stað og ég hef engar áhyggjur af Samkeppniseftirlitinu í þeim efnum. Stóra samkeppnismálið í hótelgeiranum er að koma skuggahagkerfinu upp á yfirborðið.“ Fasteignagjöld hafa vaxið hratt á umliðnum árum. Hvernig horfir það við þér? Hvaða áhrif hefur það á reksturinn? Hafið þið getað velt þeim hækkunum út í verðlag? „Fasteignaskattar og fráveitugjöld hafa hækkað um tugi prósenta á undanförnum árum. Þessir skattar renna til sveitarfélaganna og skrúfast sjálfkrafa upp þegar fasteignamat hækkar. Í Reykjavík eru fasteignagjöld næstum 10 sinnum hærri á löglega rekin gistihús eða 1,65 prósent af fasteignamati meðan heimagistingin greiðir aðeins 0,18 prósent af fasteignamati. Í hótelgeiranum er gríðarleg fjárbinding í hótelbyggingum og þessi skattur leggst því þungt á greinina. Til lengri tíma fer þessi skattur eins og aðrir skattar út í verðlagið og hefur áhrif á samkeppnishæfni okkar.“Er áhyggjuefni að Ísland sé með dýrustu löndum í heimi? Fælir það ferðamenn frá? „Það er áhyggjuefni. Þess vegna er það mikilvægt að við náum samtali við stjórnvöld um álögur á gistiþjónustuna. Þegar ferð er skipulögð horfir fólk fyrst og fremst til verðs á flugi og gistingu. Það þarf því að fara varlega í að hækka álögur og gjöld á þessar greinar. Það tekur nokkurn tíma fyrir áhrifin af því að vera dýrasta land í heimi að koma fram. Margir hafa keypt ferðina fyrirfram og greitt á lægra verði svo áhrifin af hárri verðlagningu koma ef til vill mest fram ári seinna. En hvað sem öðru líður telst það góður árangur í rekstri að halda sjó við þessar aðstæður sem nú eru uppi.“Við hvaða lönd er Ísland einkum að keppa? „Við erum í einhvers konar samkeppni við flest Evrópulönd og jafnvel fleiri lönd. En það sem mestu skiptir er efnahagsástandið í Norður-Evrópu og Ameríku. Þaðan koma flestir okkar gestir. Það getur svo margt haft um það segja hvort gestir komi til Íslands eða ekki. Eins og fram hefur komið hefur framboð flugs til landsins einna mest að segja um það hvaðan ferðamennirnir koma. Aukning í Ameríkuflugi og samdráttur í flugi til Evrópu hefur haft talsverð áhrif á samsetningu ferðamanna til Íslands. Nýjar flugleiðir sem opnast á næstunni til Indlands og Asíu mun væntanlega hafa mikil áhrif á samsetningu ferðamannahópsins, sem kemur til landsins.“ Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eftirlit með Airbnb skilað fjölda skráninga Aðeins rétt rúm vika er síðan eftirlit með heimagistingum hér á landi var aukið. Nýjar skráningar eru 75 talsins og búist er við að þeim muni fjölga jafnt og þétt. 5. júlí 2018 06:00 Hús við Akureyri meðal sérkennilegustu leigumöguleika Airbnb Leigusíðan Airbnb fagnar tíu ár afmæli sínu í þessum mánuði en hægt er að leigja sér íbúð í gegnum síðuna í 81 þúsund borgum í 191 landi víðsvegar um heiminn. 24. ágúst 2018 10:30 Þrýsta gríðarlega fast á að veitt verði fleiri hótelleyfi Formaður skipulags- og samgönguráðs segir að nýja stefnan hafi sætt gagnrýni verktaka, sem vilji auka enn frekar gististarfsemi í miðborginni. 2. september 2018 12:45 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Hótel og gistihús hafa tekið höndum saman og stofnað eigin samtök. „Undanfarin 20 ár hafa Samtök ferðaþjónustunnar haldið á okkar hagsmunamálum, en SAF eru nokkurs konar regnhlífarsamtök allra ferðaþjónustuaðila. Þar á undan vorum við í SVG, Samtökum veitinga- og gistihúsaeigenda. Á öllum Vesturlöndum eru starfandi sérstök samtök hótela og gistahúsa og í ljósi þess að umfang ferðaþjónustu hefur vaxið hratt hérlendis teljum við að það sé nauðsynlegt að halda betur utan um okkar