Freyr um dómarann: „Ekkert sem kemur mér á óvart hjá UEFA lengur“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 4. september 2018 17:19 Freyr kallar skipanir til leikmannanna á vellinum á laugardaginn vísir/vilhelm Freyr Alexandersson hefur stýrt íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í síðasta skipti. Draumurinn um HM er úr sögunni eftir jafntefli við Tékka á Laugardalsvelli í dag. Fyrir leikinn var ljóst að Ísland þurfti helst sigur til þess að komast í umspilið, jafntefli þýddi að við þyrftum að treysta á önnur úrslit. Ísland fékk næg tækifæri til þess að skora í dag en 1- 1 jafntefli niðurstaðan. „Ótrúleg vonbrigði,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, eftir leikinn. Aðspurður hvað hafi farið úrskeiðs var svarið einfalt. „Við skoruðum ekki úr færunum okkar.“ Ísland átti að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar markvörður Tékka felldi Elínu Mettu Jensen í vítateignum en ekkert var dæmt. Það var ekki eina atvikið þar sem setja mátti spurningamerki við dómara leiksins, hina makedónísku Ivana Projkovska. „Það er ekkert sem kemur mér lengur á óvart hjá UEFA. Leikur þar sem er allt undir og þeir setja dómara frá Makedóníu. Hefur þú séð makedóníska landsliðið spila? Nei, það kemur mér ekki á óvart.“ „Stórir dómar, en við fáum annað víti til þess að klára þetta, svona er þetta.“ Freyr gerði sóknarsinnaða skiptingu, tók Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur út af og setti Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur inn, á 74. mínútu. Hefði sú skipting mátt koma fyrr? „Nei, við fengum alveg nógu mörg færi sama hvaða leikmenn voru inni hverju sinni og hvar þær voru staðsettar á vellinum. Við fengum það mörg færi að við hefðum átt að loka þessum leik. Það er það sem fer með þetta.“ Freyr er tekinn við sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, var þetta kveðjustund hans með kvennaliðið? „Já, þetta var minn seinasti leikur,“ sagði Freyr Alexandersson. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Freyr Alexandersson hefur stýrt íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í síðasta skipti. Draumurinn um HM er úr sögunni eftir jafntefli við Tékka á Laugardalsvelli í dag. Fyrir leikinn var ljóst að Ísland þurfti helst sigur til þess að komast í umspilið, jafntefli þýddi að við þyrftum að treysta á önnur úrslit. Ísland fékk næg tækifæri til þess að skora í dag en 1- 1 jafntefli niðurstaðan. „Ótrúleg vonbrigði,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, eftir leikinn. Aðspurður hvað hafi farið úrskeiðs var svarið einfalt. „Við skoruðum ekki úr færunum okkar.“ Ísland átti að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar markvörður Tékka felldi Elínu Mettu Jensen í vítateignum en ekkert var dæmt. Það var ekki eina atvikið þar sem setja mátti spurningamerki við dómara leiksins, hina makedónísku Ivana Projkovska. „Það er ekkert sem kemur mér lengur á óvart hjá UEFA. Leikur þar sem er allt undir og þeir setja dómara frá Makedóníu. Hefur þú séð makedóníska landsliðið spila? Nei, það kemur mér ekki á óvart.“ „Stórir dómar, en við fáum annað víti til þess að klára þetta, svona er þetta.“ Freyr gerði sóknarsinnaða skiptingu, tók Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur út af og setti Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur inn, á 74. mínútu. Hefði sú skipting mátt koma fyrr? „Nei, við fengum alveg nógu mörg færi sama hvaða leikmenn voru inni hverju sinni og hvar þær voru staðsettar á vellinum. Við fengum það mörg færi að við hefðum átt að loka þessum leik. Það er það sem fer með þetta.“ Freyr er tekinn við sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, var þetta kveðjustund hans með kvennaliðið? „Já, þetta var minn seinasti leikur,“ sagði Freyr Alexandersson.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira