Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Atli Ísleifsson skrifar 2. september 2018 20:00 Kosningar fara fram í Svíþjóð næsta sunnudag og stefnir í að þær verði einhverjar mest spennandi kosningar sem fram hafa farið í landinu í langan tíma. Talið er að erfiðlega gæti reynst að mynda ríkisstjórn, ekki síst þar sem kannanir benda til að flokkur Svíþjóðardemókrata komi til með bæta við sig miklu fylgi. Flokkur Svíþjóðardemókrata var stofnaður árið 1988 og hefur formaðurinn Jimmie Åkesson stýrt flokknum frá árinu 2005. Flokkurinn hefur alla tíð lagt mikla áherslu á nauðsyn þess að stöðva straum innflytjenda til landsins og að allt of stór hluti skattpeninga fari í kostnað vegna innflytjenda. Fé sem væri betur varið til heilbrigis- og menntamála eða þjónustu við eldri borgara. Rannsóknir hafa sýnt að flokkurinn njóti mest fylgis meðal karlmanna, eldra fólks og kjósenda með minni menntun, en sterkasta vígi Svíþjóðardemókrata eru smærri bæir í Suður-Svíþjóð.Vísa á glæpamönnum úr landi Patrik Jönsson, fulltrúi Svíþjóðardemókrata í svæðisstjórn Skánar og frambjóðandi flokksins í þingkosningunum, segir að þrátt fyrir stefnu flokksins hafi innflytjendur ekki ástæðu til að vera uggandi vegna uppgangs Svíþjóðardemókrata. „Hins vegar er það þannig að fólki sem fremur alvarleg brot skal vísa úr landi. Við erum gallharðir á því. Og þá sem eru ólöglega í landinu skal einnig reka úr landi. En þeir sem hafa flust til landsins og eru samborgarar okkar og haga sér vel skulu fá alla þá hjálp og stuðning sem hægt er að veita“ segir Jönsson.Á rætur í hreyfingum nýnasista Svíþjóðardemókratar náðu fyrst inn mönnum á þing í kosningunum 2010, en fjórum árum síðar tryggði flokkurinn sér 13 prósent atkvæða og varð þá þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Í könnunum nú hefur flokkurinn verið að mælast með á bilinu 18 til 25 prósent. Jimmie Åkesson er formaður Svíþjóðardemókrata. Hann hefur stýrt flokknum frá árinu 2005.Vísir/GettyTalið er að erfiðlega gæti reynst að mynda ríkisstjórn eftir kosningar og hafa leiðtogar annarra flokka á þingi útilokað að starfa með Svíþjóðardemókrötum. Fulltrúar annarra flokka, meðal annars Stefan Löfven forsætisráðherra, hafa í kosningabaráttunni verið duglegir að minna kjósendur á að Svíþjóðardemókratar eigi rætur sínar að rekja til hreyfinga sænskra nýnasista og rasista. Þá hafa sænskir fjölmiðlar greint frá því síðustu dagana að á listum Svíþjóðardemókrata sé að finna fjölda fyrrverandi meðlima hreyfinga sænskra nýnasista.En eru Svíþjóðardemókratar rasískur flokkur? „Svarið er nei, sannarlega ekki. Þá hlytu líka 25 prósent Skánarbúa að vera rasistar. Við deilum þeirri sýn að allar manneskjur séu jafn mikils virði, að sama hver uppruninn er þá hafi maður sama vægi, hvort sem maður er Svíi, Sómali, Íraki eða Íslendingur. Allir eru jafnmikils virði. Þetta er bara fíflaskapur og hrein örvænting hjá ráðandi öflum,“ segir Jönsson. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíþjóðardemókratar á mikilli siglingu og erfitt gæti reynst að mynda nýja stjórn Svíar munu ganga að kjörborðinu þann 9. september næstkomandi og stefnir í einhverjar mest spennandi kosningar í landinu í langan tíma. 8. ágúst 2018 09:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Kosningar fara fram í Svíþjóð næsta sunnudag og stefnir í að þær verði einhverjar mest spennandi kosningar sem fram hafa farið í landinu í langan tíma. Talið er að erfiðlega gæti reynst að mynda ríkisstjórn, ekki síst þar sem kannanir benda til að flokkur Svíþjóðardemókrata komi til með bæta við sig miklu fylgi. Flokkur Svíþjóðardemókrata var stofnaður árið 1988 og hefur formaðurinn Jimmie Åkesson stýrt flokknum frá árinu 2005. Flokkurinn hefur alla tíð lagt mikla áherslu á nauðsyn þess að stöðva straum innflytjenda til landsins og að allt of stór hluti skattpeninga fari í kostnað vegna innflytjenda. Fé sem væri betur varið til heilbrigis- og menntamála eða þjónustu við eldri borgara. Rannsóknir hafa sýnt að flokkurinn njóti mest fylgis meðal karlmanna, eldra fólks og kjósenda með minni menntun, en sterkasta vígi Svíþjóðardemókrata eru smærri bæir í Suður-Svíþjóð.Vísa á glæpamönnum úr landi Patrik Jönsson, fulltrúi Svíþjóðardemókrata í svæðisstjórn Skánar og frambjóðandi flokksins í þingkosningunum, segir að þrátt fyrir stefnu flokksins hafi innflytjendur ekki ástæðu til að vera uggandi vegna uppgangs Svíþjóðardemókrata. „Hins vegar er það þannig að fólki sem fremur alvarleg brot skal vísa úr landi. Við erum gallharðir á því. Og þá sem eru ólöglega í landinu skal einnig reka úr landi. En þeir sem hafa flust til landsins og eru samborgarar okkar og haga sér vel skulu fá alla þá hjálp og stuðning sem hægt er að veita“ segir Jönsson.Á rætur í hreyfingum nýnasista Svíþjóðardemókratar náðu fyrst inn mönnum á þing í kosningunum 2010, en fjórum árum síðar tryggði flokkurinn sér 13 prósent atkvæða og varð þá þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Í könnunum nú hefur flokkurinn verið að mælast með á bilinu 18 til 25 prósent. Jimmie Åkesson er formaður Svíþjóðardemókrata. Hann hefur stýrt flokknum frá árinu 2005.Vísir/GettyTalið er að erfiðlega gæti reynst að mynda ríkisstjórn eftir kosningar og hafa leiðtogar annarra flokka á þingi útilokað að starfa með Svíþjóðardemókrötum. Fulltrúar annarra flokka, meðal annars Stefan Löfven forsætisráðherra, hafa í kosningabaráttunni verið duglegir að minna kjósendur á að Svíþjóðardemókratar eigi rætur sínar að rekja til hreyfinga sænskra nýnasista og rasista. Þá hafa sænskir fjölmiðlar greint frá því síðustu dagana að á listum Svíþjóðardemókrata sé að finna fjölda fyrrverandi meðlima hreyfinga sænskra nýnasista.En eru Svíþjóðardemókratar rasískur flokkur? „Svarið er nei, sannarlega ekki. Þá hlytu líka 25 prósent Skánarbúa að vera rasistar. Við deilum þeirri sýn að allar manneskjur séu jafn mikils virði, að sama hver uppruninn er þá hafi maður sama vægi, hvort sem maður er Svíi, Sómali, Íraki eða Íslendingur. Allir eru jafnmikils virði. Þetta er bara fíflaskapur og hrein örvænting hjá ráðandi öflum,“ segir Jönsson.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíþjóðardemókratar á mikilli siglingu og erfitt gæti reynst að mynda nýja stjórn Svíar munu ganga að kjörborðinu þann 9. september næstkomandi og stefnir í einhverjar mest spennandi kosningar í landinu í langan tíma. 8. ágúst 2018 09:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Svíþjóðardemókratar á mikilli siglingu og erfitt gæti reynst að mynda nýja stjórn Svíar munu ganga að kjörborðinu þann 9. september næstkomandi og stefnir í einhverjar mest spennandi kosningar í landinu í langan tíma. 8. ágúst 2018 09:15