hagsmunamál og láta rödd okkar heyrast,“ segir Kristófer Oliversson, nýkjörinn formaður FHG – Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri og eigandi CenterHotels. Keðjan rekur sex hótel: Plaza, Miðgarð, Arnarhvol, Þingholt, Klöpp og Skjaldbreið og er með tvö hótel í undirbúningi, sem verða opnuð á næsta ári. „Okkar hógværa ósk er að það verði heilbrigt rekstrarumhverfi í greininni og það verður meginverkefni FHG á næstu misserum. Margt jákvætt hefur gerst en það er margt sem þarf að bæta eins og að afnema gistináttaskatt og koma böndum á óleyfilega heimagistingu auk þess sem hækkun fasteignagjalda er mjög íþyngjandi fyrir hótelgeirann. Flestir félagsmenn – ég þar með talinn – eru hins vegar í Samtökum ferðaþjónustunnar. Þetta framtak er ekki til höfuðs þeim.“Fjöldi íbúða á höfuðborgarsvæðinu er leigður út til ferðamanna í gegnum Airbnb.vísir/vilhelmGistináttaskattur er ósanngjarn Hann segir að það sé ósanngjarnt að leggja gistináttaskatt – sem upphaflega hafi átt að fjármagna uppbyggingu á ferðamannastöðum – á einungis hluta af ferðamönnum. „Lögleg hótel og gistiheimili greiða skattinn en ekki leyfislaus gisting sem er umfangsmikil, skemmtiferðaskip, húsbílar eða orlofshús. Að okkar mati eru engar forsendur fyrir því að leggja sértækan skatt á hótelgeirann umfram aðrar atvinnugreinar.“ Að sögn Kristófers er ekki innheimtur gistináttaskattur í hinum norrænu ríkjunum. „Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur lagði hann á árið 2012. Hann kom í kjölfar erfiðra ára í ferðaþjónustu, skömmu eftir bankahrun 2008 og eldgos í Eyjafjallajökli 2010. Hótelin voru því enn í sárum að reyna að byggja upp reksturinn. Upphaflega var skatturinn einungis hundrað krónur á hverja selda gistieiningu en hann var þrefaldaður á síðasta ári. Það er gömul saga og ný að fyrst er lagður á lágur skattur og síðan er hann snarhækkaður. Nú er horft til þess í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar að hann verði hlutfall af tekjum, veltuskattur, og renni til sveitarfélaga. Sjáðu til: 65 prósent af gistinóttum falla til í Reykjavík. Það mun því verða til nýr Reykjavíkurskattur sem rennur að mestu leyti í borgarsjóð, og síðan þarf að búa til flókið millifærslukerfi ef flytja á hluta skattsins til annarra sveitarfélaga. Upphaflega hugmyndin með skattinum var að fjármagna fjölsótta ferðamannastaði. Nú hefur verið sýnt fram á meðal annars af Stjórnstöð ferðamála að ferðaþjónustan er að skila gríðarlegum tekjum í ríkissjóð. Við teljum því ekki forsendur fyrir því að skattleggja lítinn kima atvinnulífsins sérstaklega með þessum hætti. Það gætir misskilnings gagnvart ferðaþjónustu. Ég hef starfað í greininni í 25 ár. Af þeim hafa verið 20 mjög erfið ár í rekstri. Nú koma þrjú, fjögur góð ár og það er eins og þjóðfélagið fari á límingunum að reyna að skattleggja starfsemina og drepa í dróma aftur. Þetta á ekki síst við úti á landi en landsbyggðin hefur notið góðs af auknum ferðmannastraumi, sem hefur skapað störf og bætt upp þá fækkun starfa sem hefur orðið víða vegna aukinnar samþjöppunar í sjávarútvegi og samdráttar í landbúnaði. Þess vegna er mikilvægt að ferðaþjónustan fái að blómstra, svo hún geti treyst byggð í landinu. Það má því ekki skattleggja hana í þrot á þessu uppbyggingarskeiði. Rétt er að minna á að hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var neikvæður hjá hótelunum á landsbyggðinni fyrri hluta ársins 2017, samkvæmt samantekt KPMG, sem kynnt var í september í fyrra. Nú er staðan þannig að bankar hafa mikið til skrúfað fyrir frekari lánveitingar til hótelbygginga úti á landi og dregið mjög í land á höfuðborgarsvæðinu.