Freyr um dómarann: „Ekkert sem kemur mér á óvart hjá UEFA lengur“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 4. september 2018 17:19 Freyr kallar skipanir til leikmannanna á vellinum á laugardaginn vísir/vilhelm Freyr Alexandersson hefur stýrt íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í síðasta skipti. Draumurinn um HM er úr sögunni eftir jafntefli við Tékka á Laugardalsvelli í dag. Fyrir leikinn var ljóst að Ísland þurfti helst sigur til þess að komast í umspilið, jafntefli þýddi að við þyrftum að treysta á önnur úrslit. Ísland fékk næg tækifæri til þess að skora í dag en 1- 1 jafntefli niðurstaðan. „Ótrúleg vonbrigði,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, eftir leikinn. Aðspurður hvað hafi farið úrskeiðs var svarið einfalt. „Við skoruðum ekki úr færunum okkar.“ Ísland átti að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar markvörður Tékka felldi Elínu Mettu Jensen í vítateignum en ekkert var dæmt. Það var ekki eina atvikið þar sem setja mátti spurningamerki við dómara leiksins, hina makedónísku Ivana Projkovska. „Það er ekkert sem kemur mér lengur á óvart hjá UEFA. Leikur þar sem er allt undir og þeir setja dómara frá Makedóníu. Hefur þú séð makedóníska landsliðið spila? Nei, það kemur mér ekki á óvart.“ „Stórir dómar, en við fáum annað víti til þess að klára þetta, svona er þetta.“ Freyr gerði sóknarsinnaða skiptingu, tók Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur út af og setti Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur inn, á 74. mínútu. Hefði sú skipting mátt koma fyrr? „Nei, við fengum alveg nógu mörg færi sama hvaða leikmenn voru inni hverju sinni og hvar þær voru staðsettar á vellinum. Við fengum það mörg færi að við hefðum átt að loka þessum leik. Það er það sem fer með þetta.“ Freyr er tekinn við sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, var þetta kveðjustund hans með kvennaliðið? „Já, þetta var minn seinasti leikur,“ sagði Freyr Alexandersson. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Freyr Alexandersson hefur stýrt íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í síðasta skipti. Draumurinn um HM er úr sögunni eftir jafntefli við Tékka á Laugardalsvelli í dag. Fyrir leikinn var ljóst að Ísland þurfti helst sigur til þess að komast í umspilið, jafntefli þýddi að við þyrftum að treysta á önnur úrslit. Ísland fékk næg tækifæri til þess að skora í dag en 1- 1 jafntefli niðurstaðan. „Ótrúleg vonbrigði,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, eftir leikinn. Aðspurður hvað hafi farið úrskeiðs var svarið einfalt. „Við skoruðum ekki úr færunum okkar.“ Ísland átti að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar markvörður Tékka felldi Elínu Mettu Jensen í vítateignum en ekkert var dæmt. Það var ekki eina atvikið þar sem setja mátti spurningamerki við dómara leiksins, hina makedónísku Ivana Projkovska. „Það er ekkert sem kemur mér lengur á óvart hjá UEFA. Leikur þar sem er allt undir og þeir setja dómara frá Makedóníu. Hefur þú séð makedóníska landsliðið spila? Nei, það kemur mér ekki á óvart.“ „Stórir dómar, en við fáum annað víti til þess að klára þetta, svona er þetta.“ Freyr gerði sóknarsinnaða skiptingu, tók Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur út af og setti Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur inn, á 74. mínútu. Hefði sú skipting mátt koma fyrr? „Nei, við fengum alveg nógu mörg færi sama hvaða leikmenn voru inni hverju sinni og hvar þær voru staðsettar á vellinum. Við fengum það mörg færi að við hefðum átt að loka þessum leik. Það er það sem fer með þetta.“ Freyr er tekinn við sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, var þetta kveðjustund hans með kvennaliðið? „Já, þetta var minn seinasti leikur,“ sagði Freyr Alexandersson.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira