Fótbolti

Arnór Ingvi vann Íslendingaslaginn við Kristján Flóka

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Malmö fór nokkuð örugglega í gegnum Brommapojkarna
Malmö fór nokkuð örugglega í gegnum Brommapojkarna Getty
Arnór Ingvi Traustason og Kristján Flóki Finnbogason spiluðu báðir allan leikinn er liðin þeirra mættust í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni.

 

Kristján Flóki byrjaði frammi hjá Brommapojkarna og var Arnór Ingvi á miðri miðjunni hjá Malmö.



Liðin eru að berjast á sitthvorum helmingi deildarinnar. Malmö er í eftir hlutanum og er í mikilli baráttu um Evrópusæti.



Á meðan er Brommapojkarna á hinum enda vallarins, í bullandi fallbaráttu.



Reyndist það líka vera munurinn á liðunum, það sást greinilega hvort liðið væri í toppbaráttu og hvort liðið væri í botnbaráttu. Malmö vann nokkuð auðveldlega í dag, 3-0.



Hvorugir Íslendinganna náðu að skora í leiknum en Kristján Flóki nældi sér í gult spjald.



Malmö situr í fjórða sæti deildarinna, tveimur stigum frá Evrópusæti en Brommapojkarna er í 14. sæti en það er umspilssæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×