“Með hvaða hætti á að fjármagna uppbyggingu á ferðamannastöðum? „Ferðaþjónustan skilar geysilega háum fjárhæðum í ríkissjóð meðal annars í gegnum virðisaukaskatt og vegaskatt o.fl. Það þarf því ekki að búa til sértækan skatt á hótelin til þess að fjármagna uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum.“Frá Þingvöllum, einum vinsælasta ferðamannastað landsins.vísir/vilhelm90 daga reglan til trafala Kristófer telur óleyfilega heimagistingu á vegum Airbnb og svipaðra aðila „meinvarp“ í íslensku viðskiptalífi. Hann segir að hátt í helmingur framboðinna herbergja á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í leyfislausri íbúðagistingu. Það sé mun meira en þekkist í öðrum borgum. „Airbnb-gisting er samkvæmt nýlegri lagabreytingu undanþegin virðisaukaskatti og gistináttaskatti og er ekki undir opinberu eftirliti. Það helgast af því að heimilt er að leigja íbúðir í 90 daga og hafa allt að 2 milljónir í tekjur án þess að greiða þessa skatta. Það er sami dagafjöldi og þegar gistiverð er hvað hæst yfir sumartímann. Reyndin hefur því miður verið að útilokað hefur reynst að fylgja þessum lögum og þau hafa ruglað markaðinn og gert allt eftirlit erfiðara. Engin leið virðist vera að fylgjast með því hvort eign sé í leigu í fleiri en 90 daga auk þess sem boðið er upp á að tekjurnar fari beint inn á reikning erlendis. Heimagistingin reynir mun meira á þolmörk íbúanna en hótelgisting. Ferðamenn valda þeim sem búa í fjölbýlishúsum miklu ónæði. Þeir draga inn töskur dag og nótt og rekast illa með íbúum. Það leiðir til þess að Íslendingar tala illa um ferðaþjónustu. Það eru margir hektarar í raun undir í atvinnustarfsemi sem eru skipulagðir undir íbúðir í Reykjavík. Borgaryfirvöld hafa sett kvóta á byggingu hótela í miðbænum. Það er því búið að skilgreina hvar megi reka gistiþjónustu og hvar ekki en með Airbnb er auðvelt að sneiða hjá reglunum. Airbnb hefur haft veruleg áhrif á miðborgina. Eftirspurn eftir leikskólum og annarri þjónustu hefur minnkað því íbúarnir hverfa á braut. Allir eiga að spila eftir sömu leikreglum og vonandi tekst okkur að fá borgina í lið með okkur að fást við hið raunverulega vandamál í miðborginni, sem er heimagistingin. Sveitarstjóri í Mýrdalshreppi hefur sagt í fjölmiðlum að sveitarfélagið hafi fyrir einhverjum árum hætt að veita gistileyfi í bænum. Þegar Airbnb ruddi sér til rúms var allt í einu hægt með löglegum hætti að leigja út íbúðir til ferðamanna og það er erfitt fyrir bæjaryfirvöld að fylgjast með hverjir hafi leigt eignina lengur en í 90 daga. Þetta getur haft mikil ruðningsáhrif á samfélagið þegar hluti bæjarbúa kýs að flytja úr bænum verulegan hluta af árinu og leigir heimilin til ferðamanna. Það er raunar líka hættan í Reykjavík. Eftirspurnin eftir heimagistingu í Reykjavík er nefnilega svo mikil að hægt væri að leggja meira og minna allar íbúðir í miðborginni undir ferðamenn. Það hefur verulega neikvæð áhrif á samfélagið. Eitt versta dæmið sem við þekkjum eru Feneyjar á Ítalíu, þar sem flestir íbúarnir eru farnir og lítil sem engin þjónusta er fyrir bæjarbúa. Ferðamenn flæða yfir borgina í óþökk íbúanna. Hefði Airbnb-gistingu í borginni strax verið sett eðlileg mörk hefðu mögulega fleiri ferðamenn farið út á land og stuðlað að hraðari uppbyggingu þar, því hótelin í Reykjavík önnuðu ekki eftirspurninni. Það hefði verið heilladrjúgt fyrir landsbyggðina. Það voru mikil mistök að breyta lögunum og veita svo víðtækar undanþágur fyrir heimagistingu. Gömlu lögin voru ekki svo slæm ef grannt er skoðað,“ segir Kristófer.Mega þeir sem reka löglegan gistirekstur í hlutafélagi og leigja á Airbnb vera í félaginu? „Aðild að FHG geta átt fyrirtæki sem starfa við hótel- og gistiþjónustu enda hafi þau tilskilin leyfi í gildi. Þeir sem starfa í Airbnb þurfa ekki að afla rekstrarleyfa og eru undanþegnir þeim lögum sem gilda um fyrirtækjarekstur.