Erlent

Óttast að efnavopnum verði beitt í Sýrlandi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Rússar hófu í gær loftárásir á Idlib-hérað sem er síðasta vígi uppreisnarmanna.
Rússar hófu í gær loftárásir á Idlib-hérað sem er síðasta vígi uppreisnarmanna. Vísir/Getty
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á föstudaginn til að ræða ástandið í Idlib-héraði í Sýrlandi en Rússar hófu í gær loftárásir á héraðið sem er síðasta vígi uppreisnarmanna.

Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna fyrir Sameinuðu þjóðirnar, varaði í kvöld ríkisstjórn Bashar al-Assad við því að beita efnavopnum í hernaði.

„Þetta er sorglegt ástand. Ef þeir vilja halda áfram á þessari braut; að taka yfir Sýrland, þá er þeim frjálst að gera svo,“ sagði Haley á blaðamannafundi um ríkisstjórn Bashar al-Assad, en bætti við að það yrði ekki gert með efnavopnum.

Sarah Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins tók í sama streng í yfirlýsingu sem birtist í gærkvöldi. Þar kemur fram að bandarísk stjórnvöld fylgist vel með þróun mála í Idlib-héraði.

Sanders var ómyrk í máli hún beindi máli sínu til sýrlandsstjórnar. Ákveði Assad að beita þjóð sína efnabopnum muni Bandaríkjastjórn bregðast skjótt við með viðeigandi aðgerðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×