“ Kristófer segir að það sé ekki sá mikli gróði af hótelrekstri sem margir hafi gert sér í hugarlund. „Fólk sér fjölda ferðamanna á hverju götuhorni og reiknar með að það drjúpi smjör af hverju strái hjá hótelum. Framlegðin af hótelrekstri er ekki meiri, ef vel tekst til, en hjá hverju öðru fyrirtæki.“Eru áfram tækifæri til að byggja upp fleiri hótel í Reykjavík eða er markaðurinn orðinn mettur? „Ég er sannfærður um að ef það tekst að koma böndum á ólöglega gistingu og allir á markaðnum keppi á sömu forsendum, verði eftirspurn svarað með frekari uppbyggingu. En uppbyggingin þarf að vera á forsendum hótelrekenda þegar það er spurn eftir henni. Á undanförnum árum hafa hótel oft verið byggð á forsendum byggingarverktaka eða fasteignaeigenda. Því næst er leitað til rekstraraðila og stundum eru ekki forsendur fyrir viðkomandi hótelbyggingu.“Þeim ferðamönnum sem sækja Ísland heim hefur fjölgað mikið á undanförnum árum.vísir/vilhelmMunum ná tökum á ferðaþjónustunniHvernig horfir fjölgun ferðamanna við þér á næstu árum? Mun fjöldinn dragast saman? „Það var alltaf svigrúm til að fjölga ferðamönnum verulega. Vetrarmánuðirnir voru vannýttir og á vetrartímanum hefur fjölgað hlutfallslega mest. Það var auðvelt að fjölga ferðamönnum verulega því hótel voru illa nýtt yfir veturinn. Svo kemur að þeim tímapunkti að markaðurinn mettast og þá tekur við skeið eðlilegrar uppbyggingar. Til lengri tíma hef ég ekki miklar áhyggjur. Ég man þá tíð þegar besti skipstjórinn var ávallt talinn sá sem landaði sem flestum kílóum. Það var ekki horft til aflaverðmætis eins og nú er. Ég trúi því, eins og við náðum góðum tökum á sjávarútvegi, að við munum ná góðum tökum á ferðaþjónustunni.“Hvernig gengur rekstur hótela á landsbyggðinni? „Reksturinn á Suðurnesjum og Suðurlandi gengur vel. Þau svæði virðast vera komin á kortið yfir veturinn en það er þyngra undir fæti í öðrum landshlutum. En það er ekkert sem mælir gegn því að ferðamenn gisti í meira mæli á Vesturlandi og Snæfellsnesi ef byggðar verða upp góðar ferðaleiðir. Vesturlandið er til dæmis ekkert lengra frá höfuðborginni en Suðurlandið og því ættu ferðamenn hæglega að geta ferðast þangað innan þess tíma sem þeir sækja landið heim. Það eru mjög spennandi tilraunir í gangi með flug til Akureyrar, bæði beint frá útlöndum og frá Keflavík. Ég er sannfærður um að þessar tilraunir munu skila árangri því náttúruperlur norðanlands gefa Suðurlandinu ekkert eftir. Markmiðið þarf alltaf að vera að byggja upp heilsársrekstur og aðgengi að náttúruperlum sé tryggt eins og kostur er árið um kring. Það er jú náttúran sem laðar ferðamenn til Íslands.“Er mikilvægt fyrir hótel að sameinast í meiri mæli? Þykir þér líklegt að Samkeppniseftirlitið myndi setja sig upp á móti stærri sameiningum? „Mér finnst líklegt að frekari sameiningar verði í hótelgeiranum. Sterkari einingar eru betur í stakk búnar til að fjárfesta í markaðsstarfi og dýrum hugbúnaði sem nútíma starfsemi krefst. Markaðurinn mun sjá til þess að þessi þróun eigi sér stað og ég hef engar áhyggjur af Samkeppniseftirlitinu í þeim efnum. Stóra samkeppnismálið í hótelgeiranum er að koma skuggahagkerfinu upp á yfirborðið.“ Fasteignagjöld hafa vaxið hratt á umliðnum árum. Hvernig horfir það við þér? Hvaða áhrif hefur það á reksturinn? Hafið þið getað velt þeim hækkunum út í verðlag? „Fasteignaskattar og fráveitugjöld hafa hækkað um tugi prósenta á undanförnum árum. Þessir skattar renna til sveitarfélaganna og skrúfast sjálfkrafa upp þegar fasteignamat hækkar. Í Reykjavík eru fasteignagjöld næstum 10 sinnum hærri á löglega rekin gistihús eða 1,65 prósent af fasteignamati meðan heimagistingin greiðir aðeins 0,18 prósent af fasteignamati. Í hótelgeiranum er gríðarleg fjárbinding í hótelbyggingum og þessi skattur leggst því þungt á greinina. Til lengri tíma fer þessi skattur eins og aðrir skattar út í verðlagið og hefur áhrif á samkeppnishæfni okkar.“Er áhyggjuefni að Ísland sé með dýrustu löndum í heimi? Fælir það ferðamenn frá? „Það er áhyggjuefni. Þess vegna er það mikilvægt að við náum samtali við stjórnvöld um álögur á gistiþjónustuna. Þegar ferð er skipulögð horfir fólk fyrst og fremst til verðs á flugi og gistingu. Það þarf því að fara varlega í að hækka álögur og gjöld á þessar greinar. Það tekur nokkurn tíma fyrir áhrifin af því að vera dýrasta land í heimi að koma fram. Margir hafa keypt ferðina fyrirfram og greitt á lægra verði svo áhrifin af hárri verðlagningu koma ef til vill mest fram ári seinna. En hvað sem öðru líður telst það góður árangur í rekstri að halda sjó við þessar aðstæður sem nú eru uppi.“Við hvaða lönd er Ísland einkum að keppa? „Við erum í einhvers konar samkeppni við flest Evrópulönd og jafnvel fleiri lönd. En það sem mestu skiptir er efnahagsástandið í Norður-Evrópu og Ameríku. Þaðan koma flestir okkar gestir. Það getur svo margt haft um það segja hvort gestir komi til Íslands eða ekki. Eins og fram hefur komið hefur framboð flugs til landsins einna mest að segja um það hvaðan ferðamennirnir koma. Aukning í Ameríkuflugi og samdráttur í flugi til Evrópu hefur haft talsverð áhrif á samsetningu ferðamanna til Íslands. Nýjar flugleiðir sem opnast á næstunni til Indlands og Asíu mun væntanlega hafa mikil áhrif á samsetningu ferðamannahópsins, sem kemur til landsins.“
Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eftirlit með Airbnb skilað fjölda skráninga Aðeins rétt rúm vika er síðan eftirlit með heimagistingum hér á landi var aukið. Nýjar skráningar eru 75 talsins og búist er við að þeim muni fjölga jafnt og þétt. 5. júlí 2018 06:00 Hús við Akureyri meðal sérkennilegustu leigumöguleika Airbnb Leigusíðan Airbnb fagnar tíu ár afmæli sínu í þessum mánuði en hægt er að leigja sér íbúð í gegnum síðuna í 81 þúsund borgum í 191 landi víðsvegar um heiminn. 24. ágúst 2018 10:30 Þrýsta gríðarlega fast á að veitt verði fleiri hótelleyfi Formaður skipulags- og samgönguráðs segir að nýja stefnan hafi sætt gagnrýni verktaka, sem vilji auka enn frekar gististarfsemi í miðborginni. 2. september 2018 12:45 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Eftirlit með Airbnb skilað fjölda skráninga Aðeins rétt rúm vika er síðan eftirlit með heimagistingum hér á landi var aukið. Nýjar skráningar eru 75 talsins og búist er við að þeim muni fjölga jafnt og þétt. 5. júlí 2018 06:00
Hús við Akureyri meðal sérkennilegustu leigumöguleika Airbnb Leigusíðan Airbnb fagnar tíu ár afmæli sínu í þessum mánuði en hægt er að leigja sér íbúð í gegnum síðuna í 81 þúsund borgum í 191 landi víðsvegar um heiminn. 24. ágúst 2018 10:30
Þrýsta gríðarlega fast á að veitt verði fleiri hótelleyfi Formaður skipulags- og samgönguráðs segir að nýja stefnan hafi sætt gagnrýni verktaka, sem vilji auka enn frekar gististarfsemi í miðborginni. 2. september 2018 12:45